Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 50
! Þorbjörn horfði lengi á eftir henni. Innra með honum
bærðust ýmsar hugsanir. er hann vildi ekki viðurkenna
| fyrir sjálfum sér. Hann hafði sleppt taumi hestsins og tók
nú eftir því, að Sörli var lagður á stað heim á leið.
Er Þorbjörn kallaði til hans, stanzaði hann götunni og
beið eftir húsbónda sínum, sem nú kom og vatt sér í
hnakkinn og lét síðan þennan gamla ferðafélaga ráða för-
inni heim að Hvammi.
□
Gangnadagurinn rann upp bjartur og heiðskír. Þoku-
bakka var þó að sjá til norðausturloftsins, en annars hæg-
viðri, og skýjabönd beltuðu austurloftið. Þegar leið á dag-
inn, mátti víða sjá til mannaferða utan sveitina. Sumir
snemma, aðrir síðar. Gömul venja var að safnast var saman
á fremstu bæjum, áður en lagt var upp til heiðarinnar.
Nokkrir gangnamanna voru síðbúnir að venju og þurfti þá
að bíða eftir þeim fram eftir deginum. Flestir voru með tvo
hesta og geymdu matarskammtinn og annað nestistrúss á
öðrum þeirra. Það var ekki fyrr en komið var undir kvöld,
að allur hópurinn var komin saman í Hlíð, sem var fremsti
bær, og lagt var af stað til heiðarinnar.
En um sex klukkustunda ferð var til fyrsta náttstaðar, þar
sem gangnamenn voru vanir að tjalda. Fljótlega fór að bera
á því, að sumir væru fullmikið við skál og höfðu vel á
ferðapelanum. Reyndist erfitt að halda hópnum saman.
Það var tekið að rökkva, þegar komið var fram í Hólma-
drög, er voru nálægt miðja vegu í Fossabrúnir. þar sem
tjalda átti fyrstu nóttina, samkvæmt gamalli venju.
Bjössi í Tóftum, sem var orðinn alldrukkinn, hafði
dregist nokkuð aftur úr ásamt Benna í Hlíð, sem var 14 ára
og var nú að fara í sínar fyrstu göngur. Eins var með Jóa í
Seli, sem var ári eldri en Benni, eða 15 ára. Bjössi í Tóftum
söng hátt og slangraði til á hestinum með miklu handa-
pati, á milli þess, sem hann hélt hrókaræður um sig og afrek
sín. Hentu þeir Benni og Jói mikið gaman af og tóku undir
með honum. Höfðu þeir áður heyrt mikið talað um göngur
og gangnaferðir og dreymt um að fá að lifa sjálfir þau
ævintýri og hreystisögur, sem þeir svo oft höfðu heyrt hina
eldri segja frá. Bjössi var að venju sinni orðljótur og blót-
samur, og nú þegar hann var í essinu sínu og honum fannst
hann vera vel á sig komin og fær í flestan sjó, þá sparaði
hann ekki orðatiltækin sín og klámið, sem vall fram úr
honum, flámæltum, og tóbakslögurinn rann niður bring-
una.
Þegar komið var upp úr Hólmadrögunum, þá vindur
Bjössi sér til og slær um leið í hestana, sem hann var með.
Lamdi hann klárinn, sem hann sat á, að aftan verðu og í
nárana, en trússahestinn sem hann teymdi, sló hann í
hausinn og makkann. Við þetta tóku hestarnir viðbragð og
hentust áfram, með Bjössa veltandi sitt á hvað, kápan
flaksaðist aftur á lend reiðskjótans og húfan fauk út í m.óa.
Jói kallaði til hans að stoppa, en Bjössi gengdi því engu
heldur sendi tóninn með sterkari formælingum. En þá fór
verr. Annar bagginn hrökk upp af klakknum. En Bjössi
hafði bundið með bandi á milli bagganna undir kvið, svo
að nú dróst sá bagginn, sem af féll, unz allt var snarað um
og komið undir kvið, en þá stansaði klárinn og sleit sig
lausan frá Bjössa.
Við hljóðin frá þeim Benna og Jóa sneri sá flokkurinn
við, sem var næstur á undan, og kom til baka til aðstoðar
Bjössa. Var þá látið fjúka í heitingum. Erfitt var að finna
sumt af farangrinum, einkum húfu Bjössa, því myrkrið var
að skella yfir og svöl þokan óf sig um holt og móa.
Þorbjörn gangnastjóri hvatti menn til að hraða för sinni.
svo að takast mætti að ná tjaldstað áður en myrkur nætur-
innar lokaði allri útsýn.
Benni hafði í barmi sér lítið hoffmannsdropaglas, sem
móðir hans hafði fengið honum um morguninn með þeim
ummælum, að hann ætti að ylja sér fyrir brjósti á því, ef
honum vrði kalt.
Eftir því sem flokkurinn þokaðist lengra áfram og
myrkrið lagðist yfir og nætursvalinn varð kaldari, þá fór
Benni að hugsa um glasið sem hann var með í vasanum, því
hvort tveggja var, að honum lék nokkur forvitni á þeim
áhrifum, sem hann hugði það mundi veita sér, og einnig
það að honum varorðið hrollkalt. Ferðafélagarnir rorruðu
í smáhópum allt í kringum hann.
Næturkulið og þokubelgingurinn færðust í aukana.
Hann þreif því glasið úr barmi sér og rétti til Jóa og bauð
honum að súpa á. En Jói afþakkaði og kvaðst ekki smakka
þennan óþverra.
Við þessar móttökur missti Benni alveg kjarkinn og
laumaði glasi sínu aftur í barm sinn, en hugðist þó að síðar
skyldi hann þá sjálfur prófa það.
Það var komið fram í vökulok, þegar flokkurinn stað-
næmdist við kvíslardrag nokkurt. Þeir. sem betur voru
gáðir. tóku að huga að hvar þeir væru staddir. Ólafur í
Tungu staðhæfði, að þeir væru orðnir villtir, en Þorbjörn
hélt því hins vegar fram, að þetta væri kvíslin skammt fyrir
neðan Fossabrúnir og þeir væru rétt ókomnir á tjaldstað-
inn. Um þetta varð talsvert þráttað og sýndist mönnum sitt
hvað, héldu sumir því fram. að þeir hefðu snúið við, og ef
haldið væri svona áfram. mvndu þeir lenda með morgnin-
um niður í byggð.
Varð nú urgur í mönnum og ýmsir þvertóku fyrir það að
halda áfrarn. Bjössi í Tóftum Iét sig litlu skipta málalokin,
en sat á þúfu ásamt nokkrum félögum sínum og ýmist söng
eða grenjaði og talaði þá helst um það. hversu mikill ræfill
hann væri. Hafði hann þá til að aumkast yfir klárinn sinn.
sem hímdi yfir honum.
..Blessuð skepnan." hevrðist Bjössi tönnlast „hún er
miklu betri en ég. — ég er ræfill. aumingi. blessaður elsku
klárinn minn. vilt þú fvrirgefa mér?“
Þorbjörn sá, að ekki var fært að haldaferðinni áfram og
gaf út þá skipun, að hér skvldi staðnæmst og tjaldað. Menn
skvldu spretta af hestum og vrði vakað vfir þeim.
Er gangnamenn höfðu komið sér fyrir og reist tjöldin,
sest að snæðingi. Var þá dreginn upp úr mal margur
kjarngóður bitinn. Sumir lögðust niður eða fengu sér kaffi,
aðrir kváðu við raust og hirtu hvorki um stund né stað.
Það varð lítið unt svefn um nóttina. Ýmsir voru á ferli að
líta eftir hestum, einnig voru heimsóknir á milli tjaldanna
294 Heimaerbezl