Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 54

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 54
Bókahillan Steindór Steindórsson frá Hlöðum Ernest Hemingway: Gamli maðurinn og hafið. — Rvík 1986. Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins. Þetta er eitt síðasta verk Hem- ingways og af mörgum talið eitt hinna fremstu og vissu- lega hið sérkennilegasta þeirra allra. Þarna er lýst bar- áttu gamals fiskimanns við stórfisk, hinn stærsta, er hann nokkru sinni hefir fengið á öngul sinn. Baráttan stendur sólarhringum saman, og fisk- urinn dregur bátinn langt til hafs, og þegar hann loks er dauður dregur gamli maðurinn hann á seil til lands. En viti menn. Þegar í land kemur hafa hákarlarnir etið allan fiskínn þrátt fyrir að gamli maðurinn hafi reynt að bægja þeim frá. Ekkert er eftir nema beina- grindin, sem er einskis nýt, - Gull í tá Framhald af bls. 291. komist hjá að taka það sem eftir er af tánni. Ég skal út- vega þér pláss á spítalanum á Eyri.“ Svo kvaddi hann og fór. Sigrún settist á rúm- stokkinn og horfði döprum augum á Teit. Hún strauk blíðlega fingrunum gegn- um hár hans, í þetta sinn ekki á móti því. Svo fóru tárin að renna og hún hjúfraði sig að honum. Brátt harkaði hún af sér og sagði: „Þú missir eina tána, en í staðinn færðu mig — alla.“ nema að sýna, að hann hefir unnið fiskinn til engra nota vitnar hún þannig um ósigur hans í sigrinum. Margir bók- menntafræðingar líta á söguna sem uppgjör Hemingways við æfi sína og kynslóð. Mikið starf og erfiði en árangurinn aðeins verðlaus beinagrind. Ef til vill hefir hann rétt fyrir sér. Tvær heimsstyrjaldir hafa lagt margt í rúst. Snillí mannsand- ans hefir leyst mörg öfl úr læðingi meðal annars kjarnork- una, sem nú ógnar öllum heimi. Aldrei hefir mannkynið náð jafnlangt í vísindum og þekkingu, sem allt er að drukkna í hryðjuverkum mannlegra hákarla, sem hvorki þekkja siðgæði né lögmál mannúðar og réttlætis. En hvað sem slíku uppgjöri liður, er bókin hugnæm lesning, og þó ber þar af samband gamla mannsins og drengsins. Og kannski er drengurinn táknmynd fegurri framtíðar, sem aflar meiri verðmæta en beinagrindarinn- ar einnar saman. Sr. Björn O. Björnsson þýddi söguna þegar hún kom út á íslensku fyrir mörgum árum. Kristján Karls- son hefir endurskoðað þá þýð- ingu og fært hana nær stíl Hemingways. Arni Björnsson: Þorrablót á íslandi Rvík 1986. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs. í bók þessari rekur höfundur stuttlega sögu Þorrablóta á ís- landi allt frá heiðni til nútím- ans, og leitast við að skýra nafn Þorrans, sem að vísu er óljóst. Hitt er víst, að í heiðni var haldinn miðsvetrarfagnað- ur, þótt ekki sé vist hverjar vættir eða guðir voru þá blótuð. Einnig má telja víst, að þótt hin heiðnu blót legðust niður hafi minningin um þau vakað, og Þorri verið persónu- gervingur í hugum manna og honum helgaður míðsvetrar- fagnaðurinn. Þá er rætt um Þorravenjur og rakin Þorra- kvæði síðari alda, en þau eru allmörg til frá 17. og 18. öld. Og enn eimír eftir af gömlum siðvenjum í sambandi við Þorrakomu, svo sem Bónda- dagurinn, en þannig var fyrsti Þorradagur ætíð nefndur í mínu ungdæmi og þótti sjálf- sagt að gera þá einhvern daga- mun. Telur höf. ekki ólíklegt, að í þessum Þorravenjum felist ef til vill minjar um launblót í heimahúsum eftir að kristni var lögtekin, en heímilt að blóta á laun. Þá er rætt um endurvakningu Þorrablóta, sem almennra skemmtana sem verður um eða upp úr 1870, og er eitt það fyrsta þeirra, sem tímasett verður með fullri vissu, haldið á Akur- eyri 1874. Líklegt má telja að sú endurvakning sé af því sprottin, að Þorrahátíðir hafi alltaf lifað í hugum þjóðarinn- ar, og þótt sjálfsagt að minn- ast Þorrakomu á einhvern hátt. Eftir 1874 fara Þorrablót að tíðkast víða í kaupstöðum landsins og breiðast þaðan út um sveitirnar, og hafa raunar ekkí lagst niður síðan. Af bók Arna virðist sem þau hafi verið einna reglubundnust á Akur- eyri allan síðasta fjórðung lið- innar aldar og fram á fyrstu tugi þessarar aldar, og raunar að nokkru leyti enn. Annars virðast árshátíðir félaga að verulegu leyti komnar í stað Þorrablóta. Þá er safnað í bók- ina mörgum Þorrablótssöngv- um viðsvegar að og loks for- málum og fornum veislu- minnum. Ekki er þess að vænta að höf. hafi náð saman öllum prentuðum Þorrasöngv- um. Þannig er mér kunnugt um þrenna Þorrasöngva frá Akureyri 1901, sem vantar hér. Þess má og geta hér að Stúdentafélagið á Akureyri hélt uppi árlegum Þorrablótum á 3. og 4. tug aldarinnar, og lét prenta söngvakver með nafn- inu Þorrablót Stúdentafélags- ins á Akureyri 1928. Var það að mestu tekið úr Stúdenta- söngbókinni gömlu. Oft voru ort kvæði á þessum blótum, þótt ekki væru prentuð en dreift fjölrituðum meðal veíslu- gesta. I einu slíku Þorrablóti flutti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi kvæðið Sálin hans Jóns míns í fyrsta sinn. En þess er ekki að vænta, að allt sé til tínt í lítilli bók. En bók Arna er skemmtileg og fróðleg svo langt sem hún nær og góð leiðarvísan um ævagamlan þátt í mannfagnaðar samkom- um íslendinga, og því góður fengur hverjum, sem eitthvað vill vita um uppruna þessara mannfunda. Og gaman er að hafa svona stórt safn Þorra- kvæða á einum stað. Smásögur listahátídar 1986 Rvík 1986. Almenna bókafélagið Mikils þótti við þurfa á 200 ára afmæli Reykjavíkur er Lista- hátíðarstjórn efndi til smá- sagnakeppni og hét hærri verðlaunum en áður munu hafa verið dæmi til hér á landí eða 250 þúsund krónum í fyrstu verðlaun og önnur og þriðju í hófi lægri. Rithöfundar brugðu við og sendu inn alls 370 sögur, og hér birtist úrval þeirra alls 14 sögur og þar auð- vitað verðlaunasögurnar þrjár. Ég býst við að flestir séu mér sammála um, að fyrstu verð- launasagan Icemaster, sé þeirra best, hvað sem hinum verðlaunasögunum og raunar öllu safninu annars liður. Það hefir sannarlega verið úr vöndu að ráða fyrir dómnefnd- ina. En um allar sögurnar segir formaður dómnefndar að þær hafi komið við kvikuna í þeim félögum, og hljóta þeir að vera mjög kvikusárir, ef satt er. Annað hefi ég ekki að segja um sögur þessar í heild, og þrekraun hlýtur það að hafa verið að lesa þær allar 370. En því vil ég bæta við, að mjög þykir mér bera á live mikill ömurleikablær er yfir þeim öllum, svo að næstum hvergi rofar til. Ef þetta er raunsönn mynd af þjóðlifi voru nú, eins og til var ætlast að sögurnar væru, þá hjálpi oss hamingjan. St. Std. 298 Heimaerbezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.