Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 10
Með hershöfðingjanum 1965: Charles de Gaulle. Frakklandsforseti, á tali viS ofjarl sinn í hrinshendusmíð og ýmsu fleiru, Sigurfí ,.de" \ík, í París 1965. stæða og frjálsa stefnu í utanríkismálum á þessum árum. Ég safnaði skuldum. hafði selt fimm herbergja íbúð í Reykja- vík þegar ég fór til Noregs, en andvirði hennar hafði að mestu farið til heimilishalds erlendis. Þá varð það mér til bjargar. að ég vann stóran vinning í franska happdrættinu, sem gerði mér kleift að losna úr skuldakröggum mínum að mestu. Pétur Thorsteinsson var sendiherra í París þegar ég kom þangað, en Henrik Sv. Björnsson leysti hann af nokkrum mánuðum síðar. Á Parísarárum mínum var ég varafulltrúi íslands í UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, sem hefur aðsetur í París. Þá sótti ég stundum fyrir íslands hönd fundi í OECD og í Evrópuráðinu í Strassborg. en þar var ég varafulltrúi íslands. Eftir 4 ára dvöl í París sótti ég um að flytjast heim til íslands, enda hafði ég þá verið samfleytt 9 ár erlendis, en þess í stað var ég þá sendur aftur til Moskvu. Ég setti þó það skilyrði að þar þyrfti ég ekki að dveljast lengur en 2 ár. Þá hafði ég fengið staðfestingu á því að dætur mínar, Ingibjörg og Hildur. yrðu teknar inn í Moskvuháskóla og að yngstu krakkarnir 3 fengju inngöngu í franskan skóla. AFTUR TIL MOSKVU OG OSLÓAR Dvöl mín í Moskvu varð að þessu sinni 5 ár. Frá þessum árum er margs að minnast. en nú er þetta spjall orðið svo langt. að hér verð ég að fara fljótt yfir sögu. Nær því 20 ár voru liðin frá fyrri dvöl minni í Sovétríkjunum og fannst okkur að allt hefði breyst til batnaðar þar. Það var léttara yfir fólkinu í framgöngu og fasi, það var betur klætt og útlit þess bar ekki vott um næringarskort og eymd eins og áður. Ég átti þarna ennþá nokkra gamla kunningja frá fyrri tíð og með þeirra hjálp áttaði ég mig fljótt á þeim breytingum sem orðið höfðu. Andi Stalíns sveif ekki eins þrúgandi yfir vötnunum sem fyrr, enda hann þá dauður fyrir 13 árum. Það virtist þó langt í land að lýðræði eins og við þekkjum það á Vesturlöndum væri í nánd. Svo sem lítið dæmi um breytingu á afstöðu og afskiptum rússneskra stjórnvalda af erlendum diplómötum má nefna að rússneska utanríkisráðuneytið gerði það einu sinni til gamans að fá Spassky, sem þá var heimsmeistari í skák, til að tefla fjöltefli við erlenda sendiherra í Moskvu og aðra diplómata. Ég lenti í þessu og þvældi skákina að gamni mínu eftir að hann hafði mátað alla hina. nema bresku sendiherrafrúna. Hún vann sína skák og að lokum gafst ég upp. Spassky sagði mér síðar að hann hefði. áður en hann gekk til þessa leiks, spurt siðameistara utanríkisráðuneyt- isins hvort hann ætti að spila létt og af kurteisi eða leggja sig fram. Honum var þá skipað að tapa 2-3 skákum, en um- fram allt ætti breska sendiherrafrúin að vinna sína. Við Spasskv vorum nágrannar og kom hann oft í heim- sókn til mín og þá tefldi hann stundum við mig til gamans og kenndi mér nokkrar skákþrautir sem hann hafði samið. Sameiginlegt vandamál utanríkisþjónustumanna i öllum löndum eru börnin, uppeldi þeirra og skólaganga. Maður þarf ekki að hafa verið lengi í þessu starfi til að taka eftir því að allmikil vanhöld eru á börnum diplómata í skólagöngu og námsárangri. í þessunt fjölskyldum eru oft börn sem læra hrafl í ótal tungumálum. en ekkert mál til hlítar. Diplómatabörn þurfa að vera vel úr garði gerð ef þau eiga að hafa ávinning af þeirri reynslu, sem þau fá aukreitis. en hann verður líka talsverður ef vel tekst til, sjóndeildar- hringurinn stærri og almenn þekking umfangsmeiri. En hættan er alltaf sú að þessi börn fjarlægist uppruna sinn. þjóð og tungu og þá er voðinn vís. Ég þekki mörg dæmi þessa. Það eru viss hættumörk kringum 13-14 ára aldurinn. og það var þess vegna að ég lagði mikið kapp á að verða fluttur heim um það bil sem yngstu börn mín þrjú áttu að hefja menntaskólanám, en ráðuneytið þóttist þá ekki hafa lausa stöðu fyrir mig heima. Svo fór. að fjölskvldan sundraðist haustið 1974. ég og kona mín settumst að í Osló, krakkarnir fóru heim. Ingibjörg og Hildur. sem þá höfðu lokið námi við Moskvuháskóla í rússnesku og rússneskum bókmennt- um, fóru með þeim yngri til Islands og sáu þar um heimilið í nokkur ár. Aðstoð og eftirlit foreldra var víðsfjarri, en það var ekki ráðunevtinu að þakka að allt fór þetta samt slysa- laust og krakkarnir stóðu sig vel. Oslódvöl okkar síðari varð lengri en ætlað var; frá hausti 1974 og þangað til í vor. Á þessum árum vann ég með fjórum sendiherrum. Þeir voru Agnar Kl. Jónsson. Árni Tryggvason. Páll Ásgeir Tryggvason og Níels P. Sigurðs- son. Þeir eru allir þjóðkunnir menn og því óþarfi að fjöl- yrða um þá í þessu spjalli. Aðrir starfsmenn sendiráðsins á þessum árum voru Auður Rútsdóttir, Elín Finborud og Börkur Karlsson. Ég vil sér í lagi nefna Auði Rútsdóttur. með henni hef ég unnið lengur en nokkrum öðrum í starfi mínu. Hún var í sendiráði íslands í Osló þegar ég kom 254 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.