Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 6
8 Víkursystkin 1958: Frá vinstri: Valgerður, Haukur, Páll, Sigríður, Cíuðbjörg, Halldór, Arni, Sigurður. A myndina vantar Steinunni og Ingi- hjörgu. sínum Bjarna Sigurðssyni frá Reykjavík, tók hún við for- ráðum innanstokks. Þau hjónin voru svo í Vík í nær tvö ár. Þetta var mikið drengskaparbragð. Eftir það tók systir mín Steinunn við þá aðeins 15 ára gömul. Hún sá um heimilið samfleytt næstu tvö árin og annaðist yngri systkini sín sex að tölu. Yngst var Valgerður fjögurra ára að aldri. Móðuramma okkar, Ingibjörg Halldórsdóttir frá Geir- mundarstöðum, var Steinunni og heimilinu öllu mikil hjálparhella. Hún var viðloða í Vík fram til ársins 1943 og þá orðin 72ja ára. Hún sá oftast ein um heimilið að vetrar- lagi þessi árin því Steinunn fór suður í skóla 1936 og yngri systkinin koll af kolli upp úr því. Daufleg hefur vistin verið fyrir Árna í Vík að vetrarlagi á þessum árum, þegar við börn hans vorum flest, og stundum öll, að heiman. Ég hafði lokið fullnaðarprófi barnaskóla tæplega 13 ára gamall, eftir að hafa notið þriggja ára farkennslu, um það bil 27 vikur samtals. Eftir þetta var ég heima í þrjú ár við venjuleg störf en haustið 1932, þá 16 ára gamall, fór ég í 2. bekk Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Eftir tveggja ára nám þar tók ég próf upp í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Þá nægði ekki gagnfræðapróf úr Flensborgar- skóla til inntöku, heldur var utanskólapróf nauðsynlegt. Við fórum 5 saman í inntökuprófið í Menntaskólann. Við vorum bara tveir sem slömpuðumst í gegn. Magnús Kjartansson, síðar ritstjóri og ráðherra, var einn þeirra heppnu sem féll og var því betur undirbúinn þegar hann kom í 4. bekk ári síðar, enda var hann dúx þaðan í frá. Mér er hulin ráðgáta hvernig það gerðist að ég skreið. En vet- urinn áður hafði Árni, elsti bróðir minn, lesið í Reykjavík undir 4. bekk Menntaskólans. Hann kom á hverjum laug- ardagsmorgni til Hafnarfjarðar og sat við fram á sunnu- dagskvöld að troða í mig fróðleik af öllum mætti, enda veitti ekki af. Ég var ákaflega illa undirbúinn til náms við menntaskóla og frammistaða mín þar eftir því. NÁMSÁR OG SUMARVINNA Það gerði okkur systkinum fært að leggja á skólabrautina að við áttum hauk í horni syðra. í Hafnarfirði bjó föður- systir okkar, Sigríður Snæland, nuddlæknir. gift Pétri Snæland verslunarmanni. Hjá þessu góða fólki bjuggum við systkinin hvert fram af öðru og lukum sjö gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla. Sigríður og Pétur urðu þannig miklir örlagavaldar í lífi okkar. Þegar þau fluttu vistferlum frá Hafnarfirði var fokið í það skjólið. En þá komu systur mínar Steinunn og Ingibjörg Erla til sögunnar aftur. eftir að hafa lokið námi sínu og farið að vinna syðra. Þær héldu heimili að vetrum fyrir tvær yngri systur sínar Sigríði og Guðbjörgu þar til þær höfðu lokið gagnfræðaprófi. Þá tókum við Páll bróðir minn við ásamt konum okkar og greiddum götu yngstu systur okkar Valgerðar fyrstu ár hennar í skóla. Nú var erfiðasti hjallinn klifinn og allar götur greiðar fannst okkur. Það var mjög erfitt fyrir ungt fólk úr sveitum að brjótast til mennta á þessum árum, þó að Akureyrarskólinn hafi bætt mikið úr í því efni. Menntaskólinn í Reykjavík var þá aðallega skóli barna embættismanna og forréttindastétta. Þótt ég eigi margar fallegar minningar úr menntaskóla fannst mér samt sá félagsandi sem þar ríkti ekki skemmti- legur. Pólitískur hávaði var mikill og þar höfðu sig mest í frammi kommúnistar annars vegar og hins vegar nasistar og harðvítugir íhaldsmenn. Hitler var kominn til valda í Þýskalandi, styrjöld í aðsigi. Pólitískt líf í skólanum ein- kenndist af öfgum, slagorðum og útslitinni þrætubók. Þótt þetta væri fyrst og fremst lítil spegilmynd af pólitísku ástandi úti í Evrópu minnti það mig einnig á pólitískar erj- ur heima í Skagafirði á unglingsárum mínum, þar sem allt logaði í pólitískri heift og flokkadráttum. Segja má að sá ófriður hafi byrjað þegar Framsóknarflokknum fór að vaxa fiskur um hrygg og stjarna Jónasar frá Hriflu ljómaði skærst. Vík var framsóknarheimili sem kallað var. Jónas Jónsson hafði sterk áhrif á mig sem ungling og entust þau áhrif furðanlega lengi. Jónas og faðir minn voru góðvinir. Þegar ég nú hugsa til skólaára minna koma mér í hug ýmsir ágætismenn. Frá Flensborg eru þeir Lárus Bjarnason skólastjóri og séra Þorvaldur Jakobsson sem kenndi ís- lensku og stærðfræði fyrirferðamestir í endurminningunni. Þótt þeir hafi að vísu tilheyrt fyrri öld um margt voru þau áhrif sem þeir höfðu á mig bæði sterk og holl, enda var ég þá gljúpur og ómótaður leir. Á þetta kannski aðallega við seinni vetur minn í skólanum. Úr menntaskóla minnist ég að sjálfsögðu fjölda frábærra kennara, og er mér Pálmi Hannesson rektor þá efstur í huga, en fleiri get ég nefnt sem ég stend í mikilli skuld við, Sigurkarl Stefánsson, Jón Ófeigsson, Pál Sveinsson. Boga Ólafsson, Jóhannes Áskelsson, Björn Guðfinnsson, Björn Sigfússon og fleiri. Þegar ég hugsa til þessara öndvegis- manna og meistara rennur mér til rifja hvað ég hlýt að hafa verið þeim leiður lærisveinn. Mér til afsökunar mætti þó nefna það, að ofan á vondan undirbúning bættist, að á menntaskólaárum mínum þurfti ég að vinna fyrir mér með nárninu. Tvö síðustu árin vann ég flesta daga vikunnar frá klukkan 3 til 7 lungann úr vetrinum sem aðstoðarmaður hjá Einari Magnússyni kennara og síðar rektor Mennta- 250 Heimaerbezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.