Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 55
MAGNÚS
JÓNSSON
Hafnarfirði
Vísnabréf
af gefnu
tilefni
í maí-hefti Heima er bezt
birtist stutt samtal við
Magnús Jónsson, umsjón-
armanns Byggðasafns
Hafnarfjarðar. Ekki er þar
allt rétt hermt, og leiðréttir
hann missagnirnar í
skemmtilegu vísnabréfi
sem hér fylgir aö hluta.
Hefur þetta orðiö honum
tilefni til að rifja upp góðan
kveðskap.
Þið blaðamennirnir eruð oftast á spani
og tæplega tekur að minnast á það að
I plöturnar til hliðar við eldstæðið í
Sívertsenshúsinu eru ekki stálplötur,
heldur virðast mér þær vera úr steypu-
járni og í sambandi við að þetta sé eitt-
hvert millistigs-eldstæði er Ijóst, að það
stendur miklu nær hlóðum en nútíma
eldunartækjum og ég hef nánast dottió
ofaná það orðalag nú í seinni tíð, að
þetta sé einskonar sambland af ís-
lenzkum og dönskum hlóðum. Þannig
held ég að við komumst næst þvf.
Þetta eru þó smáatriði, en ver fellur
mér að vera lagt í munn að ég telji mig
geta ort jafn-vel og faðir minn. Hafi ég
sagt þetta, hefur það gloprast alveg
ómeðvitað útúr mér. Þarna er tölu-
verður munur á, þótt ekki sé hann eins
mikill og hann var í því verklega. En mér
þýðir t.d. ekki að reyna að koma saman
sléttubandavísu, en pabbi hefur ort yfir
tuttugu. Hér er ein þesskonar eftir
hann:
Felling gengis truflar títt,
tekur efnum spilla.
Hrelling mengi vekur vítt
váleg stefnan illa.
Því miður fer þeim víst fækkandi sem
vita hver einkenni sléttubanda eru, já,
yfirleitt fækkar þeim sem hafa brag-
eyra. í sléttuböndum verða orðin að
vera tveggja atkvæða, nema aftasta
orð fyrstu og þriðju línu, en hvort þeirra
sé eitt atkvæði. Svo getur staðsetning
stuðla aðeins verið á einn veg — en ég
fer ekki frekar út í það. Línulengd er
eins og í venjulegri ferskeytlu. Að
þessu uppfylltu verður vísan sléttu-
bönd, þ.e. að hægt er að byrja á henni
neðst og aftast, svo að undanfarandi
vísa yrði þá:
llla stefnan váleg vítt
vekur mengi hrelling.
Spilla efnum ... (o.s.frv.).
Dýrleiki vísna er nánast skraut sem
ekki telst til nauðsynja, heldur er til að
gleðja brageyrað. Algengasta dýrleika-
afbrigðið er hringhendurím, og ef að
við förum út í rímnabragfræði, geta
allar ferhendur haft svona rím. Þekkt-
asta hringhendan sem til er, er senni-
lega þessi:
Nú er hlátur nývakinn,
nú er grátur tregur,
nú er ég kátur nafni minn,
nú er ég mátulegur.
Atkvæðin sem mynda hringhendrím-
ið eru að sjálfsögðu hlát, grát, kát og
mát.
i Hafnarfirði höfum við Kvæða-
mannafélag og meðal snjöllustu hag-
yrðinganna þar er Vestfirðingurinn
Konráð Júlíusson. I því sambandi orti
faðir minn:
Ljótt er að fremja landráð,
leitt getur af því fjörráð.
Er það því hverjum óráð
að eiga við slíka samráð.
Þess eru gagnstæð þjóðráð
um þroskavænleg bjargráð.
Við óðargyðju umráð
yrkir dýrast Konráð.
Ein af örfáum hringhendum sem ég
hef hnoðað saman er líka í sambandi
við Konráð þennan. Þannig var, að að-
eins á einum af félagsfundum vetrarins,
sem nánast eru hálfsmánaðarlega,
mætti hann ekki. Það var víst á útmán-
uðunum og kom í Ijós næst, að hann
hafði verið að bera á túnblett sinn þetta
kvöld. Var reiknað með að hann hefði
verið yrkjandi við það eins og annað,
og því kom þessi vísa hjá mér:
Konráð þykir vísan vönd
— vökur kvikar taugin —.
Tekur strikið óðsins önd
yfir mykjuhauginn.
í næst fyrstu línu vísunnar: Vökur
kvikar taugin, má segja að átt sé við
Ijóðastrenginn, eða eitthvað í þá veru,
en fljótséð er þó að þessi lína er svip-
minnst og efnislega væri engin eftirsjá
að henni, þótt hún hyrfi. En við getum
jafnframt athugað það, að þessu er
svona varið með fjölda annara fjögurra
línu vísna. Ástæðan er sú, að margir
yrkja seinni helming vísunnar fyrst, því
að mestu skiptir að hann sé hnökra-
laus. Svo er ort fyrsta línan og loks
kemur Ijóðlína nr. tvö, sem höfundur
lætur flakka, þótt hún komi málinu
næsta lítið við, eða sé mjög efnislítil.
Ég féll í þá freistni að koma með fáein
dæmi um þetta. Fyrst er hér öfugmæli
eftir ömmu mína:
Llr kýrspenanum kemur snjór
— kunnugt er það mengi —.
Um hreina nýmjólk hlunnajór
hrausta flytur drengi.
Svo er það beinakerlingarvísan
þekkta, frá því að Sunnefumálið stóð
sem hæst á fimmta tug átjándu aldar:
Týnd er æra, töpuð er sál
— tunglið veður í skýjum —.
Sunnefu nú sýpur skál
sýslumaðurinn Wíum.
Alkunnugt er að geysi mikið liggur
eftir Símon dalaskáld af bundnu máli. I
lok einhverra rímna sinna segir hann
frá því í vísu hvenær þær voru ortar. Þar
er hluti ártalsins í línunum þrem, en
næst fyrsta línan segir ekki nokkurn
hlut:
Átján hundruð ártalið
— öldin grundar sátta —.
Sjötíu bundin setjast við
seinast fundin átta.
Þeir rímnabragarhættir sem hafa
fjórar Ijóðlínur nefnast ferhendur og
grípur það orð því yfir meira en orðið
ferskeytla. Algengustu þriggja línu
bragarhættir eru stuðlafall og brag-
henda. Enda ég nú þetta rímnabrag-
fræðirabb á einni samrímaðri brag-
hendu, og hafi nokkru sinni verið byrj-
að á síðustu línu, eða hún höfð í huga
fyrst, þá á það við um þessa gömlu vísu:
Hölda þorri hryggðist, orri hárs kvað félli,
úr samvist vorri, saddur elli,
séra Snorri' á Húsafelli.
Heima er bezt 299