Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 12
Úr þessu gamni okkar Bjarna h°fur orðið sérstök grein í
íslenskum bókmenntum sem nefnist grindarsnúningsvísur.
Vitanlega er erfitt að skilja þann kveðskap nema maður
hafi lykilinn að honum, en sá lykill er vísa Lárusar. Ein-
hverjar af þessum vísum voru birtar án míns leyfis í vísna-
safni Sigurðar frá Haukagili, ef ég man rétt.
Ekki er mér kunnugt um að ég sé bókarpersóna, nema
hjá bandaríska höfundinum John Steinbeck og Þórbergi
Þórðarsyni, en það eru raunar smámunir og tekur því varla
að nefna það. Ég varð Steinbeck einu sinni samferða í
flugvél frá Leningrad til Moskvu. Það fór vel á með okkur
og í ferðasögu sinni minnist hann á þennan „nice Icelandic
diplomat“. Við drukkum nokkur glös af vodka saman.
Þegar við hjónin bjuggum á Seltjarnarnesi kom út sam-
talsbók Matthíasar Johannesen og Þórbergs Þórðarsonar,
„í kompaníi við allífið“. Þórbergur hafði áður eins og
kunnugt er ort frægt kvæði um Seltjarnarnesið og komist
svo að orði að þar hugsuðu menn smátt. Matthías spurði
hann hvort honum fyndist Seltjarnarnesið ennþá lítið og
lágt. Meistarinn hvað hiklaust svo vera, „þó er þarna,“
sagði hann, „einn andlegur aðalsmaður, sem ég veit um,
Sigurður Hafstað.“ Auðvitað hafði ég gaman af þessari
fyndni meistarans.
FJALLA-EYVINDUR OG
HALLA . . .
íslenskir námsmenn erlendis hafa alls staðar þar sem við
höfum búið verið veigamikill kapítuli í tilveru okkar.
Námsmenn eru á mótunarskeiði, hálfstefnulausir. Ég held
þeim hafi þótt viðkunnanlegt að þarna í framandi um-
hverfi beið eftir þeim þessi Skagfirðingur með ljóðabækur
og hugvekjur. Þetta hefur alltaf verið viðráðanlegur hópur,
mennilegt fólk sem hefur haft góð áhrif á alla fjölskylduna.
Ég hef svo verið þeim innan handar um sitt af hverju,
húsnæði, styrki og önnur málefni. Það hefur verið mikils
virði fyrir okkur sem hálfgerða útlaga að eiga þess kost að
vera í stöðugu sambandi við ungt fólk að heiman. Þetta
hefur fært landið nær okkur eða okkur nær því. Við höfum
lært mikið af þessu fólki. Án þess hefðum við vísast orðið
nátttröll og dagað uppi í útlandinu; en kynni okkar við
þetta fólk hafa sennilega verið eins örlagarík fyrir okkur
eins og það var fvrir Fjalla-Eyvind og Höllu að komast til
mannabyggða þegar hart var í ári í óbyggðum.
Ég vil enda þetta spjall. með því að minnast aftur á konu
mína, Ragnheiði Kvaran. Hún var alin upp í Kanada þar til
hún varð 14 ára. Hún hefur því dvalist erlendis mun lengur
en ég. Samt hefur hún varðveitt þjóðerniseinkenni sín og
þá menningu sem tengist þeim og miðlað henni til barna
okkar. Uppeldi þeirra og nám hefði ella farið á annan og
verri veg.
Þar að auki hefur hún umborið Sigurð Hafstað í öll þessi
ár.
Bréfskákin:
Sigurður hefur síðan 1950 tetlt bréfskák við finnska
diplomatinn Henrik Blomstedt, sem verið hefur sendiherra
víða um heim, nú í Osló. Aldrei fer þeim neitt á milli
í bréfum nema leikirnir. Henrik hefur þó gert tvær
undantekningar og mvndin sýnir Sigurð hálfvonsvikinn,
eftir að hafa opnað bréfið með þeirri síðari. í því var
Henrik bara að óska honum til hamingju með sjötugs-
afmælið í júlí 1986.
MYND: ÓHT.
í samtölum okkar Sigurðar um skáldskap bar
Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr á góma. Til
að svara því hvað honum fvndist um þann kveð-
skap fórust Sigurði orð á þessa leið og sagðist
hann hafa aðra tilfinningu fvrir tímanum, hvers-
dagslegri og óskáldlegri:
Sigurður Hafstað
TÍMINN
A œskuárunum slendur eiginlega tíminn i stað. Hann
fer ekki að líða að marki fyrr en síðar. Hann er stöðu-
vatn, eða kannski er hann öllu heldur Ivgn á með hœg-
um og jöfnum straumþunga; og maður verður naumast
var við að hann líði, því að hin straumlvgna á og tíminn
fara sér svo hœgt og verða á einhvern hátt samferða.
Þegar liður á daginn, og sér I lagi ef maður flytur oft
vistferlum úr einu landi í annað, verður tilfinningin fyr-
ir tímans straumi sterkari og ncemari en áður og meir
blandin söknuði. Og maður spvr sjálfan sig eins og seg-
ir i frcegu kvœði:
Hvar hafii dugar lífs þins lit sínum glatað
og Ijóðin sem þutu um þitt hlóð frá draumi til draums.
hvar urðu þau veðrinu að hráð?-
Og fyrr en varir ertu staddur á nýjum tjaldstað;
Paris, Moskvu, Oslóborg eða Róm og allt hefur brevst
frá þv't sem áður var. Það er kominn strengur í ána og
tímann líka. „Arin þjóta áfram sem óðfluga sk r“ og á/n
þín Ivgna er skvndilega orðin að straumhörðu beljandi
fljóti.
256 Heima er bezt