Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 18
Sérstök grein í íslenskum bókmenntum: Grindarsnúningsvísur Sigurður Hafstað er eitt grindarsnúnings- skáldanna. Örfáir aðilar hafa náð valdi á þessum rímþrautum, þar sem innrímið í hringhendunum er alltaf eins. Þar eru konur kenndar við „hælatinda“ og hentugt er að fjalla um „kindarúning" og „yndirbúning“, formsins vegna. Upphafsmaður grindarsnúningsvísna, Lárus Salómons- son, hefur tæplega gert sér grein fyrir því sögulega hlut- verki sínu að marka og móta þar með sjálfstæða bók- menntastefnu. í Ijóðakveri sem hann gaf út ungur maður 1930 er hringhenda, með afdrifaríkri kvenkenningu í fyrstu línu og stefnuskránni sjálfri í þeirri síðustu: Hælatinda húsdýrin hafa ómyndarbúning. Þeirra yndis yfirskin er með grindarsnúning. Samkvæmt ströngustu reglum formsins í þessari bók- menntagrein eru síðustu tvær vísurnar hér á undan samt falsaðar og ólögmætar. Orðið grindarsnúningur verður nefnilega að koma fyrir í hverri vísu. Hér er svo rétt kveðin afmælisvísa sem Sigurður Hafstað sendi Bjarna Guðmundssyni sextugum: Allt í lyndi lífs á tind og lokið kindarúning. Með Ijúfri hind og laus við synd leiktu nu grindarsnúning. Guðrún Árnadóttir frá Oddstöðum tók líka þátt í því að yrkja grindarsnúningsvísur: Þá var yndi, þá var synd þurfti grindarsnúning. Hælatinda hrokalind hataði kindarúning. Seinna höfðu viðhorfin breyst og þá kvað Guðrún: Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi og Sigurður Haf- stað sendiráðunautur gerðu sér að íþrótt að nýta þessa stöku sem fyrirmynd að skringilegum hringhendum. Sigurður er Skagfirðingur (,,undan Tindastóli") og fór eitt sinn á ráðstefnu erlendis. Barst honum þá þetta símskeyti í dulmálslykli utanríkisþjónustunnar, frá Bjarna í ráðuneytinu í Reykjavík: Stóli tinda áður und iðkaði kindarúning, fer nú blind' með franska hrund fullur í grindarsnúning. Sigurður svaraði svona: Allt í lyndi lék um stund uns lostug grindarsnúnings hælatindagleðigrund mig glapti án yndirbúnings. Snúnings þindarlausum leik lauk í synd og trega. Hælatindabikkjan bleik brá mér skyndilega. Bjarni kvað enn: Vöktu girndir víðfrægar, voru syndum gerspilltar, hömpuðu yndi á hótelbar hælatindabikkjurnar. Tæmt var yndi, töpuð synd, tregt um grindarsnúning. Hælatinda hryggðarmynd hvarf að kindarúning. ------------- --------------------------- SKYRINGAR: Orðfæri grindarsnúningsvísna getur reynst byrjendum strembið til skilnings. Sigurður Hafstað leitaði á sínum tíma til lögmæts skýranda, Lárusar Salómonssonar, sem hafði óvart hrundið þessum kveðskap af stað. Niðurstöður eru þessar: Hælatindar = háir hælar á kvenskóm. Hælatinda-húsdýr = kvenfólk sem gengur á háhæluð- um skóm. Yndis yfirskin = uppáhalds látalæti, blekkingar. Hér er gefið í skyn, að konum sé almennt ekki treystandi, en helsta töfrabragð kvenna sé grindarsnúningur. Grindarsnúningur = mjaðmavagg, það að vagga sér í lendunum. Ljóðaþók Lárusar með fyrstu grindarsnúningsvísunni er afar fágæt, þó til á Landsbókasafni. Sögur herma að ákveðinn ættingi skáldsins hafi ekki verið nógu ánægður með kveðskapinn og keypt upplagið. 262 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.