Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Síða 18

Heima er bezt - 01.07.1986, Síða 18
Sérstök grein í íslenskum bókmenntum: Grindarsnúningsvísur Sigurður Hafstað er eitt grindarsnúnings- skáldanna. Örfáir aðilar hafa náð valdi á þessum rímþrautum, þar sem innrímið í hringhendunum er alltaf eins. Þar eru konur kenndar við „hælatinda“ og hentugt er að fjalla um „kindarúning" og „yndirbúning“, formsins vegna. Upphafsmaður grindarsnúningsvísna, Lárus Salómons- son, hefur tæplega gert sér grein fyrir því sögulega hlut- verki sínu að marka og móta þar með sjálfstæða bók- menntastefnu. í Ijóðakveri sem hann gaf út ungur maður 1930 er hringhenda, með afdrifaríkri kvenkenningu í fyrstu línu og stefnuskránni sjálfri í þeirri síðustu: Hælatinda húsdýrin hafa ómyndarbúning. Þeirra yndis yfirskin er með grindarsnúning. Samkvæmt ströngustu reglum formsins í þessari bók- menntagrein eru síðustu tvær vísurnar hér á undan samt falsaðar og ólögmætar. Orðið grindarsnúningur verður nefnilega að koma fyrir í hverri vísu. Hér er svo rétt kveðin afmælisvísa sem Sigurður Hafstað sendi Bjarna Guðmundssyni sextugum: Allt í lyndi lífs á tind og lokið kindarúning. Með Ijúfri hind og laus við synd leiktu nu grindarsnúning. Guðrún Árnadóttir frá Oddstöðum tók líka þátt í því að yrkja grindarsnúningsvísur: Þá var yndi, þá var synd þurfti grindarsnúning. Hælatinda hrokalind hataði kindarúning. Seinna höfðu viðhorfin breyst og þá kvað Guðrún: Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi og Sigurður Haf- stað sendiráðunautur gerðu sér að íþrótt að nýta þessa stöku sem fyrirmynd að skringilegum hringhendum. Sigurður er Skagfirðingur (,,undan Tindastóli") og fór eitt sinn á ráðstefnu erlendis. Barst honum þá þetta símskeyti í dulmálslykli utanríkisþjónustunnar, frá Bjarna í ráðuneytinu í Reykjavík: Stóli tinda áður und iðkaði kindarúning, fer nú blind' með franska hrund fullur í grindarsnúning. Sigurður svaraði svona: Allt í lyndi lék um stund uns lostug grindarsnúnings hælatindagleðigrund mig glapti án yndirbúnings. Snúnings þindarlausum leik lauk í synd og trega. Hælatindabikkjan bleik brá mér skyndilega. Bjarni kvað enn: Vöktu girndir víðfrægar, voru syndum gerspilltar, hömpuðu yndi á hótelbar hælatindabikkjurnar. Tæmt var yndi, töpuð synd, tregt um grindarsnúning. Hælatinda hryggðarmynd hvarf að kindarúning. ------------- --------------------------- SKYRINGAR: Orðfæri grindarsnúningsvísna getur reynst byrjendum strembið til skilnings. Sigurður Hafstað leitaði á sínum tíma til lögmæts skýranda, Lárusar Salómonssonar, sem hafði óvart hrundið þessum kveðskap af stað. Niðurstöður eru þessar: Hælatindar = háir hælar á kvenskóm. Hælatinda-húsdýr = kvenfólk sem gengur á háhæluð- um skóm. Yndis yfirskin = uppáhalds látalæti, blekkingar. Hér er gefið í skyn, að konum sé almennt ekki treystandi, en helsta töfrabragð kvenna sé grindarsnúningur. Grindarsnúningur = mjaðmavagg, það að vagga sér í lendunum. Ljóðaþók Lárusar með fyrstu grindarsnúningsvísunni er afar fágæt, þó til á Landsbókasafni. Sögur herma að ákveðinn ættingi skáldsins hafi ekki verið nógu ánægður með kveðskapinn og keypt upplagið. 262 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.