Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 26
Y-styrjöldin Árið 1973 var Z felld úr íslensku ritmáli með lagaboði, m.a. vegna þess að hljómaði nákvæmlega eins og S. Með sama hætti telja sumir að Y hafi ekkert að gera í málinu, og fæstir læri að nota það. Deilurnar um Y eru ekki nýjar. Jónas Hallgrímsson skrifaði „Skein ifir Iandi sól á sumarvegi. ..“, og fleiri hundsa stafinn. Um þetta mikla vandamál ritaði Jón Helgason skáld í Kaupmannahöfn í þeim stíl sem hæfir viðfangsefn- inu, og vísaði til málsögunnar: „ ... um leið og y-hljóðið týnist hefst gríðarlegur ruglingur og óvissa um hvar setja skuli stafinn y, og mun því stríði ekki linna fyrr en annaðhvort stafur þessi eða íslenska þjóðin fellur í valinn“. (Jón Helgason: Handritaspjall, Mál og menning 1958). Reykvíkingar: Slæpingjar og sníkjudýr? I doktorsritgerð sinni frá 1926 ber Björn Þórðarson, síðar forsætisráðherra, saman landsbyggðina og höfuðhorgina á fræðilegan hátt og talar enga tæpitungu: „í kauptúnum og kaupstöðum úti um land hefst og síður við slæpingslýður, sem hneig- ist til óknytta. Hann leitar til rýmra og auð- ugra starfssviðs og þá helst til Reykjavíkur, sem einnig er orðin höfuðstaður landsins að því leyti að þangað sækja flestir þeirra, sem eru sníkjudýr á þjóðfélaginu og minnst hirða um, hvort þeir vinna leyfileg eða óleyfileg störf.“ (Björn Þórðarson: Refsivist á íslandi 1761-1925. Revkjavík 1926). SIGTRYGGUR Sl'MONARSON: Til Gunnars Thorsteinssonar Blaðið biður hlutaðeigendur \ elvirðingar ; því að dregist hefur að birta þetta þakkarljót þar til nú. A rnarstöðum Tilefni: „Opið bréf“ í febrúarhefti „Heima er bezt“ 1986. Næstum „sport“ mér ellin er, önd ei „kortast“ friður, en óvíst hvort að upp ég fer, eða í „portið“ — niður! Af því þú ert yngri mér eg mun hinum megin aðeins „doka“ eftir þér og þér kynna veginn. Hlýjar tjáir þakkir þér þráheimskt sálartetur, en eflaust hafa ýmsir, mér, unnið störf sín betur. Mér hefur hrotið margt úr hvoft málvina á fundum, bölvið tvinnað ærið oft, einnig beðið — stundum! Samferðin mun gjarnan góð og glæðast betur kynni. Um okkur kannski íslenzk þjóð yrkir fögur minni. Lof er öllum afar kært, enginn girnist níðið. Af fáu get mig framar stært, ferða búið stríðið. Eftir farin æfistig ég hef hlotið næði. Heima er bezt að halda sig á hollu mataræði. Áhyggjur hef ekki ,,par“ útaf trúarsiðum, en átök verða eflaust þar á efri og neðri sviðum. Því er hinzt ég sigli sjó, í sólarátt — eða hina, ég get þess til að gæfan þó gefi mér leiðsögn — vina! Með afar hástemmt orðapríl, sem ýmsra þjónar notum, atom skálda apastil, iðra hvella skotum. Eg er þjóðar ekki skáld, orðaflóða sóði. Þú mitt óðar þekkir sáld, þökk fyrir ljóðið, góði! 270 Heimuerbezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.