Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1995, Side 32

Heima er bezt - 01.04.1995, Side 32
hvernig við höfðum með eigin at- höfnum misboðið öðrum sálum og dregið þær niður í svaðið. Nú var okkur sýnd ranga málverksins, margt sem við höfðum aðhafst vegna þess að það var hefð og því mættum við gera líkt og svo margir aðrir. Málin snerust um fórnarlömb okkar eða þjóðfélagskerfi, sem heimilaði að við svöluðum eigin fýsnum. Mér er ei unnt að rekja efni þess- ara fyrirlestra í einstökum atriðum en þið, sem þekkið hið ljúfa líf stór- borganna, getið bætt þar ýmsu við. Frá slíkum fyrirlestrum og lýsingum á okkur sjálfum, á þjóðfélagsgrímum jarðlífsins, gátum við aðeins með skömm og sorg í hjarta horfið aftur til klefa okkar til þess að hugleiða þar fortíð okkar og reyna að bæta fyrir hana framvegis. I þessum efnum fengum við mikla hjálp, því að jafnframt villu vegar okkar og afleiðinga hennar var okkur stöðugt beint að veginum til þess að bæta okkur og sigrast á illum óskum í hugarfari okkar og jafnframt hvern- ig við gætum bætt fyrir eigin syndir með því að forða öðrum frá því í tæka tíð að drýgja sömu syndir og við. Þessar fræðslustundir voru ætlaðar til þess að undirbúa okkur undir næsta þróunarskrefið, en þá yrðum við á ný sendir til þess að hjálpa þeim, sem börðust gegn freistingum jarðlífsins. Þegar við hlýddum ekki á fyrir- lestrana, máttum við fara hvert sem við vildum. Það gilti þá aðeins um þá okkar, sem höfðum krafta til þess að ferðast um. Sumir, sem áttu ástvini á jörðu, fóru venjulega þangar í heimsóknir til þess að dvelja óséðir í návist þeirra. Við vorum þó allir varaðir við að dvelja of lengi í freistingum jarðar- innar, þar eð margir okkar ættu erfitt með að standast þær. Þeir okkar, sem höfðu hæfileika og óskuðu að beita þeim, voru látnir „magna" þá sem veikari voru vegna óhófslegs saurlíf- is í jarðiífinu. Þeir voru svo ör- magna, að það einasta, sem hægt var að gera fyrir þá, var að láta þá liggja í dvala í klefum sínum. Við slíka mögnun fengu þeir nokkra hugsvöl- un. Hér verð ég að skýra frá dásam- legu hjálparkerfi fyrir þessa vesælu anda, en því var beitt í þessu húsi vonarinnar. Nokkrir þróaðri andar, gæddir læknisgáfu, ásamt ýmsum öndum á lægri þróunarstigum, hjúkr- uðu þessum aumu þjáningarbræðrum en þama þjáðust allir. Með segulmögnun og öðrum hjálpartækjum, sem þeir réðu yfir, gátu þeir svæft eða leitt í dvala þjáða anda, sem við það gleymdu um sinn þjáningum sínum. Þegar þeir vökn- uðu á ný til þjáninga, höfðu sálir þeirra þó styrkst nokkuð meðan á dásvefninum stóð og voru betur und- ir frekari þjáningar búnar. Með tímanum styrktust þær nokk- uð og voru æ betur undir frekari þjáningar búnar. Smám saman minnkuðu þjáningar þeirra, þroski þeirra óx og þá voru þær hæfar til þess að svæfa eða magna aðrar sálir, sem enn þjáðust. Mér er ógerlegt að gera ykkur Ijósa grein fyrir þessum stað, sem við dvöldumst á, því að þó hann líkist sjúkrahúsum jarðarinnar mikið, var þar ýmislegt frábrugðið, en sá mis- munur minnkar þó smám saman í hlutfalli við þróun og þekkingu jarð- arbúa. A þessum stað var myrkur yfir öllu og ógæfusamir andar gátu ekki bað- að sig í birtu hamingjusamari anda, en það er ástand sálarinnar í anda- heimum, sem ákvarðar myrkur eða birtu umhverfisins. Tilfinningin um myrkur orsakaðist af nærri fullkominni blindu vesælla sálna á ljósið, því að þær höfðu ekki náð slíkum þroska í jarðlífinu, og er það líkt þeim, sem fæddir eru blindir og heyrnarlausir og eru því óvitandi um það, sent þeir þekkja, sem hafa öll skilningarvit í lagi. Ef þessir aumu andar heimsæktu jarðsviðið, sem hæfði betur þroska þeirra, mundu þeir dvelja í myrkri, þó varla svo svörtu að þeir gætu ekki náð sambandi við jarðneskar verur á sama lága þroskastigi og þeir sjálfir, en þeir mundu varla greina jarðarbúa með æðri þróun og alls ekki anda, sem vegna þroska síns höfðu losnað við líkamshjúpinn. Starfandi bræður húss vonarinnar höfðu allir lítil ljós, sem líktust stjörnu og lýstu upp hinn dimma klefa, sem þeir komu í, og veittu alls staðar von þar sem þeir komu. Eg var einn þeirra, sem þjáðist svo í byrjun, að ég lá jafnan sinnulaus í klefa mínum og beið eftir þeirri glætu, sem barst eftir ganginum að klefa mínum. Ég hugleiddi hversu langur tími, reiknaður á jarðarvísu, mundi líða þar til ljósberarnir kæmu aftur. Þó varði það ekki lengi sem ég lá svona hjálparvana. Andstætt þeim öndum, sem bætt höfðu ofdrykkju við aðra lesti, voru skilningarvit mín svo vakandi og ósk mín um betrun of sterk til þess að ég gæti verið lengi í slíku ástandi iðju- leysis. Þegar ég fann, að ég gat skreiðst á fætur, bað ég um að fá einhvern starfa, hversu lítilfjörlegur sem hann væri, ef hann væri aðeins til gagns. Þar eð ég hafði sterkan segulmagn- aðan kraft var ég settur til þess að hjálpa ógæfusömum manni, sem hafði ekki þrótt til þess að hreyfa sig og lá jafnan stynjandi og aumkvaði sig. Vesalings maðurinn hafði aðeins verið þrítugur, þegar hann yfirgaf jarðneska líkamann, en á þessum ferli hafði hann lifað sliku saurlífi, að það hafði dregið hann til dauða, og nú þjáðist hann vegna þeirra mis- notuðu krafta, sem höfðu sturlað sál hans. Hann þjáðist svo að það var mér nær um megn að vera vitni að því. Starf mitt var að gera róandi strokur um líkama hans, en þá fékk hann nokkra fróun, þar til andi mér þróaðri kæmi og setti hann í ástand ómegins. 140 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.