Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1951, Side 3

Æskan - 01.11.1951, Side 3
52. árgangur. Reykjavík, nóv.—des. 1951. 11.—12. tölublað. ♦ Á heilagri jólanótt fæddist frels- ari heimsins. ■— Gnð gaf mönnun- um sinn elskaða son til þess að frelsa þá frá öllu illu og leiða þá inn í ríki Ijóssins og kærleikans. Ef við gleymum þessu, þá eru engin jól, aðeins hátíðahöld; en mi mun- um við þetta og erum minnt á það á jólunum, því jólaguðspjallið er alltaf lesið eins og það er skrifað í öðrum kapítula Lúkasarguðspjalls og jálasálmarnir eru sungnir með fallegu lögunum, sem allir kunna. — Jörðin er stór og fögur með undursamlegum hlutum og himinn- inn er hár og blár og víður. En dásamlegast af öllu er, að okkur var gefinn frels- ari. ■—- Guð eilífur, almáttugur og algóður sendi son sinn frá dýrðarhásætinu, úr himnabústaðnum niður til jarðarinnar. Þar fæddisl hann, sem lítið barn, er lagt var í jötu. — Þið sjáið lmnn, sem lítinn dreng og ungan svein, er þroskaðist að vizku og vexti og náð hjá Guði og mönnum. Einu sinni var lítill drengur, sem bað: Góði Jesú, hjálpaðu mér til að vera eins og þú varst á mínum aldri. Þannig sltuluð þið biðja. ■— I>ið sjá- ið hann, þar sem hann gekk um kring, kenndi og breiddi út faðm sinn og sagði við alla, sem átiu bágt: Komið til mín allir, og ég mun veita yður hvíld. Og við hjarta hans þorna tárin af augum grát- arnli barna. Þeim, sem lifa við á- hyggjur og kviða gefur hann hug- rekki og djörfung og þeim, sem eru óttaslegnir gefur hann frið. Við þá segir hann: Öttast ekki, Guð er með þér. Þið sjáið hann ganga veg kær- leikans allt til enda, þó hann yrði þess vegna að líða þjáningar og dauða á krossinum. Svo birtist hann i upprisuljómanum á páska- dagsmorgun. Hann er upprisan og lífið. Fylgið honum. Jólin koma á hverju ári með birtu og yl, fögnuð og frið, alltaf eitthvað nýtt og fallegt. En þau hverfa í djúp gleymskunnar, eru horfin áður en varir. En eitt er þó stöðugt, frels- ari heimsins er fæddur, þinn frelsari, Jesús Krist- ur. Þetta gefur ykkur heilög jól. Þau gleymast ekki, en búa i hjörtum ykkar þegar þið þroskist og vaxið, er árin líða. Guð gefi ykkur, kæru börn, gle^ileg jól. 103

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.