Æskan - 01.11.1951, Síða 13
Jólablað Æskunnar 1951
svo dimmt og leiðinlegt, að ég varð nærri því hrædd,
og það var hvorki lampi né neilt annað, bara ljótt
tólgarkerti. Og svo var þar lítil telpa, sem ég spurði
hvort hún fengi ekki jólatré. Og hugsið ykkur! Hún
vissi alls elcki, hvað jólatré var. — En mamma sagði
mér, að þetta væri af því, að pabhi hennar væri svo
drykkfeldnr, og stundum þegar liann kemur heim,
þá lemur hann þau. Og svo bað ég mömmu og
spurði, hvort telpan mætti ekki lcoma og vera með
og sjá jólalréð hjá okkur. Og mamma sagði, að það
væru fjölda mörg börn, sem aldrei fengju jólagjaf-
ir, jólagraut eða neitt.
Þá varð ég svo leið.
En nú er ég með í bindindisfélaginu, og við saum-
um og vinnum fyrir fátæku börnin, og ég hef fengið
margar af stallsystrum mínum til þess að vera með.
Ég er núna að hekla blúndu, sem er mjög falleg.
Við ætlum að hafa stóra útsölu eftir jól og jóla-
skennntun, þar sem við syngjum. Og ég er nærri
þvi búin að læra allan sálminn „Fríð er himins
festing hlá“ og „Heims um hól“ og fleiri, þess vegna
verður svo gaman, þegar við förum að ganga í
kringum jólatréð.
Ég hugsa, að ég fái saumastokk í jólagjöf frá
mönnnu og skennntilega bók frá Albert og belti frá
Gústu. En ég veit ekki, livað ég fæ frá pabba. Þið
getið verið viss um, að pabbi er góður við okkur
um jólin.
Við borðum lika jólagraut, og á eftir verð ég svo
syfjuð. En þegar ég vakna aftur, þá er kominn jóla-
dagsmorgun, og svo kemur annar jóladagur, og þá
er ekki langt til nýárs.
En af hverjn geta ekki allir verið glaðir um jólin.
Ég óska þess svo innilega, að Jesús gæfi, að allir
gætu skennnt sér vel. Það er svo yndislegt, að hugsa
um, að það hefur verið svo gaman. Og svo óslca
ég ykkur öllum gleðilegra jóla.
Á ég að segja ykkur, hvað Albert segir?
Hann segir, að á jólanóttina, þegar allir eru hátt-
aðir og farnir að sofa, þá komi englarnir svífandi
niður til jarðarinnar og alls staðar verði skínandi
hjart og fallegt. Stjörnurnar færist nær, og jólaljós
í þúsundatali, og allir, bæði ríkir og fátækir, fá vængi
og eru með englunum, og Jesúbarnið liggur aftur
i jötunni, og við og allir englarnir fljúgum með ljós
í höndum og syngjum svo að heyrist um allan heim:
Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu.
Margrét Jónsdóttir þýddi.
onni og
1, Heima hjá mömmu.
Einu sinni var fátæk ekkja. Hún átti lítinn dreng,
sem kallaður var Nonni. Þeim þótti ósköp vænt
hvoru um annað og undu ævinni svo einstaklega vel
saman.
Einu sinni sagði mamma við Nonna litla: „Nú þarf
ég að segja þér nokkuð, Nonni minn, sem er ósköp
sorglegt. Ég finn, að ég á ekki langt ólifað. Reyndu
nú að vera alltaf góður drengur, segja alltaf satt
og vera ávallt reiðubúinn að hjálpa öllum, mönn-
um og málleysingjum.“
Svo vafði manna drenginn að sér af hinztu kröft-
um og kyssti hann. Litlu siðar lokaði hún augun-
um og leið út af.
Aumingja Nonni litli varð yfirkominn af harmi og
grét og grét. Loksins sofnaði hann, alveg örmagna
og úrvinda. Þá dreymdi hann, að mamma kom til
lians. Hún faðmaði hann og sagði: „Vertu duglegur
drengur, Nonni minn. Ég verð alltaf lijá þér og
hjálpa þér.“
Þegar Nonni vaknaði, fannst honum liann sjá á
eftir mömmu sinni út úr dyrunum. Og liann var
alveg sannfærður um, að mamma hafði verið lijá
honum, og hann varð glaður og hughraustur á ný
og kveið engu.
2. Nonni er einstæðingur.
Nonni vissi samt ekkert, hvað hann átti að gera
af sér. Nú átti hann enga mömmu, og ekki átti
hann heldur neinn pabba né neina vini. sem hann
gæti leitað til. Og hann var svo bláfátækur, að hann
átli ekki nema eina krónu i vasanum. Það var al-
eigan.
En Nonni kveið samt engu. Hann sagði við sjálfan
sig: „Ég fer bara eitlhvað út í viða veröld. Ég er
ungur og heilsugóður, og þó að ég sé fátækur, þá
er guð ríkur, og hann mun gefa mér af nægtum
sinum.“
Svo lagði Nonni af stað. Hann tritlaði eftir göt-
unni, hoppaði yfir lækina og ldöngraðisl yfir hóla
og hæðir.
113