Æskan - 01.11.1951, Blaðsíða 25
Jólablað Æskunnar 1951
LÚÐVÍK: Já herra, ég varð fyrir
slysi og hundurinn minn líka.
KONUNGUR: Fer hundurinn
með yður á veiðar?
LÚÐVlK: Já, hann fylgir mér,
hvar sem ég fer.
KONUNGUR: Og þá hefur hann
auðvitað verið með yður í dag.
LÚÐVÍK: Já, herra minn.
KONUNGUR: Eruð þér alveg viss
um, að piltarnir hafi ekki séð yður?
LÚÐVlK: Enginn sá mig. Ég
hafði vakandi auga á því. Þegar ég
kom út i rjóður eða á bersvæði,
hljóp ég ávallt til hliðar og faldi
mig bak við tré eða stein, meðan
ég gætti vel að, hvort nokkur mað-
ur væri í augsýn. Svo hljóp ég inn
í næsta runna.
KONUNGUR: Þér hljótið að hafa
verið þreyttur af þessu, Lúðvík. Þér
eruð ekki búinn að ná yður eftir
veikina enn þá.
LÚÐVlK: Ég fann, að ég var
ekki fær um að stökkva yfir læk-
inn, svo að ég klifraði niður bakk-
ana og óð svo yfir.
KONUNGUR: Hvilduð þér yður
ekki á leiðinni?
LÚÐVlK: Jú, ég hvíldi mig, og
á einum stað tíndi ég dálítið af
berjum.
KONUNGUR: Komuð þér ekki
með bát niður ána og hér inn á vog-
inn til balca?
LÚÐVlK: Jú, herra minn.
KONUNGUR: Þetta er nóg.
(Pjónninn og Lúövik fara, en
konungnr klappar saman lófunum,
og inn kemur annar j>jónn og lýt-
ur hann konungi.)
Eru piltarnir komnir?
ÞJÓNNINN: Nei, herra minn.
IvONUNGUR: Hvenær er von á
þeim?
ÞJÓNNINN: Eftir hálftíma.
KONUNGUR: Biðjið mæður
þeirra að koma. Ég vil, að þær séu
viðstaddar, þegar prófið fer fram.
ÞJÓNNINN: Svo skal vera, herra.
(Lýtur konungi og fer.)
KONUNGUR (talar hægt við
sjálfan sig): Látum okkur nú sjá.
Haltur maður með haltan liund.
Hlaupspor á bersvæði. Vaðið yfir
læki í stað þess að stökkva yfir þá.
Staðnæmst til þess að tína ber.
III. ÞÁTTUR
(Hálftima síðar. Mæðurnar hiða
aftast í salnum.)
BORGARSTJÓRAFRÚ: Ekkcrt
get ég skilið, hvers vegna piltarnir
voru sendir út í skóg.
KAUPMANNSFRÚ: Ekki ég
heldur. Mér finnst, að konungur-
inn hefði átt að spyrja þá, livað
þeir kynnu. Sonur minn dansar al-
veg yndislega.
BORGARSTJÓRAFRÚ: Ég var
alveg viss um, að hann myndi láta
þá koma á hestbak. Sonur minn er
afbragðs reiðmaður.
KAUPMANNSFRÚ: Hann spyr
þá áreiðanlega um allt svona lagað,
þegar þeir koma til baka (snýr sér
að móður Jóns.) Þér sjáið, kona
góð, að sonur yðar getur sannar-
lega ekki gert sér miklar vonir. Ég
býst ekki við, að hann kunni mik-
ið að dansa.
BÓND AKONAN (dapurlega ):
Nei, frú min.
BORGARSTJÓRAFRÚ: Og þá er
hann víst ekki mikill veiðimaður,
býst ég við.
BÓNDAKONAN (stgnur): Onei,
frú mín.
ANNAR ÞJÓNN (gengur þvers-
um gfir salinn og að herbergisdgr-
125