Æskan - 01.11.1951, Side 14
Jólablað Æskunnar 1951
♦** ♦*♦ ♦*♦ ♦£♦ ♦*♦ «£♦ *^* »*♦ **♦ *^« »*♦ «£♦ *J* ♦£♦ *^* »** *»♦ %* *** *** *^* *** *^* *** *♦“* *♦* *i* *♦* *^* *J
Hvar er tennisboltinn?
Sigga hefur verið að leika tennis. Hún hefur orðið fyrir því
óhappi að tapa tennisboltanum. Hvernig sem hún hefur leitað,
finnur hún hann hvergi. — Getið þið nú hjálpaðAhenni til
að finna boltann. Hann á að vera hér á einhverri blað-
síðunni í þessu blaði. Þeir, sem verða svo heppnir að finna
tennisboltann geta sent afgreiðslu blaðsins rétt svör fyrir 1.
febrúar 1952. Tilgreina verður stað og blaðsíðuna sem hann
finnst á. Fyrir rétt svör verða veitt þrenn verðlaun, sem
verða nýjustu bækur Æskunnar.
Hvað margir finna nú boltann?
,♦♦ ♦*♦ *J» *£♦ ♦*♦ ♦*♦ *J* *♦♦ ♦£♦ ♦*♦ *^* ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦** ♦*♦ ♦*♦ ♦*« ♦*♦ *^* ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦** *J* ♦*♦ »*♦ ♦ J* ♦*♦ ♦*♦ *^*
3. Nonni kemur á bóndabæ.
Þegar Nonni var búinn að vera á ferðinni allan
daginn, kom hann á lílinn bóndabæ. Ilann barði
að dyrum þrjú högg, eins og tíðkast í sveitinni.
Húsmóðirin kom til dyra og sagði: „Komdu sæll,
væni minn“.
„Komdu sæl, sagði Nonni.“
„Hvaðan kemur þú, góði minn?“
„Ég á heima voða langt í burtu“, sagði Nonni.
„Ég er búinn að ganga í allan dag, og mig langar
svo að biðja þig að lofa mér að gista hjá þér í nótt.“
„Það er velkomið“, sagði konan. „Ég neita aldrei
neinum um húsaskjól. Gerðu svo vel að koma inn
með mér.“
Nonni fylgdi lienni inn í baðstofu. Konan færði
honum þvottavatn, sápu og handklæði, svo að hann
gæti þvegið sér í framan og um hendurnar. Síðan
var honum borin spenvolg mjólk að drekka, og hann
fékk harðfisk og egg og brauð og nýstrokkað smjör
að borða.
Mikið leið Nonna litla vel þarna.
114
4. Kisa kemur til sögunnar.
Nonni sá dýr þarna í baðstofunni, sem hann hafði
aldrei séð áður, því að það var ekki til í sveitinni
hans. Það var grábröndótt og kafloðið og mjúkt.
„Hvaða dýr er þetta?“ spurði Nonni.
„Þetta er hún kisa min“, sagði konan.
„Viltu selja mér hana?“ spurði Nonni.
„Það held ég geti verið“, sagði konan.
„Hvað kostar hún?“ spurði Nonni.
„Þú skalt fá hana fyrir eina krónu.“
„Þá ætla ég að kaupa hana, mér þykir hún svo
falleg.“
„Gerðu svo vel“, sagði konan.
Og svo keypti Nonni kisu fyrir krónuna sína.
Hann fékk mjúkt og gott rúm til að sofa í. Þegar
hann var háttaður, las hann allar bænirnar sinar,
og svo sofnaði hann sætt og vært og svaf til morg-
uns. Þá vaknaði hann við það, að sólin var komin
upp. Hann fór á fætur, þvoði sér og burstaði tenn-
urnar, og svo burstaði liann líka fötin sín og skóna
og lauk við að klæða sig.
Nonni var fjarska þrifinn og reglusamur drengur.
Húsmóðirin gaf honum góðan morgunverð. Hann
borðaði og þakkaði henni svo vel fyrir matinn og
gistinguna. Ekki bauð hann neina borgun fyrir greið-
ann, bæði af þvi að hann vissi, að ekki var ætlazt
til þess, og svo átti hann ekki heldur neina aura.
Hann tók nú kisu sína og stakk henni í barm
sinn, þaltkaði enn á ný fyrir sig, kvaddi og hélt svo
af stað.
Hann fór sér ósköp rólega, bæði af þvi að það er
svo erfitt að ganga allan daginn, og svo bar svo
margt nýtt fyrir augu, sem hann þurfti að skoða.
Þar sem vegurinn var góður, tók hann stundum til
fótanna og hljóp sprett og hvíldi sig svo á eftir.
Svona hélt hann áfram allan daginn, og alltaf lcúrði
kisa í barmi hans.
5. Nonni kemur til kóngshallar.
Loks sá Nonni hilla undir stóra og fallega höll.
Hún var mjallhvít, en þakið ljómaði eins og gull
í sólskininu.
Nonni hélt heim til hallarinnar. Blómgarður var
í kringum hana, og þar var líka stór og fallegur
leikvöllur. Lítil stúlka var að leika sér á leikvellin-
um. Nonni heilsaði henni og spurði liana, hver ætli
þessa fallegu höll.
„Hann pabbi á hana, og hann er kóngur hérna“,
svaraði telpan.
„Hvað heitir þú?“ spurði Nonni.
„Ég heiti Dísa“, svaruði telpan,