Æskan - 01.11.1951, Síða 24
Jólablað Æskunnar 1951
I. ÞÁTTUR
RÁÐGJAFI (við þjóninn): Eru
nokkrir komnir úr þorpinu? Kon-
ungurinn var að spyrja um það.
ÞJÓNN: Já, þeir bíða úti.
RÁÐGJAFI: Láttu þá koma inn.
ÞJÓNN (kallar út): Gerið svo vel
að gangainn.
(Borgarstjórafrú og sonur henn-
ar og stórkaupmannsfrú og sonur
hennar koma inn.)
RÁÐGJAFI: Þið hafið komið til
þess að hylla konunginn.
FRÚRNAR: Já, herra minn.
RÁÐGJAFI: Konungurinn óskar
eftir, að synir ykkar verði hér eftir
til kvöldsins.
BORGARSTJÓRAFRÚ: Vilduð
þér vera svo góður, herra ráðgjafi,
að segja oklcur af fyrirætlun kon-
ungsins?
RÁÐGJAFI: Já, frú mín. Kon-
ungurinn er að undirbúa leiðangur
austur í óbyggðir Asíu til þess að
kanna löndin þar. Hann ætlar að
hafa úrvalsmenn í l'örinni. Hann á
aðeins eftir að velja einn mann til
fararinnar.
KAUPMANNSFRÚ: Okkur er
sagt, að þess manns muni bíða
mikil hamingja, sem konungurinn
velur til þessarar ferðar.
RÁÐGJAFI: Svo mun verða, frú
mín. Hann mun verða gerður að
hirðmanni konungs.
BORGARSTJÓRAFRÚ: Ég hélt,
að konungur veldi aðeins tigna
menn og ættstóra að hirð sinni.
RÁÐGJAFI: Svo hefur það verið
hingað til. Þess vegna er þetta ó-
viðjafnanlegt tækifæri fyrir unga
menn úr þorpinu.
BORGARSTJÓRAFRÚ: En
hvernig ætlar konungur að velja
sér förunaut úr hópi þeirra, sem
sækja um starfið.
Prófið.
►*« ►*♦ »*♦ ♦** ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ *?♦ ♦*♦ *?♦ ♦*♦ •*+ »*♦ »*« »*♦ ♦*♦
RÁÐGJAFI: Hver, sem kemur,
verður látinn ganga undir próf, og
prófið sker úr því, hver er hæf-
astur til þessa starfa.
STALLARI (kemur inn): Ráð-
gjafi, konungurinn vill finna þig.
(Ráðhcrrann h'jtur frúnum og
fer. Stallari snýr sér að gestun-
um.)
Konungurinn vill hafa tal af
ylckur eftir litla stund.
(Stallarinn fer, en inn kemur
bóndakona með son sinn.)
BÓNDAKONAN: Ég frétti, að
konunginn vantaði fylgdarmann.
BORGARSTJÓRAFRÚ: Konung-
urinn óskar aðeins eftir sonum
heldri manna.
(lnn kemur konungur, ráðgjafi
og fararstjóri. Þcir nema staðar
fremst í salnum, og frúrnar sjá þá
ekki.)
BÓNDAKONAN (stgnur jmng-
an): Ég býst við að svo sé. En
Jón minn er ágætur piltur. Ég
vildi óska, að konungurinn gæti
séð hann sjálfur.
KAUPMANNSFRÚ (tekur fram
í): Konungurinn vill þá menn eina,
sem hafa á sér höfðingjasnið, eins
og synir okkar hafa.
KONUNGUR (móðgaður): Það
er ósatt.
BORGARSTJÓRAFRÚ og KAUP-
MANNSFRÚ (lúta): Yðar hátign.
KONUNGUR: Það er ósatt, segi
ég-
BÓNDAKONAN: Ég bið yður af-
sökunar, herra minn. Ég vissi elcki,
hvernig þessum málum var háttað.
Komdu Jón.
(Hún smjr við, til þess að fara.)
KONUNGUR: Bíðið þér við, frú
mín góð. Jón sonur yðar skal verða
prófaður ásamt öðrum. Og þið hin-
ar, frúr mínar, skuluð fá að heyra
niðurstöður prófsins, þegar því er
lokið. Verið sælar.
(Konurnar lúta konungi og fara.
Hann snijr sér að ungu mönnun-
um.)
Nú skuluð þið ganga héðan suð-
ur í skóginn og alla leið suður að
ánni. Þar skuluð þið snúa við og
koma heim aftur. Fararstjóri, látið
menn fylgja þeim. Þið, ungu menn,
megið ekki tala orð saman, fyrr en
ég hef séð ykkur aftur. Viljið þið
lofa því?
PILTARNIR: Já herra, við lof-
um því.
KONUNGUR: Gott er það. Nú
eru þeir í umsjá yðar, fararstjóri.
En ég þarf að tala við yður, ráð-
gja«.
(Konungur og ráðgjafi ganga inn
i konungsherbergi, en fararstjóri
fer með piltana út i skóginn.)
II. ÞÁTTUR
(Konungur situr við borð og
horfir á landabréf. Þjónn konungs
kemur inn.)
KONUNGUR: Jæja, hvernig geng-
ur það?
ÞJÓNN: Fanginn er kominn til
baka.
KONUNGUR: Hvaða fangi?
ÞJÓNN: Fanginn, sem var send-
ur út vegna prófsins, herra minn.
KONUNGUR: Hvaða fangi var
sendur?
ÞJÓNN: Hann Lúðvík, sem hef-
ur lengi verið veikur.
KONUNGUR: Já, það var rétt.
Látið hann koma inn.
(Þjónninn fer og kemur aftur
með fangann. Hann er i fangaföt-
um, gcngur fyrir konung og lýtur
honum.)
Ég hef tekið eftir því, að þér er-
uð dálítið haltur, Lúðvík.
hölcu. Hún var orðin uppgefin. Allt í einu hneig hún
aftur á bak og sökk. En kvarðinn og vaðmálsstrang-
124
inn flutu á vatninu, og þau gera það líldega enn,
ef þau hafa ekki sokkið. s. A.