Æskan - 01.11.1951, Page 35
Jólablað Æskunriar 1951
Litli sundkappinn.
Ríkur stórkaupmaður í París gekk sér til skemmt-
unar á Signu-bökkum og hafði með sér hundinn
sinn. Og af því hann langaði til að sjá dýrið neyta
sundkunnáttu sinnar, gerði hann hvei'ja tilraunina á
fætur annarri til þess að siga honum út í ána, en
árangurslaust. Að lokum tók hann í hnakkadrambið
á liundinum og henti honum út í, en hvutli greip
þegar sundið, buslaði góða stund og sneri svo aftur
til sama lands, en þegar hann kom að bakkanum,
komst hann ekki upp úr vegna þess, að bakkinn
var svo hár og brattur. Kaupmaður lagðist því flat-
ur og tevgði sig niður fyrir bakkann og dró dýrið
upp úr, en i sama bili rann veski, er í voru 10 þús-
und lcrónur í seðlurn, úr brjóstvasa hans og livarf
í fljótið. Kaupmaður stóð nú ráðþrota á bakkanum,
því fljótið var svo djúpt þarna, og hann ósyndur.
Við fljótið, skammt ofar, heyrði hann mannamál
og hávaða. Hann fór þangað og varð þess vís, að
þar liöfðu nokkrir menn safnast saman umhverfis
drenglmokka innan við fermingu, er var allsnakinn
og buslaði við fljótsbakkann og kafaði í sífellu eftir
peningum, sem hinir viðstöddu köstuðu út í fljótið.
Kaupmaður notaði þegar tækifærið og bað dreng-
inn að fylgja sér þangað, sem hann hafðí tapað vesk-
inu, og sagðist skyldi borga honum ríkulega, ef hann
kafaði eftir þvi og færði sér það. Drengurinn fór
nú umsvifalaust með kaupmanni, svo og allir þeir,
sem viðstaddir voru.
Kaupmaður benti nú litla kafaranum á staðinn,
þar sem hann hafði misst veskið i fljótið, og var
þar sígandi straumur, en drengurinn stakk sér á
svarta kaf nokkrum metrum neðar og kom svo
upp aftur eftir stutta stund, en allslaus. Litli sund-
maðurinn var nú ekki á því að hætta við svo búið,
og stakk sér á ný, en kaupmaður beið fullur eftir-
vænlingar, eins og reyndar hinir aðrir, er á fljóts-
bakkanum stóðu, og gat þess í hálfgerðum von-
leysisrómi, að tap sitt væri fullar 10 þúsund krón-
ur, ef ekki tækizt að ná í veskið.
Þegar drengurinn eftir þrjár atrennur kom í ljós-
mál, hafði liann veskið i annarri hendi og veifaði
þvi sigri hrósandi.
Kaupmaður varð hinn glaðasti, rétti drengnum 5
krónur með annarri hendi og bjóst til að veita vesk-
inu viðtöku með hinni, og ljúka þannig þessum
merkilegu viðskiptum.
Ástralíusvertingjar
kyrja töfrasöng, áður en
þeir hefja slöngudans.
135