Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1951, Síða 30

Æskan - 01.11.1951, Síða 30
Jólablað Æskunnar 1951 Ljósið í glugganum heitir nýútkomin bók, sem Ii.f. ísafoldar- prentsmiðja gefur út, eftir Margréti Jóns- dóttur, fyrrverandi ritstjóra Æskunnar, sem allir lesendur þessa blaðs kannast vel við. í bók þessari eru 12 smásögur og ævintýri. L’m bók þessa hefur þetta verið ritað: „Margrét hefur fram til þessa einkum ril- að sögur fyrir unglinga. Er rétt að geta þess, að með útkomu þessara sagna kemiir liún inn á nýjar brautir, þar sem eru al- varlegar, en þó skemmtilegar svipmyndir af lifi og örlögum ætlaðar fullorðnum til leslr- ar. Sögurnar eru skrifaðar á óvenjulega fallegu máli, og þó að bver saga sé stutt, þá hafa þær ailar að geyma sinn neista, sem vekur íhugun lijá lesandanum.“ Falleg, teiknuð mynd fylgir hverri sögu. ltagnhildur Ólafsdótlir hefur gert myndirn- ar, og er liún þekkt fyrir iistfengi sína. Þetta er snotur, ódýr og eiguleg bók. Kostar að- eins 25 kr. í bandi. Walt Disney. ÞiS hafið áSur heyrt um Walt Disney, sem býr til liinar skemmti- legu teiknimyndir fyrir börnin, svo sem Mjallhvit, sem þið hafið mörg haft tækifæri til að sjá, að minnsta kosti þið, sem búið í kaupstöðunum. Walt Disney var nýlega á ferðalagi í Kaupmannahöfn og átti þar tal við blaðamenn. Hann sagði þeim, að nýj- asta myndin, sem hann hefði gert, mundi verða sýnd í Evrópu nú um jólin, og væri liún ævintýrið um Lísu 130 í Undralandi. Ævintýrið: „Alice in Wonderland", er eftir enslca skáldið Lewis Carrols, og munu mörg ykkar kannast við það. Aðrar myndir, sem von er á frá Disney, eru myndirnar um Hróa Hött og Pétur Pan. Tilgangur Disney með ferðalaginu til Danmerkur var sá að kynnast af eigin raun endurminningum þeim, sem til eru þar um lif liins heimsfræga skálds H. C. Andersen, með það fyrir augum að gera kvikmynd af lifi hans og ævintýrum. it Uppskerutími. Uppskerutími ýmissa landa er mjög misjafn, og fer það allt eftir því hvar þau eru á hnettinum. Til dæmis skipt- ist hveitiuppskera eftirtalinna landa þannig á mánuði ársins: Janúar: Ástralia, Nýja Sjáland, Burma, Argentina. Febrúar: Indland. Marz: Urugay. Apríl: Egyptaland, Mexico. Maí: Norður-Afríka, Austur- Asía, Florída, Texas. Júní: Suður- Evrópa, Suður-Bandaríkin, Kína, Jap- an. Júlí: Suður-llússland, Norður- P.andaríkin, Kanada, Mið-Evrópa. Ágúst: England, Kanada, Mið-Rúss- land. September: Skotland Skandina- via, Norður-Rússland. Október: NorS- ur-Rússland, Skandinavia. Nóvember: Suður-Afríka, Peru. Desember: Abes- sinia, Eritrea, ítalska Somaliland. ☆ Fleiri hanar. Á Filippseyjum er mikil hænsnarækt. En það sem mörgum finnst einkenni- legt við hana er það, að aldir eru upp fleiri tianar en hænur. Ástæðan er sú, að hanaat er einhver bezta skemmtun landsbúa, eins og nautaat er á Spáni. Felumynd. Kisa er hér, en hvar eru músapabbi og músamamma og mýslingur?

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.