Æskan - 01.11.1951, Side 33
Jólablað Æskunnar 1951
Ferðasagan.
Piltur nokkur var nýkominn lieim
úr fyrstu sjóferð sinni og var að segja
ferðasöguna. Kryddaði hann frásögn-
ina með ýmsu hugmyndaflugi og
sagði meðal annars:
— En skyndilega heyrðum við óg-
urlegan brest, eins og allt ætlaði um
koll að keyra. Við höfðum rekizt með
lieljarkrafti á sjálfa miðjarðarlínuna,
en sem betur fór fundum við smugu
og gátum komizt í gegn.
Amma hans, sem hlustaði á söguna,
liorfði stórum augum á piltinn.
,— En þegar við komum suður fyr-
ir línuna var liitinn svo mikill, að
akkerin bráðnuðu fyrir augunum á
okkur.
— Hamingjan lijálpi okkur, sagði
amma gamla.
— En það einkennilegasta af öllu,
sem ég sá, voru fiskar, sem gátu
flogið.
— Nei, nú skrökvarðu, sagði gamla
konan. Þessu seinasta færðu mig
aldrei til að trúa.
☆
Uppruni Kínatrésins.
Margir hafa haldið, að hið svokall-
aða Kinatré yxi í Kina, en svo er
ekki, heldur vex það í Perú, og það
voru Indíánar, sem voru fyrstir til
að uppgölva, að seyði af berki þess
gat læknað liitaveiki. Þessu leyndu
Indíánar vandlega fyrir öllu hvítu
fólki, sem kom til landsins, þvi þeir
vildu ógjarnan lækna hitaveiki þeirra.
Þessu fór svo fram í um 100 ár. Þá
bar svo við, að greifafrú ein, Anna de
Cinchona, var liættulega veik. Þá gaf
sig fram maður, sem liafði meðferðis
beizkan vökva og hvaðst geta læknað
hana með honum. Til öryggis var
maðurinn sjálfur látinn drekka af
lyfinu áður en sjúklingnum var gefið
það.
Greifafrúin hresstist brátt, launaði
manninum höfðingléga og sendi
undralyfið til Evrópu. Siðan hefur lyf
þetta verið hvítu mönnunum ómiss-
andi, hvar sem þeir hafa verið í
hitabeltinu, og þar með bjargað
milljónum manna frá dauða.
☆
Talið er að lengsta borgarstræti i
heimi sé i Buenos Aires. Húnúmerin
við strætið komast upp í 11000.
Afmælisdagar.
Hér koma afmælisdagar nokkurra
heimsfrægra kvikmyndaleikara:
Anna Sten er fædd 1. des. árið 1910,
Warren Williams 2. des. 1896, Deanna
Durbin 2. des. 1921, Susanne Foster 6.
des. 1911, Douglas Fairhanks 9. dcs.
1917, Dorothy Lamour 10. des. 1914,
Una Merkel 10. des. 1907, Victor Mc.
Laglen 11. des. 1886, Noel Coward 16.
des. 1899, Betty Grable 18. des. 1916,
Dennis Morgan 25. des. 1900 og Mar-
lene Dietrick 27. des. 1912.
☆
Kóngulóin.
Það eru sjálfsagt ekki margir, sem
liafa íhugað það, hvernig kóngulóin
fer að þvi að spinna net sitt milli
tveggja trjáa, þegar lækur er á milli,
sem hún kemst ekki yfir. Þá liagar
liún sér eins og reyndur eðlisfræðing-
ur og af slíkri þolinmæði, að margir
gætu öfundað liana af. Hún spinnur
þráð, ekki einfaldan eins og venju-
lega, heldur tvöfaldan. Festir annan
enda hans i tréð, sem hún er í, lætur
hinn lafa og bíður þess, að lijálpsam-
ur vindgustur feyki honum yfir i hitt
tréð, svo að liann festisl þar. Þegar
þetta hefur gerzt, skundar hún eftir
þræðinum yfir í tréð liinu megin og
festir hann betur í mátulegri hæð.
Siðan tekur liún til við að vefa net
sitt.
133