Æskan - 01.11.1951, Qupperneq 12
Jólablað Æskunnar 1951
satt að segja býst ég ekki við, að ég væri skapbetri
í Pálínu sporum. Je minn einasti. Svona, hertu þig
nú upp, Helga mín. Yið getum engu breytt hvort
sem er.
—- Ég vil breyta því.
Bára hlær og fer að syngja hástöfum „Nú er
frost á Fróni, frýs í æðum blóð“.
— Ekki mætti maður syngja úti á götum i Revkja-
vík, svo að eitt er þó betra við að vera hér, segir
hún.
Afi og Hörður eru komnir heim, og amma hefur
lika skroppið út, á meðan við vorum í burtu.
— Mér gekk betur en ykkur, segir amma bros-
andi. Ég er búin að fara i þrjá staði, á meðan þið
fóruð í einn og kom heim aflur svo hlaðin þakk-
læti og guðsblessun, að ég gat varla risið undir því.
— Yið Helga komum líka með slatta, segir Bára.
•—- Ég vænti þess, segir amma og spyr svo ekki
meira út i það. Nína og Stebbi koma eftir kvöld-
mat, og við fáum að fara út og búa til snjókerlingu,
af því að snjórinn er svo mátulega mjúkur. Við
veltum saman snjónum og hlöðum honum upp eins
hátt og við getum teygt okkur.
— Bíðið þið við, segir Hörður og hlevpur í burtu
og kemur aftur og dregur málarastiga og reisir hann
upp. Svo klifrar hann upp i stigann og heldur áfram
að hlaða úr snjókúlum, sem við réttum honum.
— Nei, lítið þið á. Þetta verður tígulegasta snæ-
drottning, segir Nína. Hörður býr til kórónu á snæ-
drottninguna, og við göngum fram fyrir hana og
hneigjum okkur. Svo búum við til marga litla
dverga, sem halda vörð allt í kringum hana. Afi
kemur út til þess að líta á hjá okkur, og hann lcallar
á ömmu og Báru.
-— Hver stjórnaði þessu verki? spyr afi.
— Hörður gerði það, segjum við Nína báðar í
einu.
— Við gerðum það öll, segir Hörður.
— Annað eins listaverk hefur víst ekki sézt í þessu
plássi, segir Bára.
— Það fær vonandi að standa fram yfir jól, segir
amma og drífur okkur inn og gefur mjólk og fínar
kökur, og allir efu svo glaðir og góðir, af því að
jólin eru að koma.
Mér gengur samt ekki vel að sofna. Ég sé fyrir
mér andlitið á Pálínu í eldhússvælunni, og ég veit,
að Stína og systkyni hennar geta ekki átt gleðileg
jól.
— Hvernig var það, sem Jesús sagði um minnstu
bræðurna? Ég reyni að rifja það upp, en þá kemur
svefninn og tekur mig.
fi
S. OBSTFELDER:
Jólabréf Hildu.
Ég heiti Hilda og á heima við Nýju-götu. Ég er
nú orðin 10 ára. Afmælið mitt var 21. nóvember.
Það er mikið, hvað tíminn er fljótur að líða. Að
hugsa sér, mér finnst ekki langt síðan, að ég var
lítil telpa. Nú er ég í þriðja bekk. Við Matthildur
erum jafngamlar. Við erum vinstúlkur. En i gær
sagði hún, að pabbi sinn væri ríkari heldur en
pabbi minn. Var það ekki Ijótt af henni að segja
þetta?
Þið getið ekki trúað því, hve mikið ég hlakka til
jólanna. f morgun var ég svo ánægð. En svo segir
pabbi, að enn þá séu margir, margir dagar þangað
til. Þegar ég er lögst út af á kvöldin og ætla að
fara að lesa Faðir vor, þá get ég ekki um annað
hugsað en jólin, og allt, sem ég muni fá.
Haldið þið, að það sé satt, að englarnir séu með
og gangi í kringum jólatréð? Það segir pabhi.
Er ekki undarlegt að hugsa sér að Jesús var
þá ósköp lítill, alveg eins og Páll, sem liggur i vögg-
unni, og svo voru þau i fjárhúsi. — Ef ég hefði
verið þar, þá skyldi ég hafa vaggað honum, en liann
átti víst aldrei neina vöggu. Og ég skyldi hafa gefið
honum eitthvað fallegt af jólatrénu, hann var svo
ósköp fátækur.
Það hlýtur að hafa verið hræðilega kalt um há-
vetur og snjór yfir allt.
Mér er kalt stundum, og þá á ég bæði vettlinga
og handskjól. Og svo var þetta um miðja nótt, og
allar stjörnur skinu og ljómuðu svo yndislega, og
þá komu ríku konungarnir og fóru eftir stjörnunni.
Finnst ykkur ekki undarlegt að hugsa um þetla allt.
En þess vegna á öllum að liða vel um jólin, og
allir eiga að fá mörg kerti og gjafir. -— En það er
ekki víst, að öllum líði vel, þvi að nú skal ég segja
ykkur nokkuð. Það var á jólunum í fyrra. Það var
jólatré hjá Maríu frænku, og ég fékk fallegan
saumapoka og margt fleira, og við skemmtum okk-
ur svo vel. En síðan fórum við mamma að heim-
sækja nokkra fátæklinga.
Mamma segir, að öllum eigi að liða vel á jólun-
um og þess vegna fer hún að finna þá. En það var
112