Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1951, Blaðsíða 18

Æskan - 01.11.1951, Blaðsíða 18
Jólablað Æskunnar 1951 RITA HAYWORTH. Kvikmyndaleikkonan Rita Hayworth, er fædd í New York þann 17. október árið 1918. Hún heitir réttu nafni Margarita Cansino og er af frægri dansaraætt. Rita var aðeins sex ára, þegar hún fór að sýna dans opinberlega. Hún var aðeins sextán ára þegar hún lék fyrst í kvikmynd, og síðan hefur frægð hennar jafnt og þétt farið vaxandi. e-o<.!ooq% mikla og langþráöa sýn. Hin heilaga Mekka blasir viö þeim. Inni í miðri Mekka er frægt musteri, og við það stendur skrín eitt, sem nefnist Kaaba. Þetta skrin er annars kúpumyndað, gluggalaust smáhús, þakið með svörtu teppi. Fyrsta skylda pílagrímanna er að bæna sig við Kaaba. Síðan ganga þeir sjö sinnum kringum skrínið, en að lokinni hverri umferð (við enda hvers hrings) lúla þeir niður og kyssa „Svarta steininn“. Steinn þessi er greyptur í skrínið, og fylg- ir lionum sú saga, að erkiengillinn Gabríel liafi látið þennan stein falla af himnum niður í fangið á sjálf- um Abraham. Steinninn er eyddur mjög af kossum hinna trúuðu og svartur af syndum þeirra. Verð- irnir við skrínið taka nú svarta teppið, skera það niður í smátt og selja pílagrímunum, en leggja nýtt teppi á skrínið. 118 Þessu næst ganga pílagrímarnir að Zemzen-hrunni og drekka úr honum. Vatnið úr Zemzen-brunni er mjög beizkt á bragðið, en pílagrímarnir fást ckki um það, enda er vatnið heilagt, og trúa þeir þvi, að það geri þá að góðum mönnum. Leiðin til himna, að sögn Araba, liggur um brunn- inn Zemzen. Hafa því margir steypt sér í liann og látið þar lífið. Næsta skylda pílagrímanna er að lilaupa sjö sinn- um frá einum enda aðalgölunnar til annars. Siðan hefst fórnarmessan á Ararat. Allir pílagrím- arnir safnast saman á fjallinu. Er þar sungin messa og færðar fórnir. Stendur sjálf messan yfir í 2—3 daga. Hver fjölskylda eða fulltrúar hennar slátra einni geit eða kind, guði til dýrðar. Dagarnir líða síðan við söng, át og þakkargjörðir. Eftir fórnar- messuna mega allir sanntrúaðir Múhameðstrúar- menn kalla sig „Hajj“ og hera grænan borða undir höfuðfati sínu til merkis um það. Með fórnarmess- unni á Ararat lýkur svo meginþætti pílagrímsgöng- unnar. Mannfjöldinn tekur að tvístrast á ný, yfirgefa horgina og halda af stað heimleiðis. Mekka þykir einkennileg og fögur á kvöldin, þeg- ar aðeins er tekið að hregða birtu, og pílagrimarnir eru að búa sig af stað. Og fallegt er þá að horfa yfir borgina frá fjallinu Ararat. Þá er sem þúsundir stjarna liafi fallið af himnum ofan, svo skær og fögur eru ljósin frá hinum fjölmörgu musteristurn- um horgarinnar. Margir iiílagrímanna hera einnig Ijós, og þá er ljósahafið einna líkast maurildum i sjó, er mann- fjöldinn þokast liægt og hægt í kvöldhúminu frá horginni út i eyðimörkina. Enginn mælir neitt. Allir ganga hljóðir út úr hinni heilögu borg. En ekki líð- ur á löngu áður en hin djúpa þögn er rofin. Ilávaði og skvaldur tekur völdin. Mesta og dýrmætasta ævin- lýri i lifi Múhameðstrúarmanna er á enda. Og það er hress og reifur hópur, sem heldur heimleiðis frá Mekka. Pilagrimarnir eru léttir i spori, hjörtu þeirra eru glöð. Þeir liafa gert skyldu sína og létt af sér byrð- um synda sinna. V. Júlíusson.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.