Æskan - 01.11.1951, Side 22
Jólablað Æskunnar 1951
Jólablað Æskunnar 1951
hennar var. Um morguninn bjóst hann til brottferð-
ar. Þakkaði hann ekkjunni hið bezta fyrir viðtök-
urnar.
„Ég hef enga peninga til þess að borga þér með“,
sagði hann. „En það, sem ég hef, vil ég gefa þér.
Hið fyrsta, sem þú gerir í dag, skaltu gera allan
daginn.“
Konan skildi ekki, hvað hann átti við með þessu.
En þegar hann var farinn, tók hún kvarðann sinn
og fór að mæla vaðmál, sem hún hafði ofið og var
húin að taka úr vefstólnum.
Ilún tók nú að mæla, og hún mældi og mældi.
Sjötíu — áttatíu — níutíu — hundrað; þetta var
undarlegasti vaðmálsslrangi, sem hún hafði nokk-
urntíma séð. Hversu mikið sem hún mældi af hon-
um, þá rýrnaði hann ekki hið minnsta. Baðstofan
varð full af vaðmáli, svo að hún varð að fara fram
í göng, en ekki sást fyrir endann á vaðmálinu.
Göngin urðu líka full, svo að hún varð að fara
út í varpa. Ilún mældi og mældi, en alltaf lengdist
vaðmálið. Það varð miklu lengra en svo, að hún
gæti mælt það. Ekki vildi hún þó gefast upp, held-
ur mældi hún og mældi allan daginn óaflátanlega.
Undir kvöld fór ríka konan þar framhjá. Þegar
hún sá, hvað ekkjan var að gera, nam hún staðar
og glápti undrandi, því að svona mikið af vaðmáli
liafði aldrei nokkur maður séð.
„Ilvaða undur og ósköp ertu að hafast að?“ spurði
hún.
„Tuttugu og þrír, tuttugu og fjórir tuttugu og
fimm — mæla vaðmál“, sagði ekkjan. Hún var langt
komin með þrettánda hundraðið.
„Hvar i ósköpunum hefur þú fengið allt þetta
vaðmál?“ spurði konan.
„Þrettán og tuttugu, nitján og tuttugu“, sagði
ekkjan. Hún var alveg húin að tapa tölunni, en samt
hélt hún áfram að mæla. „Já, það er von að þú
spyrjir“, sagði hún og mældi og mældi. „Það var
gestur hjá mér í nótt, og þegar hann fór, sagði hann
að ég skyldi allan daginn gera það, sem ég byrjaði
á að morgninum. Ég hef verið að mæla i allan dag,
og vaðmálið virðist vera endalaust.“
„Hamingjan hjálpi mér, mikill dæmalaus heimsk-
ingi var ég að úthýsa honum“, sagði konan. „Hann
kom nefnilega til okkar i gærkvöld. En heillin mín,
ef hann skyldi koma lil þín aftur, þá blessuð sendu
hann heim til mín, fyrst þú hefur nú orðið fyrir
þessu láni.“
Ekkjan sagðist gjarnan skyldi gera það. Hún var
fús að láta ríku konuna njóta þessarar hamingju
líka, þólt hún hefði aldrei þegið neitt af henni.
^'í*'H'v\":*vv*t,v,X*vvvv';,vv*!'v*!'v,!";vvvvvvvvvvv;";,vvvvvv,!"!"í"‘ ^*;*v*I* V V v*;**;* V*t***‘ .'..v..‘./-Ýý.v>ýÝÝý”Ýv'X'vvvvv'X*vvv';vvv'
t
i
X
I
i
I
i
!
I
í
T
l
Í
Í
Í
i
i
i
1
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
I
i
i
i
i
i
i
i
LCJUÍ
]/
en
cli
ngo.
Urslit samnorraenu sundkeppninnar voru tilkynnt þann 1. októbtr s, |,
Sigur Islendinga varð miklu glaesilegri en nokkur þorði að 9!ra sér
vonir um. Islendingar fengu 540.555 stig, og fjórði hver Isl®^dingur
tók þátt í keppninni. — Yngsta stúlkan, sem tók þátt í sundkeppninni
var Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Lundi, Skagafirði, faedd 29. nó*ember
1945. Hún hlaut í verðlaun 50 dollara frá Árna Helgasyni ræáismanni
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir.
í Chicago. Yngsti pilturinn var Nikulás F. Magnússon, Bergþórugötu 14,
í Röykjevík, faeddur 13. október 1945. Hann hlaut í verðlaun íþrótta-
leikfsitg, Elzta konan var Sesselja Þorkelsdóttir, Laugaveg H, fædd 31.
ágúsl 1884, og elzti karlmaðurinn var ]ón Gíslason, Frakkastig 4,
fæddur 1867. — Hér birtast tvaer myndir af yngstu köppunum, sem
lögðu sitt fram til að gera sigur okkar glæsilegan.
Nikulái F_ Magnússon.
■*☆
❖
*
Jt
%
I
i
I
!
X
X
X
X
X
I
^f*x<":**;"^*:".:*.:**:..:.*:*.:.*:”;**:**:**;**;.*;*.;”:*v*:**:**;.*:**:**;.*:**;*v*:**:**:**:*v*:**:**:**:**:.*:**:..:,.i"i,'*'t,*;**x..;..;..;..:..:..;..;..:.*:* ☆
Auðvitað gat ekkjan ekki notað sjálf allt þetta
vaðmál, svo að hún fór til næsta bæjar og fékk liest
og vagn að láni til þess að flytja það í kaupstaðinn.
Það var hvorki meira né minna en í þrjá stóra vagna.
Svona mikið vaðmál hafði aldrei sézt í einu þarna
í kaupstaðnum. Henni gekk þó vel að selja það, og
þegar hún fór heim um kvöldið, átli hún svo milda
*
Cjhciil
Ml'
e9
peninga, að hún gat lifað áhyggjulaust, það sem
eftir var ævinnar.
Ríka konan fór heim til sín. Hún tók nú að um-
turna öllu á heimilinu, svo að hún gæti tekið sem
bezt á móti gestinum, ef hann skyldi bera þar að
garði. En ekki vissi hún fremur en ekkjan, að þetta
var sankti Pétur. Hún ráfaði í eftirvænlingu og
óþreyju um bæinn og þorði varla að bregða sér til
næsta bæjar, liún var svo hrædd um að gesturinn
kæmi á meðan hún var að heiman. Hún var búin
að kaupa sér dálítinn stranga af ljómandi fallegu
vaðmáli. Hún lagði það á vefstólinn og kvarðann
hjá, svo að allt var vel í haginn búið. En einn dag-
urinn leið af öðrum og hver vikan af annarri, og
konan varð örg og óþolinmóð af þvi, að karlfausk-
urinn skvldi ekki geta álpast þangað heim, eins og
hún komst sjálf að orði.
Eitt kvöldið var barið að dyrum. Konan gekk til
dyra og dró úr lokuna. Þar var sankti Pétur kominn
og bað hana gistingar. Ekki stóð nú lengi á því.
Konan lét virðingu sina og vináttu í ljósi með alls
konar hneigingum og beygingum, svo að skringilegt
var á að sjá. Og liún hrúgaði nú á borðið öllu hinu
bezta, sem til var á búinu.
Um morguninn þakkaði hann fyrir sig og bjóst
lil brottferðar.
„Heyrðu góði maður“, sagði konan. „Um daginn,
þegar þú komst til grannkonu minnar, gafst þú
henni ósk. Viltu nú gera svo vel og gefa mér eina.“
Hún hneigði sig og beygði og var hin auðmjúkasta.
„Hvaða ósk var það?“ spurði sankti Pétur.
„Þú sagðir, að hún skyldi mega gera það allan
daginn, sem hún byrjaði á að morgninum.“
„Langar þig til að fá þetta líka, kona góð?“
„Ja, hvort mig langar til þess! Ég hef vaðmálið
og kvarðann til reiðu.“
„Ég verð þá liklega að gera liið sama fyrir þig,
sem ég gerði fyrir liana. Það, sem þú byrjar á, þegar
ég er farinn, skaltu gera allan daginn. En hugsaðu
þig vel um, áður en þú byrjar á starfi.“
Konan hneigði sig margsinnis og þakkaði Pétri
með mörgum, fögrum orðum og var í sjöunda
himni af gleði.
„Nú skal ég þó mæla!“ hugsaði hún. „Hvort ég
skal elcki fá meira en kerlingargarmurinn í kotinu.“
Hún flýtti sér nú inn i bæinn.
Allt í einu mundi hún, að hún hafði gleymt að
dæla upp valni í morgunkaffið. Hún ætlaði að ljúka
því af, svo að hún gæti síðan mælt ótrufluð. Hún
hljóp niður að brunninum og fór að dæla. En hún
gætti þess ekki, að þetta var fyrsta verkið, sem hún
tólc á, eftir að Sankti Pétur fór. Hún varð því að
halda áfram allan daginn, hvort sem lienni líkaði
betur eða verr. Vatnið fossaði fram úr dælunni og
út um allan garðinn. Það hækkaði og hæklcaði eftir
því sem leið á daginn, og konan tók að æpa og
kalla á hjálp, en enginn heyrði til hennar, og líldega
hefði enginn gelað hjálpað henni.
Þegar sólin var að setjast, náði vatnið henni í