Æskan - 01.11.1951, Blaðsíða 16
Jólablað Æskunnar 1951
Eitt einasta sijndar augnablik,
sá agnar punkturinn smár,
oft bregtist í ævilangt eymdarstrik,
sem iðrun oss vekur og tár.
Eitt augnablilc, helgað af himinsins náð
oss hefja til farsældar má,
svo gjörvöll vor framtíð er geistum stráð,
og gæfan ei víkur oss frá.
Eins augnabliks sigur, sé ákvörðun rétt,
oss eilífðarhnossi fær gætt.
Eins augnabliks tjón, það er annað en létt,
vart eilífðin gctur það bætt.
Steingr. Thorsteinsson.
Nonni var hræddur um, að fólkið tæki eftir þessu
stríði hans við kisu. En hann var feginn að sjá, að
allir horfðu á kónginn. Hann var að basla við að
ná heilum hóp af músum úr skegginu á sér, en það
var bæði þykkt og mikið. Loksins sá forsætisráð-
herrann, að hann varð að hjálpa húsbóndanum.
Hann tók tvo gaffla af borðinu og reyndi að raka
mýsnar úr skegginu með þeim. Loksins tókst það,
og kóngurinn var ósköp feginn, þó að ráðherrann
hefði bæði rispað hann og flumbrað með gafflinum.
116
Meðan þetta fór fram, þaufaði Nonni stöðugt við
kisu, en nú fór fólkið að taka eftir því, að þarna
var eitthvað á seyði.
8. Veiðarnar.
Allt í einu tókst kisu að smjúga úr barmi
Nonna, og hún stökk eins og eldibrandur upp á borð
og réðst á mýsnar. Hún hremmdi hverja á fætur
annarri, stútaði þeim og át þær. En hinar flúðu i
ofboði og voru á svipstundu horfnar.
„Húi-ra!“ hrópaði kóngurinn, og öll hirðin ldapp-
aði saman lófunum af fögnuði.
„Þetta var óvænt og stórkostleg hjálp og mikil
blessun fyrir mig og þjóð mina“, sagði kóngurinn.
„En mig langar til að vita, hvei’s konar dýr þessi
dásamlega skepna er.“
„Það er bai’a hún kisa mín“, sagði Nonni.
„Þið eruð bæði góðir gestir“, sagði hann og kyssti
Nonna á vangann og klappaði kisu.
9. Nonni verður mikill maður.
„Viltu selja mér kisu þína“, sagði kóngurinn.
„Nei, ég tírni ekki að selja hana“, sagði Nonni.
„Ég skyldi gefa þér indælan reiðhest og fallegan,
stóran seglbát og mörg, falleg leikföng“, sagði lcóng-
urinn.
„En kisa er vinur minn“, sagði Nonni, „og enginn
selur vin sinn. Ég skyldi gefa þér hana, ef hún
væi’i elcki vinur minn.“
„Þetta er alveg rétt hjá þér“, sagði kóngur. „Góð-
ur vinur er gulli helri. En kannske þú viljir vei’a
vinur minn og eiga heima hjá mér. Þá verður kisa
þín hérna líka hjá okkur og ver okkur öll fyrir
músavarginum."
„Já, það vil ég“, sagði Nonni.
Svona atvikaðist það, að Nonni ólst upp i kóngs-
höllinni. Hann reyndi alltaf að fylgja ráðuixi mömmu
sinnar, og segja alltaf satt og vera góður við allt,
sem lífsanda dregur. Og af þvi að hann var svona
góður drengur, þótti öllum vænt um hann. Ilann
vai’ð stór og sterkur, góður og vitur maður. Og
þegar kóngurinn var orðinn gamall, bað hann Nonna
að stjórna ríkinu.
Loks urðu Nonni og Dísa kóngur og drottning.
Þá sagði Nonni við hana: „Ég hef verið svo mikill
lánsmaður, af þvi að mér hefur alltaf fundizt
mamma vera hjá mér — og hún hefur verið það.“