Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1951, Side 19

Æskan - 01.11.1951, Side 19
Jólablað Æskunnar 1951 Dvergar Dvergar eru oftast greindir, fjörmiklir og ná oft háum aldri. Oft eru þeir vel vaxnir og snotrir, en stundum eru þeir óeðlilega höfuðstórir í saman- burði við annan vöxt. Dvergur við hirð Filippusar 4. Tumi þumall. Svo langt sem sögur ná aftur í forneskju er talað um dverga, það er að segja menn, sem voru langt- um smávaxnari en allur almenningur. Sumar af þess- um sögum eru ævintýri og skáldskapur, svo sem eins og gamla, gríska sögnin um það, þegar Ilera- kles hafði sigrað risann Antaeus, einhvers staðar í norðanverðri Afríku, að þá réðust að honum örsmáir dvergar, sem skutu á hann örvahríð. Minnir þessi saga á aðra, sem miklu síðar var sögð, söguna um ferðir Gullivers i Putalandi. En þelta eru þjóðsögur og ævintýri. Hitt er satt, og flestum kunnugt, að einstöku sinn- um verða börn, sem fæðast af lieilbrigðum og full- vaxta foreldrum, örlítil vexti alla ævi, og eru kölluð dvergar. Nú vita læknar, af hverju þetta stafar, en gengur illa að gera við því. Sem betur fer, eru dvergvaxnir menn mjög sjald- gæfir. En einmitt þess vegna voru þeir mjög eftir- sóttir, líkt og torfengin verzlunarvara, áður fyrr, meðan einvaldir þjóðhöfðingjar réðu lofum og lög- um i mörgum löndum. Þess vegna voru þessir litlu vesalingar oft nefndir „konungsgersemi“. Gömul sögn segir, að Filetas nokkur, sem var bæði kennari og hirðskáld eins hinna egypzku faraóa hafi verið svo smávaxinn, að hann varð að ganga i blýskóm til þess að golan feykti honum ekki um koll. Frænka Ágústusar keisara, sem getið er um í biblíusögunum, komst yfir tvo dverga, og var hvor þeirra 71 sm á hæð. Frægur er enski dvergurinn Jeffery Iludson, sem uppi var á 17. öld. Ilann sagði sjálfur, að þegar hann var átta ára, var hann orðinn tæpir 46 senti- metrar. Þar stóð hann í stað, þangað til hann var þrítugur. Þá byrjaði liann aftur að stækka og varð loks 115 sentimetrar á liæð. Einu sinni liélt hertog- inn af Buckingham veizlu mikla og bauð til hennar sjálfum kónginum, Karli I. og drottningu hans. Þegar veizlan stóð sem hæst, skálmaði dvergurinn Iludson út úr brauðköku einni, sem á borðinu var, og hneigði sig djúpt fyrir hinum konunglegu gest- um! Og við þetta tækifæri gaf hertoginn konungi veslings dverginn, eins og hann væri dauður hlutur. Annars var þessi litli labbakútur mesti ævintýra- hetja. Hann háði tvö einvígi, annað við lieljarstóran hana og hitt við mann nokkurn, og hafði sigur i báðum. Einu sinni tóku Tyrkir hann til fanga, þegar þeir áttu í erjum við Karl kóng, eiganda hans. En þeir skiluðu honum heilum á liúfi aftur heim til Eng- lands, vildu ekki skaða „konungsgersemina“. Þá var Tumi þumall, „hershöfðingi“, frægur dvergur á 19. öld. Hann giftist amerískri konu, sem var 5 sm hærri en hann. Annar var Richeburg nokk- ur, sem var 59 sm á hæð, og varð níræður að aldri. Þegar styrjöldin milli Frakka og Þjóðverja geisaði 1871, fór hjúkrunarkona nokkur með liann, útbúinn sem kornbarn i gegnum fylkingar óvinanna og faldi i fötum hans mikilvæg skilaboð. Risar eru venjulega ógreindir og ná ekki háum aldri. Dvergar eru aftur á móti oftast greindir, fjör- miklir og ná oft háum aldri. Oft eru þeir vel vaxnir og snotrir, en stundum eru þeir óeðlilega liöfuð- stórir i samanburði við annan vöxt. 119

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.