Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1951, Blaðsíða 8

Æskan - 01.11.1951, Blaðsíða 8
Jólablað Æskunnar 1951 ólmast og gelta frammi í bænum, en enginn kom upp á gluggann. Börnin voru orðin óróleg út af þessum undarlega atburði og ekki laust við að einhver geigur væri kominn í huga þeirra, og jafnvel fullorðna fólkið var orðið órótt, þó að það léti ekki á þvi bera. „Viltu ekki ganga fram, Grímur minn, og gæta að, hvort þú verður var við nokkuð óvenjulegt, og reyndu að þagga niður í hundunum.“ Grímur var fús til þess, og Björn litli bauðst til að fara með honum. Hann vildi sýna það, að hann væri ekki hræddur við að fara fram í myrkrið. En þó var hann nú samt hálfsmeykur við þessi læti í hundunum. Eftir litla stund komu þeir Grímur og Björn aftur inn. „Hvað var þetta? Hvað var þetta?“ spurði fólkið, sem inni var. „Það voru útigangsjálkarnir hans Jóns gamla í Hlíð. Þeir stóðu á hlaðinu“, sagði Grimur. „Ójá, karlinn hefur ekki haft fyrir þvi að talca þá í hús fyrir jólin. Mér sýndist þó um daginn, þegar ég gekk fram hjá þeim hérna norður á móunum, að þeir væru ekki færir um að ganga lengur, því að þeir voru þá bæði magrir og hungraðir.“ Það var húsbóndinn, sem sagði þetta. 108 „Það eru jólagestirnir“, sagði Ingvar aftur og hin börnin tóku undir það. „Villu ekki hýsa þá í nólt, pabbi minn, og gefa þeim, fyrst að það er jólanóttin. Jesús vill, að þeim líði vel eins og okkur, á jólunum.“ Hinir krakkarnir fylgdu Ingvari bróður sínum að málum og liorfðu bæuaraugum til föður síns. „Lálið ekki svona krakkar. Ilvað ætli ég fari að hýsa og gefa hestunum hans Jóns gamla i Hlið. Hann hefur nóg hey að gefa þeim. Þetta er aðeins gamall og ljótur vani hjá honum að láta hesta sina ganga úti langt fram á vetur.“ „Jú gerðu það, pabbi“, báðu börnin öll i einu. „Við getum ekki hugsað til þess, að hestarnir standi kaldir og svangir undir hænum í nótt, á sjálfa jóla- nóttina, þegar öllum mönnum og skepnum á að líða vel.“ „Látið þið ekki svona og verið þið hæg. Við skul- um athuga þetta. Hvað eru hestarnir margir, Grím- ur?“ „Þeir eru þrír“, svaraði hann. „Er hægt að koma þremur hestum inn i hesthúsið, ef þrengt væri að mínum hestum.“ „Já, þeir geta staðið þar i öllu falli. En það þarf að setja slá á milli, svo að heimahestarnir slái þá ekki, eða reki þá frá stallinum, þegar þeim er gefið.“ „Já, þetta er líklega rétt hjá þér. Viltu gera svo vel að hregða þér í einhver utanyfir föt og láta hest- ana inn og gefa þeim. Björn getur farið með þér og hjálpað þér til, ef hestarnir verða óþægir að fara inn i ókunnugt hús.“ Grímur játaði þessu, en með semningi. Hélt, að hestarnir gætu verið úti þessa nótt sem aðrir hestar. Björn var ánægður að fara með Grími til þess að taka á móti jólagestunum. Eftir nokkurn tíma komu þeir aftur. Það hafði gengið vel að koma þeim inn. Og Björn sagði systkinum sínum langa sögu um það, hvað hestarnir hefðu verið svangir og kaldir og hvað þeir voru gráðugir í lieyið, sem Grímur bar fram í stallinn úr hlöðunni. Hestarnir liöfðu hámað það í sig, svo að það var auðséð, að þeir voru hungraðir. Svo sagði hann þeim frá veðrinu. Það væri svo vont, að það væri ekki nema fyrir hraustustu karlmenn að vera úti. Nú var gengið til hvílu á Felli. Börnin slökktu á kertunum sínum og létu bækurnar, sem þau fengu í jólagjöf, undir koddann. Sum voru þegar búin að lesa þær, en önnur voru ekki nema rúmlega byrjuð á þeim. Ljósið á lampanum var ekki slökkt. Það var venja að láta lifa Ijós á jólanóttina.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.