Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1951, Side 29

Æskan - 01.11.1951, Side 29
Jólablað Æskunnar 1951 ÍWVWWVww Skóli í Kína. 1 Iíína er það siður, að börnin fari í skólann klukkan níu á morgnana og séu þar í 8 klukkutíma. Það er erfitt námið í kínversku skólunum. Það erfiðasta og margbrotnasta af því öllu saman er þó skriftin, því að kínverska skriftin er noltkurs konar myndir eða tákn, er svara aðeins að vissu leyti til bók- stafanna okkar. Kínversku börnin nota ekki penna við skriftina, heldur verða þau að mála táknin með pensli og bleki. Kínverski drengurinn verður að byrja að mála stafina eða táknin áður en hann byrjar skólagöng- una, því að hann verður að geta skrifað 5000 tákn í skólalok, eða þegar hann tekur fullnaðarpróf úr barnaskólanum. Ivinversku stúlkurnar liafa það ekki eins erfitt, því að i Ivína liefur það verið álitinn óþarfi, fram að þessum tíma, að konurnar séu eins menntaðar og karlmenn. Þannig hefur það verið þar i landi um aldaraðir. Kínversku börnin nota pensil viá skriftina. Fyrsti skóladagur barnanna er bæði skrítinn og skemmtilegur, og mjög er liann frábrugðinn ykkar fyrsta slcóladegi, því að það er ýmislegt skrítið, sem börnin verða að gera áður en sjálf kennslan getur bafist. Meðal annars verða þau að geta smakkað á blekinu sinu. Þetta finnst ykkur víst ótrúlegt, því að ef þið gerðuð slíkt, yrði kennarinn reiður, en kínverska blekið er nú líka allt öðruvísi en blekið okkar. Það er mjög gott á bragðið, og svo er það ekki fljótandi lögur. Það er búið til sem smátöflur eða líkt og vatnslitakökur. Efnið, sem notað er í það, er viðarkol og liarpis, og saman við þetta er svo blandað hunangi. Það er ekkert látið i kínverska blekið, sem ekki er óliætt að borða. Hvernig skyldu nú börnin i Kína borða blekið sitt? Þau dýfa penslinum sínum í vatn og hræra dálítið upp i blekkökunni og sleikja síðan pensilinn. Þetta gera þau til þess að sýna, að nú eigi þau að fara að menntast. Þegar þetta er um garð gengið, lætur kennarinn öll börnin standa upp og hneigja sig fyrir mynd Konfúcíusar. En í hverri skólastofu í Kína hangir mynd hans. Konfúcius var mjög vitur Ivínverji, sem var uppi fyrir mörg hundruð árum. Börnunum er þannig raðað i skólastofunni, að yngstu börnin eru látin sitja fremst og svo koll af kolli, þannig að elstu börnin og jafnframt þau stærstu sitja aftast, og er þetta gert til þess að þau sjái öll vel til kennarans, þvi að börnunum er þar elcki skipt í deildir eftir aldri eins og við þekkjum. Það er oft hávaðasamt í skólanum. Kennarinn verður oft að hrópa hátt, svo að börnin taki eftir þvi, sem hann hefur að segja. Þar mega börnin tala og lirópa eins og þau lystir, þvi að ef þau gerðu það ekki, myndi kennarinn halda að þau væru veik. Á skólagöngu sinni verða börnin að læra mest- allt utanbókar, og af því að þau þylja þetta allt upphátt, verður vitanlega mikill hávaði. Þegar þau hafa lesið um stund þannig, lætur kennarinn þau hafa lexíuna aftur upp eftir sér, og á þennan hátt festa þau hana í minni. Gömlu kínversku bækurnar eru öðruvísi útlits en bækurnar okkar, vegna þess, að þær eru skrifaðar með táknum og eru lesnar frá hægri til vinstri, eða alveg öfugt við það, sem okkar bækur eru. Þetta er nú skrítið, en samt er það satt, að svona er skólinn í Kína. VALA 129

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.