Æskan - 01.11.1951, Blaðsíða 26
Jólablað Æskunnar 1951
um konungs og lýkur þeim upp):
Þeir eru komnir, herra minn.
(Konungur og ráðgjufar koma
fram í salinn, en að utan kemur
fararstjóri með umsækjendurna.
Konungur sezt í dómarasætið.)
KONUNGUR: Þá mun ég nú
prófa umsækjendurna. Fararstjóri,
látið hinn fyrsta koma.
(Fararstjóri leiðir fram kaup-
mannssoninn.)
Jæja, sonur sæll. Hvað sáuð þér
á ferð yðar?
KAUPMANNSSONUR (hissa og
ruglaður): Ég sá mörg tré, fjölda
af trjám.
KONUNGUR: Sáuð þér ekkert
nema tré?
KAUPMANNSSONUR: Nei, ekk-
ert nema tré, herra minn.
KONUNGUR: Ég þarf ekki þjón-
ustu yðar. Þér megið fara.
KAUPMANNSFRÚ: Ó, yðar há-
tign. Ef þér aðeins gætuð séð, hvað
hans dansar yndislega.
KONUNGUR: Ég hef ekkert að
gera með dansandi förunaut. Látið
þann næsta koma, fararstjóri.
(Fararstjóri lciðir fram son
borgarstjóra.)
KONUNGUR: Jæja, sonur sæll,
hvað sáuð þér i skóginum?
BORGARSTJÓRASONUR (rugl-
aður): Ég sá tré og runna, herra
minn.
KONUNGUR: Ekkert annað?
BORGARSTJÓRASONUR: Nei
herra.
KONUNGUR: Ég þarf ekki á yð-
ur að halda, þér megið fara.
BORGARSTJÓRAFRÚ: Ó, að þér
fengjuð að sjá hann á hestbaki.
Hann er alveg hreint eins og kóngs-
sonur.
KONUNGUR (lætur sem hann
heyri ekki): Fararstjóri, látið hinn
síðasta koma.
(Fararstjóri leiðir Jón fram.)
Jæja, sonur sæll, hvað sáuð þér
í skóginum?
JÓN: Ég sá, að maður hafði far-
ið suður eftir skóginum á undan
okkur.
KONUNGUR: Hvernig vissuð þér
það, drengur ininn. Sáuð þér hann?
JÓN: Nei, en ég sá sporin eftir
hann. Hann var haltur á vinstra
fæti.
KONUNGUR: Hvernig vissuð þér
það?
JÓN: Sporin eftir hægri fótinn
voru dýpri. Hundurinn hans var
líka haltur.
KONUNGUR: Hafði hann hund?
JÓN: Já herra. Og hundurinn
var árciðanlega haltur, því að eitt
af sporunum hans var svo grunnt,
að það sást varla.
KONUNGUR: Röktuð þér sporin
eftir manninn og hundinn?
JÓN: Já, ég ralcti þau alla leið
suður að ánni. Það voru spor eftir
J)á í grasi, leirflögum, sandi, á
klettum og í lygnu vatni. Ég er
viss um, að hann hefur farið Jjarna
um stuttu á undan okkur, ekki
meira en hálfum klukkutíma.
KONUNGUR: Af hverju dragið
þér það?
JÓN: Stráin liöfðu ekki rétt sig
við í sporunum. Spor í leirflögum
voru ekki orðin full af vatni. Það
var heldur ekki fokið í spor í sand-
inum, þrátt fyrir goluna.
KONUNGUR: En hvernig gátuð
þér vitað, að þeir voru nýbúnir að
ganga yfir ldetta og lygnt valn?
JÓN: Klettarnir voru rakir og
vatnið gruggugt.
KONUNGUR: Mjög gott, ágætt.
JÓN: Ég held að J)etta hafi verið
góður maður.
KONUNGUR: Góður maður, ekki
gátuð J)ér séð J)að á sporunum.
JÓN: Nei, en ég sá, að hundur-
inn hans hafði lagzt við fætur
hans, hvenær sem hann nam staðar.
KONUNGUR: Hann gat vel haft
hundinn í bandi og haldið honum
hjá sér.
JÓN: Nei, herra minn. Ekki að
minnsta kosti meðan hann var að
tína berin.
KONUNGUR: Svo hann tíndi ber.
JÓN: Já, J>að sá ég fyrir víst. Ég
sá líka, að hann var mjög þreytt-
ur, eða J)á mjög lasburða.
KONUNGUR: Hvað er til marks
um það?
JÓN: Hann klifraði niður baklc-
ann og óð yfir lækinn, sem auðvelt
hefði þó verið að stökkva yfir.
KONUNGUR: Prófinu er lolcið.