Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1951, Side 11

Æskan - 01.11.1951, Side 11
Jólablað Æskunnar 1951 um á snjónum að leita sér að einkverju æti. En uppi á kirkjuturni sitja þrír hrafnar og ræða saman af miklum ákafa. — Droltinn minn dýri, segir Bára allt i einu upp úr þurru. Munur væri nú að ganga um uppljómaðar göturnar i Reykjavík og horfa í húðargluggana. — Mér þykir gott að vera liérna. — Blessað sveitasaldeysið, segir Bára hlæjandi, og nú erum við að komast heim að Grimshúsi. Stjáni er að moka snjóinn frá dyrunum, en Stína stend- ur og horfir á. — Hvað viljið þið? segir Stjáni, þegar hann sér okkur. — Við ællum að finna hana mömmu ykkar, segir Bára. — Hún er inni, segir Stína og opnar hurðina fyrir okkur. Það leggur engan bökunarilm á móti okkur, heldur vonda lykt eins og áður. Eldhúsið er fullt af gufu, og við rétt grillum i Pálínu, þar sem liún stendur við þvottahalann og hamast við að þvo. ■—- Ilvað er ykkur á höndum? segir hún án þess að liætla að þvo. — Við erum með sendingu frá skólastjórafrúnni. segir Bára. — Frá skólastjórafrúnni, tekur Pálína upp eftir henni. Er hún orðin of fín til þess að koma sjálf inn i kotin? — Ilún er lasin, segir Bára. — Jæja, segir Pálína. Það eru ekki allir, sem geta veitt sér þann munað, svona rélt fyrir jólin. — Má ég taka upp úr töskunni? segir Stína. — Þið getið lálið það hérna á horðshornið, segir Pálína og ýtir burt óhreinum matarílátum og snýr sér svo aftur að þvottinum. Það heyrast óp og óhljóð úr herberginu, þar sem litlu krakkarnir eru lokaðir inni. — Á ég að opna? Þau eru að verða vitlaus, segir Stína og lítur til dyranna. — Láttu það ógert, segir Pálína, nema þig langi til að sýna þessum fínu dömum, hvað það er jóla- legt hjá okkur. Bára og Stína taka upp úr töskunni og raða pok- unum á borðið, en ég stend fram við dyr og held báðum höndum utan um kjólinn. — Ég gæti kannske hjálpað þér eitthvað, ef ég kæmi seinna í kvöld, segir Bára við Pálínu. — Nei, þú getur ekkert hjálpað mér. Ég kæri mig ekki um, að það sé verið að snuðra i kringum mig, segir Pálína. — Jæja, við skulum þá flýta okkur í hurtu, segir Bára. En hvað er þetta, ætlarðu ekki að fá henni Stínu kjólinn? Pálína réttir sig upp frá þvottabalanum og lítur á mig og segir: — Þú þarft ekki að vera feimin að sýna gamla kjólinn þinn. Okkur hérna hregður ekki við. — Ilann er ekki gamall, segi ég og rétti liann í áttina til Stínu. Hún kemur og tekur við honum og fer að rifa utan af honum bréfið. En ég get ekki heðið eftir að sjá, hvernig hann fer henni. Ég hleyp út án þess að kveðja, svo að enginn sjái tárin, sem brjólast fram, hvernig sem ég reyni að slilla mig. Bára kemur hlaupandi á eftir mér og vingsar tómri töskunni. Hún réttir mér hlýja höndina, og mér þykir gott að láta leiða mig. — Ég sagði kerlingunni, að mér fyndist óþarfi af henni að vera að særa þig, þó að liún ætti erfitt, segir Bára. —- Það gerir ekkert til. Ég er alls ekki að gráta af því. Ég vil láta jólin koma til allra. — Ekki liefði ég neitt á móti því, segir Bára, og 111

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.