Æskan - 01.11.1951, Síða 17
Jólablað Æskunnar 1951
Mekka, hin heilaga borg Múhameðstrúarmanna
Mekka er ein elzta borg Arabíu. Hún varð
snemma á öldum mikil verzlunarborg og borg
guðsdýrkunar. En á seinustu öldum hefur verzlun
hennar hnignað mjög, og i dag lifa íbúar hennar
(um 80 000) einkum á þvi, að selja pilagrimum mat
og minjagripi, sem þeir framleiða í stórum stíl.
Síðan á dögum Múhameðs, hins mikla spámanns,
hefur Mekka verið talin heilög borg, enda fæddist
Múhameð þar. Talið er, að um 210 milljónir manna
víðs vegar um allan heim, bæni sig, byggi hús sín
og kirkjur og grafi hina dauðu gegnt Mekka.
Aðeins Múhameðstrúarmönnum er leyft að koma
inn í sjálfa borgina. Ýmsir ferðamenn og ævintýra-
menn hafa þó komizt inn fyrir borgarmúrana. Og
hafa þeir þannig i leyfisleysi getað fylgzt með loka-
þætti pílagrimsgöngu þúsundanna, sem árlega heim-
sækja hina helgu borg.
Mekka stendur á milli hæða nokkurrra, í heldur
ófrjóum dal. Geysihiti er alla jafna á þessum slóð-
um, og er borgin þvi oft rykug og óhrein, en þegar
flóðatími er í dalnum fyllast götur hinnar helgu
borgar af valni. Um 100 þúsund pílagrimar heim-
sækja Mekka árlega. Það er talin mjög sérkennileg
og tilkomumikil sjón, að sjá þennan hvitklædda
mannfjölda, hljóðan og lotningarfullan, þokast hæg-
um skrefum eftir gulum, sólheitum söndum hinnar
arabisku eyðimerkur, á leið sinni lil hinnar heilögu
borgar.
Á ferá í sandauðninni.
Arabar halda þvi fram, að hásæti Guðs á himn-
um sé beint uppi yfir Mekka. Bænir pílagrímanna
fara því beinustu leið til drottins. Þess vegna fara
allir Múhameðslrúarmenn, sem gela komið þvi við,
einu sinni á ári eða einu sinni á ævinni til Mekka.
Þegar pilagrímarnir flykkjast til hinnar helgu borg-
ar, má sjá langar, langar raðir af úlföldum, ösnum,
bílum og fólgangandi fólki í hæðadrögum borgar-
innar. Á siðari árum hafa pílagrímarnir getað ferð-
ast með járnbraut, en þó ekki alla leið til borgar-
innar. Það mega þeir ekki gera. Seinasta spölinn
verða allir að ganga. Skammt frá borginni er án-
ingarstaður eða eins konar markalína. Þar verða
pílagrímarnir að stanza, skilja eftir fararskjóta sinn
eða farartæki, þvo sér og skipta um föt. Þegar þeir
liafa baðað sig, snyrt hár sitt og neglur, fara þeir í
sérstakan búning. Nefnist hann „Ihram“ og er hann
settur saman úr tveim hvitum dúkum. Öðrum dúkn-
um vefja þeir utan um sig að neðan og hinn leggja
þeir yfir herðarnar. Meðan Múhameðstrúarmaður
klæðist „Ihram“ má hann ekki klippa hár sitt eða
skegg, ekki eiga i þrætum eða illdeilum við neinn,
og ekki má hann drepa neitt kvikt eða lifandi, eklci
einu sinni flugu.
Nú, þegar pílagrímarnir hafa klæðzt þessum
skrúða sínum, halda þeir af stað, þögulir og fullir
eftirvæntingar, unz hersingin kemur að horninu
mikla. Þar beygja þeir af, og opnast þeim þá hin
Aningarstaáur á sandöldu.
117