Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1951, Page 7

Æskan - 01.11.1951, Page 7
Jólablað Æskunnar 1951 að segja sínar kökur heldur fáar, en hann huggaði sig við það, að næsta ár á jólunum mundi hann fá 5 kökur, því að þá yrði húið að ferma hann, og þá yrði hann talinn með fullorðna fólkinu. Efsta kakan á hverjum diski var með fangamarki eða nafni þess manns, sem átti diskinn. Þegar allir diskarnir voru tilbúnir, lagði mamma þeirra stórt, fallegt kerti ofan á efstu kökurnar, og þá voru diskarnir tilbúnir og krakkarnir máttu bera þá inn. Fyrst áttu þau að hera inn diskana handa pabba og mömmu, og svo handa vinnufólkinu og svo sein- ast sína eigin diska. Börnin tóku diskana og fóru með þá inn, en þau þurftu að ganga gætilega, svo að elcki dytti niður á leiðinni, þvi háfermið var svo mikið, það gerði laufabrauðið. En þetta gekk nú allt vel og slysalaust, nema kert- ið hans Grims vinnumanns valt niður af diskinum hjá Ingvari litla. En það kom ekki að sök, því það brotnaði ekki teljandi, og Grímur mundi ekki reka augun i það. Hann mundi hugsa meira um matinn og fara að gæða sér á honum. Og sú varð lika raunin á. Þegar búið var að horða jólamatinn, komu jóla- gjafirnar. Það fór eins og börnin hafði grunað. Þau fengu hækur. Það var góður fengur að fá þær. Björn litli fékk eina Bennabókina og Birna eina Æskuhókina hans Norðra, Börnin á Svörtu Tjörnum, og þau Ingvar og Ásta sína Æskuhókina hvort. Þegar þau voru búin að skoða bækurnar hvert hjá öðru og jólagjafir fólksins, þvi allir fengu ein- hverja jólagjöf, kveiktu þau á kertunum sínum, settust á rúmin sín og fóru að lesa í bókunum sín- um. Við það ætluðu þau að una, þar til farið yrði að drekka kaffið. En það yrði ekki gert fyrr en húið væri með fjósverkin. Kvöldið leið. Börnin skemmtu sér vel. Það var húið að drekka kaffið og átti að fara að hátta. En nú þutu hund- arnir frammi í bænum upp með gelti og liávaða. Fólkið leit hvert á annað undrandi spurnaraug- um. Hvað gat þetta verið? Enginn gat verið á ferð núna, komið fast að háttatíma, og á sjálfa jóla- nóttina. „Það er jólagesturinn“, kallaði Ingvar litli og leit til systkina sinna hróðugur yfir því, að hann skyldi fyrstur hafa skilið það, liver væri að lcoma. „Já, auðvitað er það jólagesturinn“, sögðu hörn- in öll í einu. „Það er enginn jólagestur á ferð“, sagði faðir Kalda í jötu lagt var lítið barn —- lífi varpað út á tímans hjarn —. i*i Enn þá næðir kuldi, fýkur fönn, finnast margir sárir dags í önn. >: j; Lýsir geisli lítinn hvarm og brár, Ij tjósin verma, græða, þerra tár. jj Þegar barnið finnur ást og yl, jj undur er þá gott að vera til. Strýkur móðir lwikan, Ijósan lokk, Ij litla liönd og fingur, rauðan sokk. il Þú, sem vakir hljóð, um barnið býrð, ji brosir. — Frjálst er vor í sinni dýrð —. j j H H jj Sjáið barnsins glaða, létta leik, •j Ijúfar ósldr vaka á hugans kveik: jj fægður leggur, lítil hörpuskel, lukkusleinar, blóm um grund og mel. H ■>: jj Litlu börnin hlýja vekja von, jj U vermda, faðir, dóttur þína og son. !j jj Meðan heilög haldin eru jól, jj jj húmið víkur fyrir bjartri sól. j j Skúli Þorsteinsson. j j þeirra, „En ef það er einhver ferðamaður, kemur hann upp á glugga og guðar þar. Enginn ber að dyrum á þessum tíma.“ Það leið lítil stund. Hundarnir héldu áfram að

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.