Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1951, Side 36

Æskan - 01.11.1951, Side 36
Jólablað Æskunnar 1951 Roskin kona, mjög feit og gildvaxin var úti me'ð kjölturakkann sinn. Þau Jmrftu bæði að viðra sig og fá ferskt loft. Seppi varð svo fjörugur og hress, að hann sleit sig lausan og hljóp og hringsnerist i hundakúnstum og kát- ínu. Konan varð dauðhrædd um, að liún mundi tapa honum og kallaði á strák, sem stóð skammt frá og horfði á seppa: — Heyrðu, drengur minn, ég skal gefa þér krónu ef þú hleypur fyrir mig eftir hundinum! — Þakka yður fyrir frú, en ég held, að ég hafi miklu meira gaman af að sjá yður sjálfa hlaupa eftir honum! ☆ Jónsi litli, sex ára stubhur, var hróð- ugur mjög. — Mamma mín, sagði liann, ég þótt- isl vera póstur og lét bréf í hvern einasta bréfakassa í öllum húsunum í allri götunni. — Hvaða rugl er i þér blessað barn, segir móðir hans. Iivar fékkstu öll þessi bréf? — Bréfin, sagði Jónsi litli, þau fann ég í kommóðuskúffunni þinni. Það var \afið rauðu bandi utan urn þau. ☆ Skoti (við Ástralíumann): Mér er sagt, að það sé álitlegur hópur af Skotum i Ástralíu nú orðið. Ástralíumaðurinn: Jú, það er tals- vcrt slangur af þeim, en versta plágan í Ástralíu er nú samt sem áður kan- inurnar. ☆ Fjögra ára snáði er í lieimspekileg- um hugleiðingum og segir við mömmu sína: — Mamma, þegar ég er orðinn guð, þá ætla ég að sitja uppi í himninum og renna niður spotta og veiða marga stráka og draga þá svo upp og gera þá að englum og leika mér að þeim. ☆ Kennari (við dreng á fermingar- aldri): „Hvað færðu mikið i vexti af 10 krónum, ef þú lætur þær liggja i banka í þrjú ár gegn 4Vti% vöxtum á ári hverju?" Nemandinn hugsar sig um. Kennarinn: „Hvers vegna reiknarðu ekki drengur?“ Nemandinn: „Ég lield bara, að það borgi sig ekki að vera að reikna út annað eins smáskítti og þetta.“ ☆ Maðurinn: Ég lief ekkert sofið. Kött- urinn var að skrölta uppi á lofti 1 alla nótt. Ég þyrfti að fá einhvcrjar pillur. Konan: Handa þér eða kettinum? ☆ Dóri: Blessaður, hafðu ekki orð á því, sem ég var að segja þér. Það er leyndarmál, sem ég hef lofað að þegja yfir. Siggi: Mikil ósköp, ég skal vera eins þagmælskur og þú. ☆ Kennarinn : Hver var í vondu skapi, þegar glataði sonurinn kom heim? Palli: Alikálfurinn. En allt í einu kemur einn hinna viðstöddu til skjalanna, grípur um þá hönd drengsins, er á vesk- inu hélt og spyr kaupmann allsnúðugt, hvort hann sé svo ónærgætinn, að greiða drengnum slíka smá- muni fyrir svo verðmæta aðstoð. Kaupmaður varð hvumsa við og hugsaði sig um og fannst manninum ekki koma málið beinlínis við. En „slettirekan“ beið ekki boðanna, hrifsaði vesk- ið af litla sundkappanum og kastaði því út í fljótið aftur, svo að það sökk samstundis. Kaupmaðurinn féll í stafi af hryggð og gremju yfir þessu fólskuverki. En þá sneri maðurinn sér að kaupmanni og spurði hann, hve mikið hann vildi borga drengnum, ef hann væri fáanlegur til þess að leggja líf sitt i hættu á nýjan leik og ná i veskið. Kaupmaður kvaðst skyldi borga það sómasam- lega. En maðurinn brást illur við og kvaðst verða að fara fram á skýr svör fyrir drengsins hönd. „Og úr því þú kallar 5 krónur „ríkulega“ borg- 136 un, þá er víst næsta erfitt að vita hvað þú kallar „sómasamlegt endurgjald“,“ sagði maðurinn. „Þess vegna sting ég upp á, að við bindum það fastmæl- um, að þú greiðir drengnum tíunda part af fjár- hæðinni.“ Kaupmanni fannst þetta allþungur kostur, nöldr- aði sitt af hverju um ósanngirni, og samþykkti svo uppástunguna. Að þvi búnu henti litli sundkappinn sér út í fljót- ið og gerði margar vasklegar tilraunir til að ná vesk- inu af árbotninum tafarlaust og tókst það. Að því húnu hélt flokkurinn þangað, sem sund- kappinn álii heima, og þar borgaði kaupmaðurinn bláfátækum foreldrum hans eitt þúsund krónur i blautum bankaseðlum —, en því má ekki gleyma, að það var „slettirekunni“ að þakka.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.