Æskan - 01.11.1951, Side 32
Jólablað Æskunnar 1951
og við svo búið fór ókunni mað-
urinn með húfuna. En er liann
var bak og burt, kom brauðsölu-
stúlkan óð og uppvæg og krafðist
þess, að kaupmaðurinn tæki seð-
ilinn og endurgreiddi sér hann,
þar eð liann væri falsaður. Kaup-
maðurinn sá, að hún hafði rétt
að mæla, gerði sem hún beiddi
og borgaði henni seðilinn með
öðrum tíukrónuseðli.
Hve mikið skaðaðist kaupmað-
urinn á viðskiptum þessum?
2. Hve lengi er snigill að skríða upp
20 feta háa stöng, þegar hann
skríður 5 fet uppeftir henni á
hverjum degi, en sígur niður um
4 fet á hverri nóttu?
3. Maður nokkur sagðist hafa verið
barn \í hluta ævi sinnar, ung-
lingur Ys og miðaldra maður %.
Siðustu 13 árin kvaðst hann telja
sig gamalmenni.
Hve gamall var hann?
4. Leiðin frá Reykjavík til Keflavík-
ur er um það bil 50 km löng.
Einu sinni fór bíll frá Reykjavík
ki. 11.30 áleiðis til Keflavíkur og
ók með 35 km hraða á klukku-
stund. Á leiðinni suður mætti
hann öðrum bíi, sem fór frá
Keflavík stundarfjórðungi síðar
en hinn fór frá Reykjavik, og
ók sá bíll með 45 km hraða að
jafnaði á klukkustund.
Hvor þeirra var nær Reykjavík,
er þeir mættust?
Svar er að finna á bls. 134.
☆
Hversu gamlir eru þeir?
Faðirinn er átta sinum eldri en son-
urinn. Eftir 6 ár verður hann fjórum
sinnum eldri og eftir 27 ár helmingi
eldri en sonurinn.
Hversu gamlir eru feðgarnir?
Svar er að finna á bls. 134.
132
Hvað voru hænurnar margar?
Bæjarkona nokkur, sem kom i heim-
sókn upp i sveit, spurði bóndakonu
nokkra, hve margar hænur liún ætti.
Bóndakonan svaraði: „Þegar ég gaf
þeim í morgun og þær komu allar
hlaupandi, sá ég eina hænu fyrir
framan tvær hænur, eina hænu fyrir
aftan tvær hænur og eina hænu milli
tveggja hæna.“
Hversu margar átti hún?
Svör er að finna á bls. 134.
☆
Getur þú svaraá.
Leggið 10 fimmeyringa i röð á borð
og færið þá siðan saman, hvern ofan
á annan, tvo og tvo.
Hver fimmeyringur, sem færður er,
verður að fiytjast yfir tvo fimmeyr-
inga, en má ekki fara yfir fleiri en
tvo.
Svar er að finna á bls. 134.
☆
Jól í Fœ reyjum.
Hér kemur smá kvæði um jólin.
Hey, hey, hey, dansa, dansa, deiga,
ey, ey, ey, ei tú mást teg meiða,
tita títt og stfg um stund,
iitli sveinur Iftla sprund!
Dansa, dansa, deiga!
Ryðgaáa járnið.
Bóndi nokkur fann eitt sinn ryðg-
aðan járnbút úti á akri. Hann hirti
járnið og bar það heim í smiðju.
Járnið sá spegilfagran plóg við hlið-
ina á sér. Því þótti mikill munur á
sér og plóginum og sagði:
„Það er aumt að sjá, hvernig ég lit
út. Það er munur að sjá þig. Hvernig
ferð þú að því að vera svona spegil-
fagur?“
„Ég varð svona fágaður úti á akr-
inum“, sagði plógurinn.
„Það er skrítið", sagði járnbútur-
inn. „Þar hef ég einmitt verið líka,
og þó sér ekki í mig fyrir ryði.“
„Hvernig getur staðið á þessu? Því
oftar, sem ég kem út á akurinn, þvi
meira gljáir á mig. Ég er alltaf spegil-
fagur, þegar ég er nýkominn þaðan.
En heyrðu mér, hvað varst þú að gera
úti á akri?“
„Ekki nokkurn skapaðan hlut“,
sagði ryðgaða járnið. „Ég bara lá
þar.“
„Þá skal mig ekki furða. Þú hefur
ryðgað af iðjuleysi. Ég hef unnið og
plægt jörðina. Þess vegna er ég svona
spegilfagur. Ef ég hefði legið í leti og
iðjuleysi, þá væri ég sjálfsagt alveg
eins ljótur og ryðbrunninn og þú ert.“
☆
Sjálfvirkt manntafl.
Sjálfvirkt manntafl var fundið upp
í Vin fyrir aldamótin 1800. Hugvits-
maðurinn hét Wolfgang Tempel. Við
taflborðið sat gervimaður, sem tefldi
við livern sem var og sigraði alla.
Meistaraverkið var í því fólgið, að
afburðataflmanni var svo haganlega
komið fyrir inni í borðinu, sem tafl-
ið stóð á, að engan grunaði neina
hrekki. Hann hafði — menn vita ekki
hvernig — auga með því, sem fram
fór á taflborðinu og gat lireyft hend-
ur gervimannsins.
Napoleon mikli tefldi við þennan
fræga gervimann árið 1808 — og tap-
aði.
Taflið var flutt víða um lieim og
aflaði eigandanum mikils fjár. — Það
brann í eldsvoða árið 1864. Engum
hefur enn þá tekizt að ráða í, hvernig
það var gert eða smiða eftirlíkingu
þess.