Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1951, Qupperneq 20

Æskan - 01.11.1951, Qupperneq 20
Jólablað Æskunnar 1951 „Ég skal vaka hjá þér í alla nótt og lesa fyrir þig, mamma mín“, sagði Tumi litli. „Guð blessi þig, stúfurinn minn“, sagði mamma. „Farðu nú að kveikja á kertunum, því að jólin eru komin.“ Tumi kveikti á kertunum. Svo tíndi hann saman allt, sem hann fann af hlýjum fötum, og breiddi ofan á mömmu sína og hlúði að henni sem bezt hann gat, því að það var óttalega kalt. „Er þér ósköp illt, mamma mín?“ spurði hann. „Onei, mér líður bara vel, góði minn. Og nú skul- um við láta liggja vel á okkur. Allir eiga að vera glaðir á jólunum. Nú skulum við biðja guð, sem gaf okkur jólin og alla þá blessun og frið, sem þau hafa fært okkur.“ „Góði guð, sendu engla þína til okkar með gleði og birtu jólanna. Hjálp þín er ávallt næst, þegar neyðin er stærst.“ Tumi litli færði stólinn sinn að rúminu hennar, tók biblíuna og fór að lesa. Þegar hann var búinn að lesa söguna um fæðingu Jesú, lokaði hann bók- inni, lét svo augun aftur og opnaði hana blindandi til þess að vita, hvaða sögu hann hitli á. Svo opnaði hann augun og fór að lesa þar, sem bókin hafði opnazt. Það var sagan um Elías spámann, þegar hann dvaldi við lækinn Krít, og hrafnarnir færðu honum mat. Tumi las söguna aftur og aftur. Loks sofnaði hann og fór að dreyma. Honum þótti sem hann væri staddur á iðgrænum lækjarbaldca. Hann lá þar á bakinu og horfði upp í bláan og heiðan himininn. Langt í burlu sá hann dökkan díl. Þessi díll hreyfð- ist niður á við og kom nær og nær. Það var hrafn. Hann sá greinilega, hvernig hrafninn blakaði vængj- u..um, þangað til hann sveiflaði sér niður til Tuma og lét stórt stykki af ilmandi, steiktu kjöti falla í lófa hans. Við þetta vaknaði Tumi. En hvers konar ógur- legur hávaði var þetta? Húskofinn skalf og nötraði eins og hann væri að hrynja. Ein gluggarúðan var sprungin, og þar hafði snjórinn þyrlazt inn, svo að það var kominn dálílill skafl á teppið, sem var ofan á mömmu Tuma. Hann flýtti sér að klessa snjó í sprunguna. Svo tók hann teppið, fór með það fram 120 í anddyrið og burslaði af því. Síðan breiddi hann það aftur yfir mömmu sína og settist svo aftur út í hornið sitt. Og hann gat ekki annað en liugsað um vandræðin og bágindin. „Ég vildi óska að ég ætti eitthvað gott að gefa mömmu til að borða, þegar hún vaknar. Ilún er svo ósköp veik“, andvarpaði hann. „Hvers vegna skyldi guð ckki senda okkur eitt- hvað af gæðum sínum og nægtum? Mamma bað liann þó í gærkvöld að gefa okkur eitthvað reglu- lega gott og senda engil með það til okkar, en í stað þess sendir hann okkur snjó. En það getur ekki verið. Hann hlýtur að senda olckur eitthvað. Kann- ske hann ætli að senda hrafnana með mat til okkar, eins og til spámannsins. Ég ætla að biðja hann eins vel og ég get.“ „Himneski faðir, sendu hrafnana með einhvern mat handa okkur. Algóði faðir, gerðu það eins fljótt og þú getur.“ Hann horfði til himins og varir hans titruðu. Allt í einu kom honum nýtt í hug. — Hvar gátu hrafn- arnir komist inn í húsið? Hann varð að fara og opna fyrir þeim. Og Tumi var aldrei að tvínóna við það, sem hann ætlaði sér. Hann hljóp fram að hurðinni og opnaði hana á viða gátt. Bylurinn hvein úti og þeytti ís- köldum snjókornum framan í hann. En nú verðum við að bregða okkur í heimsókn til prestsins í þorpinu til þess að við getum áttað okkur á framhaldi sögunnar. Presturinn var ungur maður og nýtekinn við emb- ætti sínu. Ilann hafði aldrei flutt jólaprédikun. Og nú langaði hann til að flytja reglulega góða og hríf- andi jólaræðu yfir sóknarhörnum sínum. Ilann vaknaði klukkan sex um morguninn, klæddi sig í skyndi og settist við skrifhorðið sitt. Hann las

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.