Æskan - 01.07.1965, Síða 12
FRA UNGLINGAREGLUNNI
Áfengis- og tóbaksnotkun
er mjög skaðleg heilsu manna og aíar kostnaðarsöm,
auk þess veldur áfengisneyzla ótal slysum og alls
konar böli. í tóbakinu er eitur, sem heitir nikótín,
og í áfenginu er líka eitur, sem heitir alkóhól. Ung-
lingar, sem byrja að reykja, verða gamlir og skorpn-
ir í útliti strax meðan þeir eru ungir. Margt fólk
byrjar að drekka af því að það heldur, að það sé
fínt og að það skemmti sér betur, þegar það fer út
að skemmta sér, en ekkert af þessu er rétt, það verð-
ur bara sjálfu sér til skammar og öðrum til leiðinda.
Sóley Halla Þórhallsdóttir
Ég vona bara að hætt verði að selja vín, svo aldrei
sjáist fullur maður oftar. Og íullorðna fólkið ætti
að vera fyrirmynd unglinganna í því og nota aldrei
hvorki tóbak né áfengi.
Sóley Halla Þórhallsdóttir, II ára,
Suðureyri, Súgandafirði.
Áfengismál.
Nærri því á hverjum degi ber-
ast fréttir af slysförum, og oft er
tekið fram, að áfengi hafi verið
orsökin. — Þau eru mjög mörg um-
ferðarslysin sem verða af ölvun við
akstur. Margir bíða bana í slysum
þessum og aðrir verða örkumla-
menn. Ógæfa einstaklinga og hrun
heimila verða afleiðingarnar. —
Fjöldi sjómanna hefur farizt við
bryggjur, er þeir hafa ætlað um
borð í skip sín, vegna þess að þeir
hafa verið of ölvaðir til þess að
geta stjórnað hreyfingum sínum.
Því miður má halda svona upp-
talningu áfram. Dæmin eru svo
ótal mörg úr okkar litla þjóðfé-
lagi.
Á vegum íslenzka ríkisins er rek-
in einkasala með áfenga drykki.
Þessir áfengu drykkir eru seldir
um allt land. Á hverju ári er selt
áfengi fyrir hundruð milljóna, og
ríkið fær ágóðann af sölunni. Það
er hörmulegt til þess að vita, að
áfengissalan eykst frá ári til árs,
og jafnt ungir sem gamlir neyta
áfengis. Mikið er talað um áfengis-
og tóbaksnotkun unglinga, og
blöðin segja ljótar fréttir af
skemmtistöðum, þar sem ungling-
arnir setja svip á skemmtanirnar
með drykkjulátum og slarki alls
konar. Oft er spurt um það, hvers
vegna ástandið sé svona slæmt.
Svörin eru margvísleg, en ekki
virðist vera auðvelt að finna rétta
svarið. Að minnsta kosti er ástand-
ið ekki gott, og lítur ekki út fyrir
að fara batnandi, þrátt fyrir alls
konar bindindissamtök og alls kon-
ar ráðstafanir til þess að koma í
veg fyrir hin eyðileggjandi áhrif
áfengisins. Víða sér maður ung-
linga, sem drekka sig ölóða á
skemmtunum og á almannafæri.
Þó haldið sé uppi fræðslustarfsemi
í bindindisfélögum og skólum, eru
það alltaf margir, sem venja sig á
áfengisnotkun á unga aldri. Mál-
tækið segir: „Það ungur nemur,
gamall temur.“ Þeir, sem byrja
ungir á því að reykja og drekka,
virðast eiga erfitt með að hætta.
Getur það verið, að fullorðna fólk-
ið eigi sök á þessu með fordæmi
sínu? Það heyrist stundum, að ung-
ir menn þurfi að drekka í sig kjark,
svo að þeir geti „verið menn með
mönnum". Ég held, að unga fólk-
ið athugi ekki nógu vel aðvaranir
þeirra, sem gefa góðar ráðlegging-
ar í þessum efnum. Það er stund-
um gert grín að „stúkupostulum“,
sem leggja mikið á sig til þess að
leiða unga fólkinu fyrir sjónir, hve
hættulegt það er að gefa sig á vald
alls konar óreglu, og hvaða afleið-
ingar það getur haft.
Við eigum að virða það fólk
mikils, sem vill leiðbeina okkur,
og vera þeim þakklát, sem vara
okkur við hættunum. Ef við vituni
um hætturnar, getum við íorðast
slysin.
Það er ógæfa ungs fólks að venja
sig á óreglu alls konar, og það er
eitthvert mesta slysið, að byrja
nokkurn tíma á neyzlu áfengis.
Edda Ragnarsdóttir.
228