Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1965, Page 36

Æskan - 01.07.1965, Page 36
H. C. ANDERSEN; LJÓTI andarunginn. Myndir eftir (í)Air Þcer óskuðu henni til hamingju. Litli, undarlegi unginn gleymdi því, að hann átti að fela sig bak við mömmu sína, og gekk fáein skref áfram. Andamamma ýtti honum aftur til baka, en það var of seint. Hænurnar höfðu séð hann. „Sjáðu andarungann þarna,“ sagði önnur. „Hann er fádæma stór eftir aldri!“ „Já, og ekki eins laglegur og hinir,“ sagði hin hænan. Andamömmu leizt ekki á biikuna. „Það er nú ekki allt fengið með fríðleikanum!“ flýtti hún sér að segja, og ýtti aftur við unganum með vængnum. Andamamma ýtti honum aftur fyrir. En það bætti ekki lir skák, því að þessi undarlegi ungi gaf nú hljóð úr horni. „Hvers vegna hrintir þú mér, mamma?“ hrópaði hann hárri röddu. Andamamma flýtti sér í burtu með hópinn sinn, en hænurnar héldu áfram að hvískra sín á milli. „Móa!“ vældi undarlega barnið, „hvað áttu þær við með því að segja, að ég væri ekki fallegur?“ En andamamma svaraði ekki, því hún var í þungum þönkum. „Hann er allt öðruvísi en hinir,“ sagði hún við sjálfa sig.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.