Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 5
TCMI
°9
kennslu
konnn
Þ að var einu sinni kennslukona, seni hélt skóla. Heldur var hún undarleg, ]>ví að
lienni Jrótti ekki aðeins vænt um iðnu og ])ægu börnin, lieldur var henni iika vel
við þau óþægari og þau, sem ekki voru sérlega iðin. Annars liefði lienni aldrei
getað ])ótt vænt um hann Tuma, en það þótti henni nú samt.
Þegar Tumi var 6 ára, ákváðu foreldrar hans að setja hann í skóla, því að hann
var farinn að verða nokkuð mikiil fyrir sér heima. Barnfóstran fylgdi honum fyrsta
daginn að skóladyrunum. Inn fyrir vildi liann ekki láta fylgja sér, því að hann vissi vel,
að liinir drengirnir komu harnfóstrulausir, og þá mundu þcir hlæja að honum. Fyrir
utan skóladyrnar fannst Tuma mikið koma til sín, þóttist bæði stór og knár, en er inn
var komið, fannst honum lrann verða svo undarlega lítill, að liann hefði helzt kosið að
snúa sér til veggjar úti i einhverju horninu, til þess að komast hjá forvitniaugunum,
sem störðu á hann úr öllum áttum. Þegar hann kom inn í bekkinn, var hann látinn
setjast bjá tveimur drengjum, sem voru nokkru eldi'i en liann, og tveimur litlum stúlk-
um. Önnur þeirra, Gústa, dóttir lyfsalans, var eins og hann komin í fyrsta skipti í skól-
ann þann dag. Kennslukonan skrifaði upp fyrir þau tölur á spjöldin þeirra, og Tumi
sagði í hálfuin hljóðum, að liann gæti skrifað tölur upp að tíu. „Það er lireint ágætt,“
sagði kennslukonan, „en það er æfingin, sem skapar meistarann. Nú skulum við sjá,
hvcrt ykkar fimm getur skrifað fallegasta tölustafi.“
Tumi tók nú með ákefð til starfa. Hann hallaði undir flatt og rak tungubroddinn
út i annað munnvikið, cins og hann var vanur, er hann herti sig. Hann hafði nú fljótt
lokið sínu af og langaði til að lijálpa Gústu litlu, sem alltaf skrifaði þrjá öfugt, en
hann þorði það ekki fyrir hinum drengjunum.
Svo kom kennslukonan og leit á hjá þeim. Hún hrósaði tölustöfunum hans Tuma,
en sagði, að þeir gætu reyndar staðið betur, þvi að það væri líkast þvi, að þeir væru
úti i stórviðri. Af þessu urðu báðir stóru drengirnir vitlausir að lilæja, en Tumi varð
svo sneyptur, að hann drúpti höfði svo mjög, að hann rak ennið í horðið.
„Nú, nú, þarna skælir hann!“ sagði annar drengjanna. Það vildi Tumi ekki láta
ásannast.
„Ég er ekkert að skæla," sagði hann og setti upp hörkusvip.
„Vertu ekki að þessu, Áki litli,“ sagði kennslulconan. „Ertu búinn að gleyma þvi,
að þú máttir til að skrifa núll í heila viku, fyrst eftir að þú komst í skólann, af þvi
að ]>au urðu alltaf eins og bollur í laginu?"
Nú varð aftur skellililátur, og Tumi hafði að fullu og öllu náð sér aftur.
{ fríminútunum liélt liann sig mest að Gústu. Hún var feimin eins og liann og þótti
vænt um að mega standa lijá honum. En þegar hann dró upp úr vasa sinum fullan
bréfpolta af brjóstsykri og gaf henni lúkurnar fullar, fór fjöldi af skólasystkinum
þeirra að umkringja þau, og liöfðu þau öll góða lyst á brjóstsyliri.
„Þið megið fá allt saman,“ sagði Tumi í gjafmildi sinni og lagði örlátlega i lófa
allra, sem réttu fram höndina, unz hann liafði ekkert eflir sjálfur. En marga vini vann
hann sér. Og þegar kallað var í börnin inn aftur, gekk Tumi yfir skólablettinn, upplits-
djarfur og glaður, og hafði lagt liandlegginn yfir axlirnar á öðrum dreng.
Það var nú fyrsta daginn, sem Tumi var feiminn. Feimnin fór brátt af lionum, en
þvi miður varð lærdómsákafinn lienni samferða. Það fór að verða fullerfitt nð skrifa
spjaldið fullt einu sinni á undan frimínútunum, en fyrst gat hann vel gert það tvisvar
á sama tima. Þar á móti óx kunningsskapurinn við hin börnin á hverjum degi, og það
var alltaf nóg umtalsefni á reiðum höndum að livislast á við sessunautana. Það hefðu
víst komið enn færri tölur á spjaldið, ef kennslukonan hefði ekki liaft þessi dæmalausu
augu. Tumi mætti augnaráðinu hennar i livert sinn, er hann allra sizt vildi, að liún sæi
til hans; enda sögðu börnin, að hún liefði augu í hnakkanum, og það sagði liún jafnvel
sjálf. Tuma þótti vcrst að vita ekki, livort það var sagt i gamni eða alvöru. Spyrja
265