Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 12

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 12
ann XI. júlí síðastliðinn voru liðin tuttugu ár frá því einn merkasti þáttur ís- lenzkrar samgöngusögu, og sá nýjasti, hófst. Þann dag var lagt upp í fyrsta millilanda- flugið á flugvél í eigu Flúg- félags íslands af Katalínagerð og flogið frá Reykjavík til Skollands. Flugferðin tók þá rúma sex tíma. Flugstjóri var Jóhannes R. Snorrason og far- þegar í þessari fyrstu flugferð voru fjórir. Það ár urðu far' þegarnir í millilandaflugi Flug' félags íslands 56, en á síða^' liðnu ári fluttu vélar félagsiu8 í millilandaflugi 42.481 farþeg8- Nú tuttugu árum eftir þennan merka atburð lenda flugvélat Flugfélags íslands ellefu sinn' um í viku í Kaupmannahöfn> fimmtán sinnum í GIasgo"r> þrisvar í viku í Osló og tvisv»r í Bergen og á Vogey í FæreyJ' um. Daginn eftir að Peggotty hafði hughreyst mig með þess- ari yfirlýsingu, kom Spenlow til mín, þar sem ég var að skrifa í skrifstofunni og mælti: „Á föstudaginn kemur er afmælið hennar dóttur minn- ar, herra Copperfield, og við mundum hafa mikla ánægju af, að þér vilduð koma út á landsetur mitt þann dag og skreppa með okkur út í skóg.“ Ég varð himinlifandi og þakkaði honum fyrir þetta í mesta fáti. Ekki hef ég hugmynd um, hvernig næstu dagarnir liðu, en ég fór tafarlaust að búa mig undir ferðina. Ég keypti mér hærri og stífari flibba en ég hafði áður séð og stígvél, sem voru allt of þröng mér. Handa Dóru keypti ég körfu fulla af knöllum og stóran blómvönd. Körfuna sendi ég daginn áður, en blómvöndinn fór ég sjálfur með. Ég leigði mér fallegan, gráan hest, og ég held, að ég hafi verið reglulega myndarlegur maður, þegar ég hleypti heim að landsetri Spenlows. Ég hitti Dóru í garðinum ásamt vinstúlku hennar, sem hét ungfrú Mills, rétti henni þar blómvöndinn og óskaði henni til hamingju, um leið og ég hneigði mig feimnis- lega. Dóra þakkaði mér mjög kurteislega fyrir, talaði um, hve blómin væru yndisleg og lét Jip þefa af þeim. En Jip vildi ekki sjá þau. Hann hnerraði fyrst tvisvar sinn- um, og síðan glefsaði hann í þau. „Hana nú, Jip, ... ætlarðu ekki að vera kurteis og hætta að bíta sundur fallegu blómin mín?“ sagði Dóra og gaf hundinum selbita í nefið. Ó, hvað hún gerði þetta yndislega! Dóra sagði mér, að ungfrú Murdstone væri farin í brúðkaupið hans bróður síns og kæmi ekki aftur fyrr en eftir hálfan mánuð. „Finnst yður ekki unaðslegt, að við skulum vera laus við bannsetta kerlinguna?" spurði hún. Ég anzaði glaðlega, að allt, sem henni fyndist unaðs- legt, væri líka unaður í mínum augum. Okkur leið ágætlega þarna í garðinum, og ungfrú Mills hafði engin truflandi áhrif á mig í allri þessari gleðivímu. Hún virtist öllu fremur nálægja okkur Dóru og gerði allt, sem hún gat, til þess að við kynntufflst sem bezt. Þó að hún væri ekki nema tvítug, hafði hu° lent í því að trúlofast, og þar sem sú trúlofun hafði far' ið út um þúfur, vildi hún nú reyna að stuðla að því, öðrum tækist betur en henni hafði sjálfri tekizt. Þegar við höfðum verið tímakorn í garðinum, koi'1 Spenlow og sagði, að nú yrðum við að fara að búa okk*11 undir skógarförina, og síðan fórum við inn í húsið. Skömmu síðar var lagt af stað í vagni. Spenlow og ungfrú Mills sátu í aftursætinu, og aItC* spænis þeim sátu þau Dóra og Jip. Ég reið Grána mínum þeim megin við vagninn, se{íl Dóra var. Augu okkar mættust í sífellu, og ég var alveS í sjöunda himni. Þetta var unaðsleg för, og ég var alltaf að hlakka * þess, að við fjögur yrðum nú ein í skóginum. Ég vat þess vegna mjög gramur, þegar við hittum heilan b°P af fólki, og einkum var það ungur maður með i'aljtt kjálkaskegg, sem ég fékk mestu andstyggð á. Hann dró athygli allra að sér, þegar við ætluðurn * fara að borða, fyrir þá sök, að hann þóttist geta b*1’ til salat — sem auðvitað var ekkert nema mont. En samt bjó hann nú salatið til, og allir brögðuð*1 því — Dóra meira að segja líka. Ég var sárgramur og lét sem ég sæi Dóru ekki, me®a' við vorum að borða, og að lokinni máltíð gekk ég 1,11 í skóginn. Ég vildi ekki framar sjá þær né heyra> bjóst til að ná í þann gráa og ríða einn míns liös beltl á leið. Svo gat hitt fólkið fengið að eiga sig fyrir *nC Á meðan ég var að rölta þarna urn í öngum míi*1”11’ komu þær Dóra og ungfrú Mills á móti mér. „Þér eruð í slæmu skapi, herra Copperfield," tók nt’^ frú Mills til máls. Ég fullvissaði þær um, að ég væri í bezta skapi- „Og þú ert heldur ekki í góðu skapi, Dóra mín,‘ ungfrú Mills áfram. „Jú, það er ég sannarlega," anzaði Dóra. „O, sussu nei, ... ég veit nú vel um það... En þið nú bæði tvö,. .. verið þið nú ekki að því arna.. •

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.