Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 22

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 22
A. J. CRONIN: ÍRSKS RÓ$TN CíÖ<H><K>SH><H3<H><H><H><(<HÍ<HW><H£<H3<H3<H3<H><HS<H3<HÍH3<><H!><H3<><HJ<H><H><H><H><I Saga um fórn og kærleika lítillar stúlku. Síðastliðið sumar var ég á Irlandi, hinni fögru, grænu eyju, og enn- þá einu sinni var ég í pílagríms- ferð, sem alltaf hefur snortið mig djúpt. Fyrir mörgum árum vann ég sem ungur kandídat við Rotunda sjúkrahúsið í Dublin á írlandi. Þeir sjúklingar, sem mér var falið að stunda, bjuggu í einu fátæklegasta hverfi borgarinnar, og það var í heim- sóknum mínum í þessar ömurlegu götur, sem ég kynntist Rósu litlu Donegan. Ég hitti hana oftast í Loughran- götu, þegar hún var að sækja vatn í vatnspóstinn. Hún var alltaf með lít- inn dreng í fanginu, vafinn inn í ullarsjal. Rósa var aðeins 14 ára og hin dökkbláu augu hennar sýndust svo undarlega stór í hinu litla og alvarlega andliti. Þrjú önnur börn á aldrinum milli 5 og 9 ára voru oft í fylgd með henni. Af rauða hárinu og svipnum gat ég mér til, að þetta væru systkini Rósu. Andstæðan milli hinnar miklu fá- tæktar og neyðar, sem umlukti hana, og öryggisins og gleðinnar, sem lýsti úr augum hennar, vakti áhuga minn fyrir þessari einkennilegu litlu veru. Ég byrjaði með að heilsa henni á morgnana, og að nokkrum dögum liðnum tókst mér að lokka lítið og varfærið bros fram á varir hennar. Það leið samt nokkur tími, þangað til að við fórum að tala saman. Það var ekki létt að vinna traust hennar, hún var svo hlédræg, en það kom að Jjví, að við urðum beztu vinir, og hún sagði mér frá högum sínum. Hún og systkini hennar höfðu misst móður sína fyrir átta mánuðum, einum mán- uði eftir að Michael litli fæddist. í kjallara einum í Loughrangötu bjuggu systkinin með pabba sínum, Danny Donegan. Leikvangur barn- anna var dimmur bakgarður eða port, og var þar einnig fjöldi annarra barna. Faðir þeirra vann öðru hverju í skipasmíðastöðvum niðri við höfn- ina, en hafði ekkert fast starf. Hann var frekar veiklyndur, en aldrei var hann vondur við börnin, en hann eyddi mikið tíma sínum og Jiví, sem hann vann sér inn, á knæpunum við höfnina. Það kom Jdví í hlut Rósn litlu að hugsa um heimilið, gera hrein hin tvö litlu fátæklegu herbergi og leiðbeina sínum viljalausa föður, og gera sitt bezta til að bjarga einhverp. af þeim litlu launum, sem hann vam sér inn, búa til matinn og hugsa un systkini sín. Rósu þótti mjög væn um öll systkini sín, en stærsta rúmm í hjarta hennar átti þó Michael litl1 Þegar Rósa litla bar litla drenginn u> í stóran garð, sem var í Jjessum boi'g arhluta, svo að hann gæti notið sól arinnar á grænu grasi, þá var hún of1 Jareytt undir byrði sinni, en það vat eins og hún fyndi það ekki. Ekkerl virtist geta tekið frá henni hugrekkn' og kjarkinn. Ég gat ekki annað en dáðst aG henni fyrir hinn þrotlausa viljastyrki þegar ég sá hana ryðja sér braut með barnið á handleggnum, gegnum mannfjöldann á rykugri gangstétt- inni, önnum kafna við að kaupa nu1 fyrir heimilið, hvort sem það nú vay hjá kjötsalanum, að kaupa smábxta af reyktu kjöti, eða hún var að tala við bakarann um að fá skrifað hja honum dálítið meira af brauði. Hul1 hafði glöggt auga fyrir öllu, sem fran1 fór í kringum hana. Heimur hennar var enginn draumaheimur. Hul1 hafði hina skýru innsýn öreigabarns- ing og óteprulega skilning á hinuin dekkri leyndardómum lífsins. í sinn> sínu var hún samt hrein og saklaus^ Hin stóru og djúpu augu hennar 1 iitla óhreina andlitinu töluðu sínu máli um sára reynslu, en urn le>® geisluðu Jiau af hlýju og kærleika. Áhugi minn fyrir Jressu barni vai'Ó smátt og smátt að djúpri meðaumk' un. Mér fannst ég yrði að reyna að gera eitthvað fyrir hana, og þegar ég af tilviljun komst að því, hvenærj hún átti afmæli, lét ég senda henny pakka með góðum ullarkjól, sokku>n og skóm frá góðri verzlun í O’Connell götu. Mér leið betur, Jregar ég va> 282

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.