Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 14

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 14
„Já, ég er að horfa á fólkið, það eru allir að flýta sér. Hvert ætlar allt þetta fólk?“ sagði telpan og hélt áfram að horfa út um gluggann. „Það er ekki gott að segja um það,“ sagði Sólrún. „Sum- ir eru sjálfsagt að fara heim til sín, sumir eru að finna kunningjana, og svo eru sumir bara að ganga sér til skemmtunar og eyða tímanum." HILDUR INGA: j Sumarœvintýri D ANN A „Hefur fólkið svona mikið af tíma?“ spurði telpan. „Það er líklega," svaraði Sólrún. Telpan hélt áfram að horfa út um gluggann. Skyndi- lega leit hún á Sólrúnu, hún horfði litla stund beint í augu hennar. „Ætlar þú að vera mamma mín í sumar?" spurði hún. Sólrún leit rólega í alvarleg barnsaugun og strauk hendinni hlýlega um vanga telpunnar. „Já, ef þú vilt lofa mér að vera mamma þín, vina mín.“ „Ætlarðu svo að fara frá okkur aftur eins og hinar?“ spurði barnið. Sólrúnu varð orðfall, hún vissi ekki, hverju hún ætti að svara þessu. „Ætlarðu kannski að vera mamma mín alltaf?“ spurði telpan, og það vottaði fyrir gleði í þunglyndislegum aug- um hennar. Sólrúnu var vandi á höndum. Hún vildi ekki særa barnið og reyndi að finna annað umtalsefni til að losna við að svara spurningum telpunnar. Henni létti mikið, er Geirmundur kom inn í stofuna. Hann var búinn að hafa fataskipti og snyrta sig. Sólrún virti hann fyrir sef< brúnjarpt hár, hátt enni, beint nef og festuleg haka, bl‘l' grá, stór og skýrleg augu, dálítill rauna- og þreytusvipul á andlitinu, en samt duldist Sólrúnu ekki, að Geirmuu^ ur var mjög myndarlegur maður. „Jæja, þá er ég tilbúinn," sagði hann glaðlega, «e” vilt þú vera svo góð, Sólrún, og lijálpa mér að kl*®a Elsu. Ég kom með föt í töskunni, ég kann ekki við anOa en hafa hana sæmilega útlítandi meðan ég stend við< Sólrún var í þann veginn að segja, að þ^ð væri sjál sagt, en telpan varð fyrri til, leit á pabba sinn og sagð* ákveðin á svip: „Þess þarf ekki, pabbi, ég ætla að vera hér meÖal' þú ferð út.“ Geirmundur varð mjög hissa. „Jæja,“ sagði hann, »Þa er ekki meir en svo, að ég trúi mínum eigin eyf11111 Það hefur lram að þessu verið vandamálið að fá &sl> litlu til að vera heima, ef ég hef þurft að bregða 111 r frá. Það er ekki alltal' hægt fyrir mig að hafa hana ilie mér, litla skinnið, og oftast hefur það kostað óánSgJ . og tár, þegar ég hef farið frá henni, þó hjá kunnug1 væri en þér, Sólrún. Þetta spáir góðu í sumar." „Það skulum við vona,“ sagði Sólrún. Geirmundur kvaddi síðan og fór út. Danni hafði farið til félaga sinna, þegar þau v°r^ búin að borða. Hann kom inn aftur skömmu efth' a Geirmundur var farinn og varð dálítið undrandi ) að sjá mömmu sína sitja á stólarminum hjá Elsu h og strjúka henni um kollinn. Þegar Geirmundur kom aftur, voru bæði börnin sofh11 Sólrún bauð honum kaffi. „Það bar ekkert á leiðindum í dóttur þinni í kv° sagði hún brosandi. „Nei, ekki það. Ég er alveg hissa á, live skjótt Ge>1 péf f ' * wV tókst að vinna hylli hennar. Það hefur verið dálítið eI hve illa hefur gengið að fá hana til að Jrýðast ráðsk0^ urnar, sem ég hef haft. Hún er svolítið erfið stund hún var aðeins 3 ára, þegar móðir hennar dó, og þa^fj ekki gott að skipt sé oft um uppalendur á þessurn a ^ barnsins. Það heiur hver sína siði og einhvern veg tókst engri þeirra að ná lagi á henni.“ f „Hefur þú haft margar ráðskonur síðan móðir he’1 dó?“ spurði Sólrún hikandi. „Þær eru nú 4 eða jafnmargar og árin,“ svaraði mundur. ><Jæja-“ . mV „Já, það lítur ekki sem bezt út. Það væri ekki u legt, þó að Jiú færir að hugsa sem svo, að ekki vær1^ hjúasæll maður, en það er margt, sem til greina kel1 og ég bið þig að dæma mig ekki hart að óreyndu-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.