Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 8

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 8
Síðastliðinn vetur efndi Flugfélag íslands til verð- launasamkeppni í samvinnu við Barnablaðið Æskuna í Reykjavík og bamablaðið Vorið á Akureyri. Fyrstu verðlaun í báðum keppnunum voru fjög- urra daga ferð til Lundúna. í verðlaunasamkeppni Æskunnar sigraði Ingvar Gunnarsson frá Þingeyri, 14 ára að aldri, og í ritgerðasamkeppni Vorsins sigraði Hjálmar Haraldsson frá Egilsstöðum, einnig 14 ára & & gamall. Lundúnaferðin var farin hinn 8. júní s.l. Undir leiðsögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa og Gríms Engilberts ritstjóra skoðuðu piltarnir ýmsa sögustaði í heimsborginni, fóru meðal annars í heim- sókn í Tower of London, sáu vaxmyndasafn Madame Tussoud, skoðuðu dýragarð borgarinnar og fylgdust með hátíðaundirbúningi í St. Páls kirkjunni, annarri stærstu kirkju heims o. fl. Heim var svo komið að kvöldi 11. júní eftir mjög lærdómsríka og ánægjulega ferð. 268

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.