Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 17

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 17
c. ANDERSEN: LJÓTI aridarunginn. Myndir eftir (SÚiur 'ðnutÝo Andamamma flýtti sér i burtu. „Ég skammast mín fyrir að láta sjá mig með honum. Ég vildi óska, að hann hlypist í burtu — eða hyrfi á einn eða annan hátt!“ Og svo þrammaði hún áfram, og hvorki hún né hinir andarungarnir fjórir urðu þess vör, að undarlegi unginn féll í forarpoll. „Svei!“ sagði undariegi unginn, „svei!“ Skömmu seinna, er hann skreið upp úr poilinum allur ataður í leðju, voru andamamma og ungarnir fjórir horfin. „Hamingjunni sé lof, að hún er horfin!" stundi óhreini, iitli unginn upp. Andamamma hafði vappað fyrir hornið á geymsluskemmu, sem var í leiðinni, og þá mætti hún gæs og kalkúnhænu. „Nei, eru þetta börnin þín!“ hrópaði gæsin. „En hvað þau eru yndisleg!“ „En eru þeir ekki nema fjórir?“ spurði kalkúnhænan. „Ég var búin að frétta, að þú ættir fimm!“ „Jú, ég á einn enn,“ sagði andamamma og sneri sér við. Undarlegi ung- inn sást ekki. „Nú, já-já!“ sagði hún og dró andann léttar. Og af því að hún bjóst við, að vinkonur hennar mundu ekki fá að sjá þann fimmta í þetta sinn, sagði hún þeim frá honum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.