Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 18
Reglur um radíó-leyfi áhugamanna
Samkvœmt 4. gr. reglugerðar, dags. 9.
maí 1942, um stjórn, rekstur og cftirlit f jar-
skiptamála eru liér með settar eftirfarandi
reglur um radíó-leyfi áhugamanna:
1. gr. Umsókn um leyfi til að setja upp
eða reka radíóstöð áhugamanna skal senda
póst- og simamálastjórninni, og skal taka
fram fæðingardag, heimilisfang, ásamt
vottorðum um próf, sbr. 4. gr. hér á eftir.
(
2. gr. Umsækjandi um radió-leyfi áhuga-
manna skal:
1. vera islenzkur ríkisborgari,
2. vera fullra 16 ára,
3. vera skráður útvarpsnotandi,
4. liafa lokið prófi, sbr. 3. gr., er póst- og
símamálastjóri tekur gilt,
5. vera félagi í Félagi íslenzkra radíó-
amatöra.
(
3. gr. 1. Smíðaleyfi, þ. e. leyfi til þess
að setja saman og setja upp til eigin
afnota radíóviðtæki og senditæki og
loftnet til morse-viðskipta við aðra
áhugamenn.
2. Tal-leyfi, þ. e. leyfi til að hafa talvið-
skipti við aðra áhugamenn.
í þessum reglum er aðeins átt við áhuga-
menn, er hafa leyfisbréf.
4. gr. Prófkröfur eru þcssar:
a. í helztu atriðum i lögum um fjarskipti
og tilheyrandi reglum varðandi radió-
viðskipti, svo og i þeim greinum al-
þjóðaradióreglugerðarinnar, er snerta
stöðvar áhugamanna og neyðarviðskipti,
svo og gildandi reglum um raforkuvirki,
b. í viðtöku og sendingu morse-merkja (60
bókstafir/min.), i leikni i viðskiptum
og notkun aigengustu Q-skammstafana,
c. í undirstöðuatriðum raffræði og radíó-
tækni, leikni i stillingu senditækja,
bylgjumælinga, o. þl. (Bóklega verður
krafizt svipaðrar þekkingar og felst t. d.
i hinum bandarísku radió-handbókum
fyrir áhugamenn). Verklega verður kraf-
izt leikni í meðferð mælitækja, vönduð-
um frágangi, öryggi i stillingu tækjanna
o. 1>1. Simritarar, símvirkjar, loftskeyta-
menn og útvarpsvirkjar þurfa ekki að
taka próf í þvi, er þeir hafa tekið full-
nægjandi próf i áður að viðstöddum
prófdómara frá póst- og símamálastjórn-
inni, en rafmagnsverkfræðingum og raf-
magnsfræðingum er hægt að veita
smíða-leyfi án prófs i því, sem talið er
undir c-lið, en þurfa hins vegar próf i
því, sem talið er undir a- og b-lið.
2. Skilyrði fyrir tal-leyfi er, að hlutaðeig-
andi hafi áður fengið smíða-leyfi og
hafi starfrækt lýtalaust, að dómi póst-
og símamálastjórnarinnar, morse-stöð i
а. m. k. 6 mánuði.
5. gr. Áliugamenn mega aðeins afla sér
tækja sinna og radíóefnis til þeirra með
milligöngu félags síns, en það snýr sér svo
til póst- og símamálastjórnarinnar með
beiðni um útvegun þess. Þeir mega ekki
selja það eða afhenda öðrum án skriflegrar
lieimildar póst- og símamálastjórnarinnar.
V.
б. gr.
1. Sendirinn skal vera stöðugur á öldu-
tíðninni og eins laus við aukasveiflur
og alþjóðareglur mæla fyrir um. Á öldu-
tíðnum undir 30 Mrið/s má eingöngu
nota plötuorku úr rakstraum með sem
allra minnstum gárum og notkun A 2
(tónmótun) er bönnuð.
2. Uppsetning á vélum og tækjum (og loft-
netum) skal vera í samræmi við gild-
andi reglur, bæði um radíóstöðvar og
um raforkuvirki. Áður en vélar eða tæki
eru tekin í notkun eða tengd við raf-
veitukerfið skulu þau skoðuð af eftirlits-
mönnum frá póst- og simamálastjórn-
inni og frá rafmagnseftirliti rikisins.
Slik skoðun verður og að fara fram,
hvenær sem breytt er gerð tækjanna cða
hlutum í því, ef það getur liaft nokkur
áhrif á öryggi eða truflanahættu eða
aðra eiginleika tækisins frá þvi, er getið
er um í skýrslu skoðunarmanna.
3. Rafstraumsorkan á plötuna í síðasta
mögnunarstigi má ekki vera meiri eI1
150 wött.
4. Á stöðinni verður að vera til nákvæmul
öldutíðnimælir, sem er réttur á ],cl11!
öldutíðnum, sem sendirinn notar. ^
sendirinn er ekki krystalstýrður, verðul
stöðin einnig að liafa nægilega góða11
bylgjumæli með sveifluvaka, sem cr ®
skilinn frá sjálfum sendinum. ^
5. Handhafi leyfisbréfs er skyldur til '•'
fara eftir þeim reglum innlendum °’’
alþjóðlegum, sem gilda á hverjum t*lllí*
um búnað og notkun sendisins.
6. Stöðinni er úthlutað kallmerki, sCl11
byrjar á TF, síðan kemur tölustafur’
sem ákveðst með tilliti til þess lan<fs
hluta, sem stöðin er staðsett í, og síð®11
tveir hókstafir. Kallmerkið skal
reglulega alltaf, þegar sent er og v ^
lengri sendingar skal nota það mc
stuttu millibili.
7. Sendirinn er leyfður fyrir morse,
eða hvort tveggja.
8. Sending má aðeins fara fram á Þe>,
öldutíðnum, sem ákveðnar eru i Jey]‘s
bréfinu. .
Tíðnir stöðvanna verða fyrst um sj*1,
ákveðnar innan eftirfarandi bylgjusvi
7000 — 7100 Iírið/sek A1 eingöngu
14000 — 14350 — A1 og A3
21000 — 21450 — A1 og A3
28000 — 29700 — A1 og A3
144 — 146 Mrið/sek Al, A2 og A3
Framhald*
\
Amatör
RADÍÓ
*
Læríð að teikna
Það væri gaman fyrir ykkur að teikna þennan fal-
lega hest og lita hann. Byrjið eins og myndin sýnir.