Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 16

Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 16
& 4# * * * 233$? « Risafugl. í júní sl. var haldin alþjóðleg flugsýning á Le Bourget-flugvelli í París. Þar sýndu nýja flugvél, er þeir nefna „Antonov 22“ og gekk vél þessi undir nafninu „dómkirkjan andi“ meðal gesta sýningarinnar. Þessi risafugl er knúinn fjórum túrbínum, sem hver leiðir 15 þúsund hestöfl. Búkur vélarinnar er 57 metra Iangur, vænghafið 64,4 metrar, og ve . vegur um 250 tonn. í vöruflutningum ber vélin 80 tonn. Með þeirri hleðslu má fljúga he . 5.000 km leið með nærri 700 km hraða á klukkustund. En með minni hleðslu má fljúga v®*' ^ 11 þúsund kílómetra án millilendinga. Ef vélin er notuð til farþegaflugs er reiknað me®> hún taki 350—400 farþega, en í herflutningum 720 hermenn. Sagt er, að ekki sé unnt að bef» þessa vél saman við neina aðra flugvél. Stærsta farþegaþotan af DC-8 gerð gæti verið unarbátur" risans, enda 100 tonnum léttari fullhlaðin. Og áfram þaut jeppinn. Honum skilaði hratt eftir sól- bökuðum þjóðveginum og spjó aftur undan sér þykkum rykbólstrum, sem sunnangolan skemmti sér við að rífa í sundur og blása burtu. Það var komið fram undir miðaftan. Þau höfðu ekið hvíldarlítið áfram, aðeins stanzað við og við og gætt sér á nestinu, sem Sólrún hafði útbúið handa þeim, gengið svolítið um til að liðka sig og haldið síðan af stað aftur. Margoft hafði Danni spurt, hvort þetta væri Hof, þegar þau nálguðust reisulega bóndabæi, en alltaf var sama svarið: Nei, þetta var ekki Hof. Ekki svo að skilja að Danna leiddist, öðru nær. Það var alltaf eitthvað nýtt að sjá, og hann var ekki heldur þreyttur, en Elsa litla var orðin þreytt. Hún hallaði höfðinu að öxl Danna og steinsofnaði. Danni ýtti varlega við handlegg mömmu sinnar. Sólrún leit aftur. „Blessunin litla, hún er dösuð eftir þessa löngu ferð. Reyndu að hreyfa þig ekki, Danni minn, svo að hún vakni ekki. Henni veitir ekki af að hvíla sig,“ sagði hún um leið og hún breiddi kápu, er hún hafði með- ferðis, yfir telpuna. 276 „Þykir þér ekki óþægilegt, að Elsa sefur á öxlin11* þér, Danni minn?“ spurði Geirmundur. „Nei, nei, alls ekki,“ svaraði Danni, en í hjarta Sl1 var hann þakklátur fyrir, að Leifur og Palli voru lal1^, í burtu. Það hefði verið óskemmtilegt að horfa fraina11 glottandi smettin á þeim núna. Jeppinn sveigði út af þjóðveginum og þau óku e afleggjara, er lá upp í dal með bröttum íjöllum ba° megin. Þegar þau höfðu ekið stutta stund inn e ^ dalnum, víkkaði hann til muna og við blasti slétt ^ grösugt engi, sem skipt var sundur af lygnri, talsV vatnsmikilli á. ^ „Jæja, hvernig lízt ykkur á? Þetta er Djúpidaln1 bráðum erum við komin heim,“ sagði Geirmundui'- Sólrún og Danni horfðu eftirvæntingarlull út um glU® ana á jeppanum. „Er silungur í ánni?“ spurði Danni. ^ „Já, og meira að segja lax líka,“ svaraði Geirmu11 „Hvaða stórbýli er þetta?“ spurði Sólrún og belltl hvíta liúsaþyrpingu með rauðum þcikum, er stóð 11 lítilli liæð norðanmegin í dalnum. w. „Þetta er Hof. Við erum að koma heirn," sag®1 mundur og leit brosandi í augu Sólrúnar.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.