Æskan - 01.09.1965, Blaðsíða 32
ÆSKAN ---------------------
V erkfærin.
Það þarf marga iðnaðarmenn til að byggja
hús og gera lóðina fallega kringum það. —
Hér eru nokkrir iðnaðarmenn að verki, en
teiknarinn hefur gleymt að láta þá hafa
verkfæri í hendurnar. — Getið þið fundið
út hvað þeir eiga að vera með í höndunum?
Lausnin er á blaðsíðu 290.
Árið 1510 fann Leonardo da
Vinci upp vatnstúrbínuna. í rit-
um hans er talað um margar
aðrar uppfinningar, sem ollu
aldahvörfum á sviði tækninnar.
Árið 1520 smíða Tesori og de
Balo fyrstu fiðluna í sinni nú-
verandi mynd, en seinna, fyrir
atheina þeirra Stradivaríusar,
Amati og Guarneri varð hún
svo fullkomin, að tækni nú-
tímans hefur jafnvel ekki get-
að búið til samsvarandi hljóð-
færi, fyrst og fremst vegna þess
að mönnum hefur aldrei orðið
ijóst á hverju hin einstæða
liljómfylli þessara hljóðfæra
byggist.
Hollenzki ljósfræðingurinn
Zacharias Jansen fann upp árið
1590 smásjána, sem eftir nú-
tíma mælikvarða var þó mjög
ófullkomin. Visindamenn eins
og Gaiilei, Newton, Hertel, Fu-
ler og margir aðrir unnu að því
öldum saman. Mikil framför
var það, þegar ultra-smásjáin
var fundin upp árið 1903, því
með henni má sjá einn milljón-
asta Jiluta úr millimetra.
UPPFINNINGAR OG FRAMFARIR
^ .
Walter Raleigh flytur kar-
töfluna frá Ameríku til Evrópu,
en enska sjóhetjan fræga, Fran-
cis Drake, kynriir hana fyrstur
Evrópumönnum. Parmentier
flutti hana til Frakklands og
eðlisfræðingurinn Volta til
ítaliu. Mönnum var mjög lítt
gefið um kartöflur í fyrstu.
Það mun hafa verið árið 1520,
að Spánverjum tókst að læra að
búa til súkkulaði í Mexíco og
flytja það síðan til Evrópu.
Árið 1557 tekst að vinna silf'
ur og gull með amalgamering11'
(Málmurinn er unnin úr niálú1
grýtinu með kvikasilfri, en V1
það leysist málmurinn upp> Þ0f
til hann er eimaður frá á ný)-
f september.
2. sept. Þjóðliátiðardagur
Viet Nam.
7. sept. Þjóðhátiðardagur
Brasilíu.
9. sept. Þjóðhátíðardagur
Búlgariu.
15. sept. Þjóðhátíðardagur
Hondúras, Guatemala, E*
Salvador og Costa Rica-
16. sept. Þjóðhátíðardagur
Mexíkó.
18. sept. Þjóðhátiðardagur
Chile.
21. sept. Þjóðhátiðardagur
íran.
23. sept. Þjóðhátíðardagur
Puerto-Rico.
26. sept. Þjóðhátíðardagur
Nýja Sjálands.
28. sept. Þjóðliátíðardagur
Gíneu.
UPPFINNINGAR OG FRAMFARlR
292