Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 3

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 3
SÓLKERFID OKKAR yJÉlmenningur hefur lengstum f l haft fremur takmarkaðan áhuga á reikistjörnum þeim, sem sveima á sama hátt og jörðin umhverfis sólina okkar. Haustið 1957 varð mikil breyting á þessu, er Sovét- ri^in skutu sínu fyrsta gervitungli á l°ft. Frá þeim degi má segja, að ahugi manna á nágrönnum jarðar hafi farið dagvaxandi. Okkur finnst því ekki úr vegi að gera lesendum ^-skunnar nokkra grein fyrir sólkerfi °kkar, stærð þess og stöðu í Vetrar- brautinni. Síðan væri gaman að taka hverja reikistjörnu fyrir sig, skýra frá Því, sem vitað er með vissu um hana °g rekja svo það, sem sennilegt má teljast. Oll höfum við einhverja hugmynd Ul11 sólkerfið okkar. Við vitum, að sólin er stjarna, og að jörðin okkar er úr föstu efni og snýst á ákveðinn hátt umhverfis hana. Við vitum líka, 'lð sólin er stór hnöttur lýsandi loft- tegunda, sem liggur í sólkerfinu miðju, og að hún hefur með þyngd- aiafli sínu mikil áhrif á allt efni, sem Uajrri henni liggur í geimnum. Mörg °kkar geta líka þulið nöfnin á reiki- stjörnunum: Merkúr, sem næst ligg- Ul sólinni; Venus, sem stöðugt er hul- 11 skýjaþykkni; jörðin, sem hefur svo stúrt tungl, að það gæti verið reiki- stjarna; Mars, fjórða reikstjarnan frá 7°/’ me® öHum sínum leyndardómum; jupiter, risinn meðal reikistjarnanna; Sat Us fa urnus með hringum sínum; Úran- °g Neptúnus og loks Plútó, sem Unst fyrst fyrir nokkrum áratug- Ui- Við vitum, að allar þessar reiki- Ujörnur snúast á sporbaugum um Ua» og að þær liggja allar nokkurn eginn í sama fleti, svo að allt sól- o Hér sjást stær'ðarhlutföll reikistjarnanna innbyrðis. Merkúr, Venus, Jörðin og Mars, sem liggja næst sólinni, eru kallaðar jarð- neskar reikistjörnur, því að þær eru áþekk- ar jörðinni að stærð og þéttleika. Því er aftur á móti ekki að heilsa með næstu reikistjörnur, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus, því að þær eru úr Iofttegundum, þótt sennilega hafi þær einhvern fastan kjarna. Við vitum harla lítið um fjarlæg- ustu reikistjörnuna, Plútó, en hún er tal- in vera jarðnesk. kerfið líkist til að sjá diski, sem snýst með sólina í miðju. Sólkerfið okkar liggur utarlega í stjörnukerfi því, sem við köllum Vetr- arbrautina. Vetrarbrautin er stjörnu- kerfi af meðalstærð; í því eru um 100 milljarðar stjarna (stjörnur eru sólir áþekkar sólinni okkar), svo að okkur gæti sýnzt það býsna stórt, en þó er það eins og smáögn í alheiminum, þar sem eru milljarðar slíkra vetrar- brauta. En samt hlýtur okkur að vaxa í augum stærð Vetrarbrautarinnar, því að þvermál hennar er um 80 þús- und ljósár. En eins og þið kannski vitið er ljósár sú vegalengd, sem ljós- ið fer á einu ári, og það fer 300 þús- und kílómetra á hverri sekúndu. í útjaðri þessa mikla stjörnukerfis ligg- ur örlítið sólkerfi — ein sól, níu reiki- stjörnur, nokkrar halastjörnur og mý- grútur af loftsteinum — sólkerfið okkar. í næstu blöðum skulum við svo líta nánar á reikistjörnurnar, athuga, hvað við raunverulega vitum um þær, og geta okkur síðan til, innan skyn- samlegra takmarka, hvað frekari rannsóknir og hugsanlegar lendingar mannaðra geimfara á þeim kunna að leiða í ljós. En fyrst skulum við líta á sólkerfið okkar í heild, því að byrja á að skoða hverja einstaka reikstjörnu, án þess að kynnast fyrst sólkerfinu, er álíka skynsamlegt og að ætla sér að lýsa fíl og byrja á rófunni. Við eigum ákaflega bágt með að gera okkur grein fyrir fjarlægðum í geimnum. Við sjáum alveg fyrir okk- ur, hversu langur einn metri er, og jafnvel hve langt er til Akureyrar. En ef við viljum gera okkur grein fyrir 51

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.