Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 26

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 26
 HELEN KELLER Flest hafið þið sjón og heyrn, sem betur ier. Eflaust mun ykkur þó virðast, að þið getið einungis séð það, sem í kringum ykkur er og lieyrt þau hljóð, sem að eyrum ykkar berast. En til þess að bæta þetta upp, eigið þið lifandi hugsun og frjósamt-ímyndunarafl. Þið getið látið hugann reika með leifturhraða um lönd og álfur í nútíð og fortíð. Þið getið einnig sveimað um undraheima ævintýranna, og þar getið þið fundið til á mannlegan hátt í gleði og sorg eins og í ykkar raunveru- lega lífi. Frá ómunatíð á öllum öldurn hafa uppi verið menn og konur, sem gnæft hafa hátt upp yfir fjöldann, vegna mikilla vitsmuna, óvenjulegra mannkosta og þrotlausrar vinnu. Líf þessa fólks og einnig minningin um það, er sem lýsandi vitar á hinu mikla hafi mannlífsins. Það auðg- ar líf okkar og hugarfar að skyggnast inn í ævi þessara manna og kvenna. Þjóðirnar, múgurinn, hefur því sezt við fótskör þeirra og leitazt við að læra af þeim og tileinka sér hin æðstu verðmæti lífsins, ýmist af vörum Jreirra eða verkum þeirra. Ég ætla nú að biðja ykkur að koma með mér í ferð. Við förum öll saman, látum hugann reika vestur yfir hið víðáttumikla Atlantshaf, til hinnar stóru álfu í vestri, Ameríku. Eftir andartak nemum við staðar í stærstu borg Ameríku, milljónaborginni New York. Við höldurn heim að húsi konu einnar, sem býr þar í borginni, en hana ætl- um við að heimsækja. Við göngum inn. Við komumst öll inn, hversu mörg sem við erum, því að það fer lítið fyrir okkur á svona hugarferðalagi. Það er grafarhljótt. Hús- freyja þessara heimkynna tekur á móti okkur, hávaxin og fyrirmannleg. Óvenjidegur friður og kærleiki stafar út \ Helen Keller hefur verið blincl og heyrnarlaus frá því hun var um það bil hálfs annars árs að aldri. ym "9- 1 Örlagaþrungnasti dagur ævi minnar var dagurinn, kennari minn, Anna Mansfield, kom til mín. sem

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.