Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 18

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 18
* Æfintýri —v • »4 d- Buffalo Bill Og áður en veiðimaðurinn gat sagt eitt orð til að mótmæla var Cody stokkinn upp á örlítinn stall, sem skagaði út úr klettinum, og nú klifr- aði hann upp í áttina að stígnum — ofar og ofar meðan augu hans fundu sífellt ný för fyrir hendur og fæt- ur, þar sem minna reyndur mað- ur hefði sagt að ekkert hald væri að fá. Hann klifraði, rann og sveiflað- ist, en það mátti treysta Buffalo Bill, hann hélt örugglega áfram þrátt fyrir allar hindranir. Gamli veiðimaðurinn sat í keng fyrir aftan stóru steinana, umlaði ljót orð í barm sér og glápti galopnum augum á Buffalo Bill, þar til hávær öskur frá Indíánunum sögðu honum að þeir hefðu séð Buffalo Bill. „Jæja, þá fer það að grána, lasm,“ sagði hann við sjálfan sig og beit á vörina. „En ef ég get haldið jtessum rauðu í burtu, svo að þeir komist ekki í skotfæri, já, þá er ég meiri maður en ég hafði haldið sjálfan mig vera hingað til.“ Og af stað héldu Indíánarnir í átt- 66 ina að þeim gamla, þeir voru alveg hamstola af bræði yfir því að mögu- leiki var á, að annað af fórnardýrum þeirra gæti gengið þeim úr greipum. Marghleypa Walts sagði þrisvar sinn- um til sín með þeim árangri að þrír hinna ungu stríðsmanna féllu. Byssu- kúlur rauðskinnanna tóku að leika um klettinn umhverfis Buffalo Bill, þar sem hann klifraði sífellt hærra og hærra. „Ég get aldrei haldið þeim í nægi- legri fjarlægð," rumdi í þeim gamla. „Halló! Hvað ætla þeir sér nú?“ Honum til mikillar undrunar liöfðu Indíánarnir stöðvað framsókn- ina, flýttu sér úr skotmáli og söfnuð- ust nú saman og virtust, eftir æsing- unni að dæma, vera að ræða eitthvað nrjög áríðandi mál. Skyndilega skáru nokkrir sig úr hópnum og þeystu síð- an af stað með geysihraða í norð- vesturátt. Walt skellti hendinni á lærið með smelli miklum. „Henneky klifið!" æpti hann upp. „Fari Jrað Jró i sjóð- bullandi, ég var alveg búinn að stein-r gleyma Jrví! Það er ekki nema nokkr-^, ar mílur í burtu, og þar að auki miklu liægara að komast á stíginn Jreim megin. Já, ef Jreir ná ekki Buf- falo Bill í Jretta sinn Jrá verður Jrað ekki af Jrví að ég hafi lijálpað hon- um!“ Hann lagði lófana að munnin- um og rak upp óp svo að glumdi í klettunum. „Hæ, Buffalo, komdu strax aftur, snúðu við!“ kallaði hann. „Nokkrir af Indíánunum eru komnir yfir á stíginn um Henneky klifið. Þeir ná þér áreiðanlega við Svartavatnsgjána. Snúðu við, Buffalo, snúðu við!“ En Buffalo var Jregar kominn út úr heyrnarvídd. Með sterklegum tökum dró hann sig upp á sylluna og tók nú að ganga í áttina til Rauðatinds með Jrví að snúa andlitinu að klettinum, Jjað var svo mjó sylla, að liann gat ekki gengið öðru vísi. „Ég geri ráð fyrir að Walt hafi ekki verið að segja neina vitleysu, Jregar liann sagði, að allar likur bentu til, að sá maður, sem reyndi að ganga eftir þessari syllu, mundi brjóta í sér hvert bein. Þetta er líklega sá alversti vegur, sem ég hef farið um mína daga!“ Þetta var Buffalo Bill að rnuldra í barm sér, meðan hann hálfri klukku- stund síðar sneri enn framhliðinni að klettinum og varð að ganga á hlið til að komast eftir Jiessari syllu, sem hann nú varð að nota, vegna Jress að hún var stytzta leiðin til Rauðatinds. Og það er ekkert til að undrast yf- ir, að jafnvel eins æfður og fær njósn- ari og Buffalo Bill, fyndi hvöt hjá sér til að bölva. Stallurinn eða syllan var eitt af Jreim náttúrufurðuverkum, sem aðeins eru til hér og hvar í kletta- belturn vestursins. — Hvergi meira en tveir til Jrrír metrar á breidd og mjókkaði oft niður í minna en eitt

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.