Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 15

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 15
HILDUR INGA: Sumarœvintýri D ANN A Það var komið fram undir miðaftan, þegar gest bar að gwði á Hofi. Það var Jóhannes bóndi á Hamri — hann Vat' oddviti sveitarinnar og gegndi einnig öðrum störfum 1 yrir hreppsfélagið. — Hann kom þeysandi neðan veginn Jleim að Hofi á rauðskjóttum gæðingi; hann hallaðist ^álítið í hnákknum og söng við raust. »Jóhann minn er hýr í dag. Hann er að liðka þann skjótta. En eitthvert erindi hlýtur hann að eiga, fyrst hann er á ferð i brakandi þurrki," sagði Geirmundur. Jóhann bar hratt yfir og innan stundar hleypti hann heim túnið og til þeirra. »Hér sé guð,“ sagði hann, um leið og hann stökk af Jlahi. „Hcr er nú aðverið, það má nú segja. Nú gengur heyskapurinn glatt á Hofi í Djúpadal. Ég held að jrú hafir aldrei verið eins áhugasamur og duglegur og í sum- ar> Geirmundur minn. Ekki vænti ég að jrú hafir ujap- götvað nýtt fjörefni, eitthvert vítamín, eða hvað þeir nú kalla það, jressir lærðu? — Það er eins og Joú sért marg- Hldur við störfin í sumar.“ Tóhann hló dálítið stríðnis- lega. »Nei, ég hef ekki fundið neitt fjörefni, en ég hef í sumar betri hjálp en undanfarin sumur. Þar í liggur jiað, Jóhann minn.“ ”Já> já, auðvitað. Það er mikils virði að fá góða hjálp, ekki sízt ef hún er veitt af ljómandi fallegum kvenmanni," Sagði Jóhann og leit glettnislega til Sólrúnar. Sólrún brosti við. „Þakka Jrér fyrir hrósið, Jóhann," sagði hún, — „en nú er bezt að ég skreppi heim og velgi okkur kaffisopa.“ „Nei, nei, góða mín, ég vil ekki tefja ykkur við vinn- una, enda hef ég víst nóg að líta í sjálfur heima. Ég átti brýnt erindi nú, annars hefði ég ekki komið.“ „Við skulum tylla okkur og blása mæðinni meðan við hlustum á tíðindin," sagði Geirmundur. Þau settust öll og Jóhann hóf mál sitt. „Halldór hreppstjóri á Strönd gerði mér orð að finna sig í morgun, svo ég lagði á þann skjótta og brá mér nið- ur eftir til hans. Hann er höfðingi heim að sækja hann Dóri og lumar alltaf á dýrindis tári, Jaað má hann eiga — nú, hann fékk mér bréf nýkomið að sunnan Jress efnis, að úrskurðaður væri niðurskurður fjár hér í sýslu nú i haust vegna pestar, er hefði orðið vart á nokkrum bæjum hér vestar í sýslunni. Eins og þú manst, Geirmundur, þá bárust fregnir af kindum er drógust upp og drápust úti um hagann, bændurnir, sem áltu Jressar skepnur sendu lungu suður til rannsóknar og kom þá í Ijós, að þetta var af völdum fjárpestar, er víða hafði herjað hér á landi undanfarin ár og telja þeir vísu menn að eina ráðið til að losna við þessa plágu sé að farga öllu fé á Jreim svæð- um, sem veikinnar hefur orðið vart, og verður svo Jrað svæði, er hreinsa skal, að vera sauðlaust í eitt ár. Halldór bað mig að segja Jrér frá Jaessu og síðan áttum við tveir að kunngjöra þetta öðrum bændum hér í kring.“ Þegar Jóhann liafði lokið máli sínu varð þögn dálitla m SMÍÐR BOKRHILLU 3 C : 5 1 6 / á /i 5 / 2 . 4i ... . *. 2 *. rá ^’*^n’n'U'uWHS<HKB3<BKHKBKB><B3<B3<B3&<BCBKHCBKB3<B3<B><B3<B><H3<B3<B3<H3 Iíæra Æska. Getur ]iú ckki birt teikningu af smá bóka- hillu, sem ég gæti smiðað sjálf- urV B. B. Svar: Hér kemur ágæt teikn- ing af litilli bókahillu, sein skemmtiiegt væri fyrir þig að smiða Teikningin skýrir sig sjálf, lengdiii er 45 cm og hæð ]5 cm, breidd 18 cm. Bezt væri að geta valið gott efni í hi 11- una. 63

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.