Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 12

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 12
 Kveðja frá GRIKKLANDI til ÆSKUNNAR <####################################« Kæra Æska. Ég hef gaman að lesa þig. Ég les Heiðu, Rasmus, Hróa hött, Bjössa bollu, Litla og Stóra, Munch- hausen og svo margt fleira. Ég er komin til lítillar grískrar eyjar. Við áttum fyrst heima í litlu þorpi, sem heitir Díafaní, þar er aðeins einn bíll, en aftur á móti eru þar asnar, sem eru notaðir til reiðar á milli þorp- anna. Allar konur hér klæðast fögrum grískum þjóðbúningum. Nú erum við flutt til höfuðþorpsins hér á eyjunni, og þar höfum við fengið bezta húsið til að búa í. Við förum hér í skóla, og þykir okkur það mjög gaman, þar fáum við kakó og brauð í frímínút- unum, en þegar skólatímanum er lok- ið fáum við svo góðan hádegismat. Þegar krakkarnir eru óþekkir í skól- anum og geta ekki gert stafina rétta, Hér er Illugi með asnann litla, sem hann hitti á grísku eyjunni. þá lemur kennarinn þau með trjá- grein eða priki. Elísabet Tökulsdóttir, 8 ára. Hér er hún Elísabet með litla bróSur sinn, hann Hrafn. Kæra Æska! Ég ætla að segja þér dálitla ferða- sögu af mér. Við erum á lítilli eyju, sem heitir Karpathos og er grísk. Við vorum í pínu litlu þorpi, sem heitir Díafaní. Þar var bara einri bíll, en margir múlasnar og pósturinn þar blés í lúður fyrir utan húsið þegar var póstur. Nú erum við í höfuð- þorpinu, þar eru meiri bílar en nokkr- ir asnar. Illugi Jökulssou- það boð út ganga, að hver sá maður, er eigi vœri vopnfær, mætti óliultur fara sinna ferða, hvert á land, sem hann vildi. Þúsundir manna tóku þessu mannúðlega boði tveim höndum. Og þetta fólk var nú á leiðinni út að borgarliliðunum, sem átti að hleypa þvi út um. Mína stóð eins og agndofa og hleraði eftir orðum manngrúans, ef hún kynni að komast að einhverju. Og þegar hún loksins komst að raun um, hvað hér var á seyði, slóst hún í förina og fylgdist með þessum vesalingum út fyrir borgarmúrana til her- búða konungsins. Hinrik konungur sat á Brún sínum, mesta gæðingi, fyrir framan herbúðir sinar. Umhverfis liann fylkti sér riddaraliðið. Hann kenndi auðsjáanlega í brjósti um borgar- búana, sem framhjá fóru, samanskroppnir af hor og hungri. Þegar hann var að horfa á þessar beinagrindur, sem virtust helzt vera að fylgja sjálfum sér til grafar, hneig niður barn eitt i hópnum og lá þar meðvitundarlaust. Um leið stökk lítill, hvítur loð- hundur úr fangi þess — eins og hann kæmi úr barminum á því — og fór að sleikja það í framan. Þá var eins og allt í einu færðist líf og fjör i þessa hungruðu aumingja, og þeir leituðust allir við að hremma litla rakkann, en hann smaug úr greipum þeim, þaut eins og elding gegnum mannþröngina og nam loks staðar undir kviðnum á hesti konungs. Hann hafði um hálsinn gullmen, og vakti það athygli konungs. Hann bauð því einum riddaranna að ná hundinum og koma með hann til sín. Og þegar hann skoðaði betur hálsmenið, sá hann, að á það var grafið fangamark hertogafrúarinnar af Montmorency. Meðan þessu fór fram raknaði Mína litla úr öngvitinu. Þegar hún kom auga á hundinn, hljóp hún til konungsins og bað hann hágrátandi að skila sér hundinum. Tár hennar og kveinstafir hrærðu hjarta konungsins og hann spurði hana ítarlega um hundinn og liagi hennar. Og er hann frétti, liversu mikið liún hafði lagt í sölurnar til þess að bjarga lífi hans, þá veitti hann lienni ásjá. í föruneyti konungs var hershöfðingjakona ein, og fól hann henni að sjá um Mínu og Bimbó. Þetta varð heillaríkur atburður i lífi Mínu, því að upp frá þessu varð ævi hennar ánægjulegri og sælli. Hún fékk bezta uppeldi, og Bimbó átti hún, unz hann lézt nálega blindur í hárri elli. Endir.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.