Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Síða 6

Æskan - 01.02.1967, Síða 6
Læknirinn, landkönnuðurinn og kristni- boðinn Davíð Livingstone lagði af stað frá London 28 ára. Ferðinni var heitið til Afr- íku. Siglingin til Höfðaborgar tók um þrjá mánuði. Þann tíma notaði hann eins vel og mögulegt var. Þá lærði hann m. a. að nota skuggsjárbaug (sextant) og ákveða lengd og breidd staða, sem hann var stadd- ur á, svo að hann vissi, hvar hann var, hvort sem hann var inni í svartasta skógi eða niðri við sjávarströndina. Hann hafði reynt að reisa kristniboðsstöð í Matbotsa, en hún var ekki fullgerð, þegar fréttin um ljónið barst honum til eyrna. Hann fór þá ásamt fleiri mönnum til þess að vinna bug á einu ljónanna. II. BARÁTTA upp á líf og dauða. Livingstone hafði varla sleppt síðustu fyrirskipunum sínum, er hann fann, að einhver tók í handlegg hans. Hann sneri sér við og sá lítinn, innfæddan dreng standa við hlið sér. Livingstone brá, en lét á engu bera. Hann leit í kring um sig, mældi íjarlægðina til skógiklædda klettabeltisins, sem ljónsöskrið kom frá, og leit síðan aftur á drenginn. „Hvers vegna ert þú hér, vinur minn?“ Livingstone spurði varlega. Hann vildi ekki hryggja drenginn með því að reka hann í burtu frá sér þegar í stað. Drengurinn gat ekki svarað alveg strax, en gerði Livingstone skiljanlegt, að hann væri hræddur. „Hrædd- ur við hvað?“ „Við afa,“ svaraði drengurinn og sagði, að afi hans væri töframaður. Livingstone sá í hendi sér, að hann gæti ekki eytt tímanum þannig til ónýtis. Hann hvíslaði ein- liverju að drengnum í flýti, og svarti snáðinn hljóp sem fætur toguðu í áttina að kristniboðsstöðinni. Síðan sneri Livingstone sér við og gekk á eftir Mebalwe þjóni sínum. Hinir innfæddu mennirnir slógu liring um- hverfis hæðina, sem öskrið kom frá. Síðan fikruðu þeir sig sífellt nær og nær klettahæðinni. Allt í einu birtist ljónið. Þeir stönzuðu, og flestir köstuðu sér til jarðar. Mebalwe var vopnaður byssu, en flestir hinna spjótum. Mebalwe bjó sig undir að skjóta. Hann miðaði byss- unni hægt. Hann vissi, að nú gat oltið á miklu. Ljónið var ekki svo ýkja langt frá þeim. Svertingjarnir biðu milli vonar og ótta eftir skothvelli. Þeir voru tilbúnir að leggja til atlögu við ljónið. Livingstone stóð kyrr og fylgdist vel með öllu. Hann var líka tilbúinn að skjóta. Mebalwe skaut á undan. Kúlan þaut í gegnum loftið, en hitti klettinn. Livingstone miðaði tvíhleypunni sinni og skaut strax á eftir. Hann hafði varla tekið byssuna frá öxlinni, er hann heyrði hróp frá svertingjunum: „Þú hitt- ir það, þú hittir það.“ Síðan ætluðu þeir að hlaupa af stað. „Bíðið á meðan ég lileð byssuna aftur,“ kallaði Living- stone og hlóð byssuna öruggum höndum. En meðan hann enn stóð álútur yfir byssunni, heyrði hann tryllingslegt öskur, og í sama bili stökk ljónið á hann. Livingstone gat ekkert gert. Það læsti stórum klóm sínum í vinstri öxl hans og varpaði honum kylliflötum. Síðan beit Jrað í öxl- ina og hristi hann eins og köttur hristir mús. Um þennan atburð skrifar Livingstone í dagbók sína: „Þessum hristingi fylgdi einhvers konar dvali, líkt og rotta verður fyrir, fyrst eftir að kötturinn hefur gripið hana með tönnunum og hrist hana. í þessum dvala fann ég hvorki til sársauka né hræðslu, Joó að ég vissi um allt, sem gerðist í kring um mig. Þetta var eins og hjá sumum svæfðum sjúklingum, sem eru að einhverju leyti undir Þannig voru margir íbúar frumskóga Afríku.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.