Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 20
Fjórfán leikiimisæiingar án áhalda.
Sjöunda æfing: RéttstaíSa,
fætur saman, armar i seil-
ingarhæð, bolbeygja áfram,
beygðu örlítið vinstri fót um
hné og skjóttu örmum fram,
þannig að bein lina myndist
frá hæl og fram á hendur (sjá
teikninguna). Reyndu að ná
eins beinni línu og mögulegt
er. Þetta heppnast með því að
hafa fótinn, sem líkamsþung-
inn hvílir á, örlítið boginn.
Æfðu hægri fót á sama hátt.
Æfðu þessa æfingu fyrst fimm
sinnum og bættu svo einu skipti
við vikulega og að lokum æfir
þú þessa æfingu 20 sinnum.
Þetta er nokkuð erfið æfing, en
þetta er ágætis fótaæfing og
er líka góð fyrir handleggi,
mjaðmir, bak og axlir. Ég vil
sérstaklega mæla með þessari
æfingu fyrir börn og unglinga,
sem eru að vaxa. Auk þess er
þetta prýðileg jafnvægisæfing.
ÁTTUNDA ÆFING: Réttstaða,
staðið í lítilli gleiðstöðu, arm-
ar í seiiingarhæð, lófar vísa
saman, bolbeygja áfram og
eins langt niður og þú getur
án þess að beygja liné. Réttu
svo úr þér og eins langt aftur
og þú getur. Athugaðu vel
téikninguna. Þú skalt æfa
þessa æfingu fyrst fimm sinn-
um, bættu svo einni og einni
við, þar til þú að lokum æfir
hana 20 sinnum. Þetta er góð
æfing fyrir magavöðvana og
bakið.
NÍUNDA ÆFING: Liggðu endi-
langur á bakinu, eins og teikn-
ingin sýnir, armar spenntir á
hnakka og réttu úr hægri og
vinstri fæti á víxl — þráðbeint
upp. Æfðu þessa æfingu 5 sinn-
um og bættu svo einni og einni
við vikulega. Þetta er góð
maga-, bak- og mjaðmaæfing.
„HREYFING E R LÍF"
Verðlaunaþraut ÆSKUNNAR í síð-
asta jólablaði hefur orðið mjög vinsæl,
því að yfir 4000 lausnir bárust. Dregið
var um, hverjir skyldu hljóta verðlaun-
in. Þessi nöfn komu upp: Svava Víg-
lundsdóttir, Refsstað II, Vopnafirði,
Norður-Múlasýslu, Jenny K. Steinþórs-
dóttir, Selási 4, Egilsstöðum, Suður-
Múlasýslu, Skúli Skúlason, Melteigi 12,
Keflavík, Rósa Sigurðardóttir, Leifs-
gatan 4, Þórshöfn, Færeyjum, Aðal-
björn Björnsson, Asgarði, Vopnafirði,
Guðrún B. Guðjónsdóttir, Skaftafelli,
Vik í Mýrdal, Vestur-Skaftafellssýslu,
Kristín Hlin Andrésdóttir, Berjanesi,
Austur-Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu,
Kristján Egilsson, Ásvegi 24, Vest-
mannaeyjum, Adolf Ö. Kristjánsson,
Langholtsvegi 26, Reykjavík og Guð-
laug Guðmundsdóttir, Lindargötu 22,
Siglufirði.
Myndin sýnir, hvar hlutirnir voru
í verðlaunaþraut ÆSKUNNAR.
Verðlaunin verða send til verðlauna-
liafanna nú á næstunni. Þetta er mesta
þátttaka í getraunum, sem ÆSKAN
hefur boðið upp á til þessa, og sýnir
þessi mikla þátttaka hvað blaðið á
miklum vinsæklum að fagna meðal les-
enda sinna. ÆSKAN færir öllum þátt-
takendum sinar beztu þakkir.
Hér koma úrslitin í áttundu verðiauna-
þraut ÆSKUNNAR, „Hver þekkir borg-
irnar?“ Nöfn eftirtalinna lesenda koinu
upp: Unnur Magnúsdóttir, Skógargötu
5B, Sauðárkróki, Jenny Ásmundsdóttir,
Diskovej 48, Aalborg, Danmörku, Guð-
jón Hallgrímsson, Urðargötu 19, Pal-
reksfirði, Hreiðar Guðmundsson, Eystra
Hrauni, Landbroti, Kirkjubæjarlireppi,
Vestur-Skaftafellssýslu, Kristinn Magn-
ússon, Álfheimum 48, Reykjavík, Rann-
veig Margrét Stefánsdóttir, Vatnsholti,
Staðarsveit, Snæfellsnesi.
Að þessu sinni var borgin, sem spurt
var um, STOKKHÓLMUR.
68